Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á íslenskum og erlendum þjóðsögum?

Rósa Þorsteinsdóttir

Jónas Jónasson (1856–1918) frá Hrafnagili safnaði heimildum um íslenska þjóðhætti, en hann sá einnig um útgáfu á þjóðsagnasafni sem kom út árið 1908. Í formála sínum að því safni talar hann um að þjóðtrú, þjóðsagnir og ævintýri óskyldra þjóða séu undarlega lík. Hann taldi að bæði væri það vegna þess að þar væri eitthvað sammannlegt á ferð en það sýndi líka að sögurnar hefðu gengið í „arf frá þjóð til þjóðar öld eftir öld.“ En hann hafði líka komið auga á að sögurnar taka á sig sérstakan blæ hjá hverri þjóð:

Blær sá, er þjóðtrú og þjóðsiðir, þjóðsagnir og ævintýraveröld hverrar þjóðar hefir á sig fengið, hefir breyzt og lagazt margvíslega eftir þjóðarlunderninu og skilyrðum þeim, sem hver þjóð hefir átt við að lifa. Hafi þjóðin átt við bág kjör að búa, verður þjóðtrú hennar og þjóðsagnir með ömurlegum blæ, eða þá hún skapar sér glæsilega töfraheima, þar sem ímyndunaraflið svalar sér á gnótt allrar fegurðar og fullsælu, sem daglega lífið neitar því um. Skapast þá indæl ævintýri, en þau bera oft sorgar- og raunablæ; er það undiralda þjáðrar hugsunar og lífsbaráttu. Lifi þjóðin við andlega og líkamlega kúgun og harðrétti, verður þjóðtrúin myrk og döpur, og sagnirnar svartar og sorglegar, og halda sér mest við það sem ljótt er og djöfullegt og vonzkan og ranglætið hefir þar þá oftar yfirhöndina. Aftur á móti ef þjóðunum líður vel, verður þjóðtrúin bjartari og blíðari, og fögur og indæl ævintýri spretta upp, og trúin á réttlætið og sigur hins góða verður þá yfirsterkari. Á þeim tímum, er trúarmyrkur og trúarofsi ríkja mest, og hneppa hugi manna í fjötra ógnar og skelfingar, þá hefir djöfullinn og árar hans mest að segja, en þegar mildari og þýðari trúarskoðanir ryðja sér til rúms, léttir aftur yfir þjóðtrúnni, lífsskoðanirnar verða bjartari og fegri, og vonin fer að skína í gegnum ævintýrahjúp sagnanna. Þjóðtrúin og sagnirnar eru því eitt af hinum órækustu merkjum þess, hvernig hverri þjóð hefir liðið á hverri öld (bls. 3–4).

Sænski þjóðsagnafræðingurinn Carl Wilhelm von Sydow (1878–1952) var um 20 árum seinna á sömu skoðun. Hann var undir áhrifum frá þróunarkenningu Charles Darwins og taldi að alveg eins og náttúrulegt umhverfi hefði áhrif á þróun lífvera þá hefði menningarlegt umhverfi áhrif á fræði fólksins og þar með sögurnar. Hver þjóð eða hópur þróar þá sín staðbundnu tilbrigði (oikotypes) og hægt er að finna mörg dæmi um hvernig íslenskir staðhættir og náttúra, svo sem landslag og veðurfar, birtist í íslenskum ævintýrum. Íslenskt bændasamfélag birtist þar þótt aðalsöguhetjurnar séu kóngsdætur og –synir með því að í þeim er oft talað um kóngsríkið eins og íslenskt stórbýli á meðan karlskotið er í hlutverki hjáleigunnar. Þar er oft lýst frekar frumstæðu sveitalífi og Einar Ól. Sveinsson (1899-1984) hefur bent á að tröllin í íslenskum ævintýrum eru yfirleitt líkari tröllum í þjóðtrúarsögnum en vant er í ævintýrum annarra landa (bls. 228).

Gilitrutt, mynd eftir Ásgrím Jónsson.

Sagnir eru einmitt sagðar sem sannar sögur og tengjast ákveðnum stöðum, persónum og tíma og eru því enn staðbundnari en ævintýri sem eru látin gerast á óræðum stað og tíma. Telja mætti til margar íslenskar huldufólkssögur, tröllasögur, draugasögur og útilegumannasögur sem eiga sér ekki hliðstæður í öðrum löndum. Þeirra á meðal eru sögur af því þegar mennskur maður afneitar barni sem hann hefur eignast með huldukonu og er því breytt í hval (Rauðhöfði) og sögur af skessum sem hræðast hringingu kirkjuklukkna eins og segir í sögu af Trölla-Láfa (Missögn um Trölla-Láfa). Draugasögur þar sem hugrökk stúlka kemur við sögu virðast líka vera séríslenskar, til dæmis þegar stúlkur eru sendar einhverra erinda í kirkju að næturlagi (Jón flak) eða af stúlkunni sem saumaði utan um líkið („Þú ert ekki búin að bíta úr nálinni“).

Heimildir og mynd:

  • Carl Wilhelm von Sydow. „Geography and Folk-Tale Oicotypes.“ Í Selected Papers on Folklore Publihed on the Occasion of His 70th Birthday. Copenhagen: Rosenkilde and Bagger, 1948, bls. 44-59.
  • Einar Ól. Sveinsson. Um íslenzkar þjóðsögur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1940.
  • Jónas Jónasson. „Formáli.“ Í Þjóðtrú og þjóðsagnir. Safnað hefir Oddur Björnsson. Jónas Jónasson bjó undir prentun. Akureyri: Bókaverzlun Odds Björnssonar, 1908, bls. 1-14.
  • Listasafn Íslands. (Sótt 07.12.2018).

Höfundur

Rósa Þorsteinsdóttir

rannsóknarlektor á þjóðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

7.12.2018

Spyrjandi

Elsa Katrín Eiríksdóttir

Tilvísun

Rósa Þorsteinsdóttir. „Hver er munurinn á íslenskum og erlendum þjóðsögum?“ Vísindavefurinn, 7. desember 2018, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66414.

Rósa Þorsteinsdóttir. (2018, 7. desember). Hver er munurinn á íslenskum og erlendum þjóðsögum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66414

Rósa Þorsteinsdóttir. „Hver er munurinn á íslenskum og erlendum þjóðsögum?“ Vísindavefurinn. 7. des. 2018. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66414>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á íslenskum og erlendum þjóðsögum?
Jónas Jónasson (1856–1918) frá Hrafnagili safnaði heimildum um íslenska þjóðhætti, en hann sá einnig um útgáfu á þjóðsagnasafni sem kom út árið 1908. Í formála sínum að því safni talar hann um að þjóðtrú, þjóðsagnir og ævintýri óskyldra þjóða séu undarlega lík. Hann taldi að bæði væri það vegna þess að þar væri eitthvað sammannlegt á ferð en það sýndi líka að sögurnar hefðu gengið í „arf frá þjóð til þjóðar öld eftir öld.“ En hann hafði líka komið auga á að sögurnar taka á sig sérstakan blæ hjá hverri þjóð:

Blær sá, er þjóðtrú og þjóðsiðir, þjóðsagnir og ævintýraveröld hverrar þjóðar hefir á sig fengið, hefir breyzt og lagazt margvíslega eftir þjóðarlunderninu og skilyrðum þeim, sem hver þjóð hefir átt við að lifa. Hafi þjóðin átt við bág kjör að búa, verður þjóðtrú hennar og þjóðsagnir með ömurlegum blæ, eða þá hún skapar sér glæsilega töfraheima, þar sem ímyndunaraflið svalar sér á gnótt allrar fegurðar og fullsælu, sem daglega lífið neitar því um. Skapast þá indæl ævintýri, en þau bera oft sorgar- og raunablæ; er það undiralda þjáðrar hugsunar og lífsbaráttu. Lifi þjóðin við andlega og líkamlega kúgun og harðrétti, verður þjóðtrúin myrk og döpur, og sagnirnar svartar og sorglegar, og halda sér mest við það sem ljótt er og djöfullegt og vonzkan og ranglætið hefir þar þá oftar yfirhöndina. Aftur á móti ef þjóðunum líður vel, verður þjóðtrúin bjartari og blíðari, og fögur og indæl ævintýri spretta upp, og trúin á réttlætið og sigur hins góða verður þá yfirsterkari. Á þeim tímum, er trúarmyrkur og trúarofsi ríkja mest, og hneppa hugi manna í fjötra ógnar og skelfingar, þá hefir djöfullinn og árar hans mest að segja, en þegar mildari og þýðari trúarskoðanir ryðja sér til rúms, léttir aftur yfir þjóðtrúnni, lífsskoðanirnar verða bjartari og fegri, og vonin fer að skína í gegnum ævintýrahjúp sagnanna. Þjóðtrúin og sagnirnar eru því eitt af hinum órækustu merkjum þess, hvernig hverri þjóð hefir liðið á hverri öld (bls. 3–4).

Sænski þjóðsagnafræðingurinn Carl Wilhelm von Sydow (1878–1952) var um 20 árum seinna á sömu skoðun. Hann var undir áhrifum frá þróunarkenningu Charles Darwins og taldi að alveg eins og náttúrulegt umhverfi hefði áhrif á þróun lífvera þá hefði menningarlegt umhverfi áhrif á fræði fólksins og þar með sögurnar. Hver þjóð eða hópur þróar þá sín staðbundnu tilbrigði (oikotypes) og hægt er að finna mörg dæmi um hvernig íslenskir staðhættir og náttúra, svo sem landslag og veðurfar, birtist í íslenskum ævintýrum. Íslenskt bændasamfélag birtist þar þótt aðalsöguhetjurnar séu kóngsdætur og –synir með því að í þeim er oft talað um kóngsríkið eins og íslenskt stórbýli á meðan karlskotið er í hlutverki hjáleigunnar. Þar er oft lýst frekar frumstæðu sveitalífi og Einar Ól. Sveinsson (1899-1984) hefur bent á að tröllin í íslenskum ævintýrum eru yfirleitt líkari tröllum í þjóðtrúarsögnum en vant er í ævintýrum annarra landa (bls. 228).

Gilitrutt, mynd eftir Ásgrím Jónsson.

Sagnir eru einmitt sagðar sem sannar sögur og tengjast ákveðnum stöðum, persónum og tíma og eru því enn staðbundnari en ævintýri sem eru látin gerast á óræðum stað og tíma. Telja mætti til margar íslenskar huldufólkssögur, tröllasögur, draugasögur og útilegumannasögur sem eiga sér ekki hliðstæður í öðrum löndum. Þeirra á meðal eru sögur af því þegar mennskur maður afneitar barni sem hann hefur eignast með huldukonu og er því breytt í hval (Rauðhöfði) og sögur af skessum sem hræðast hringingu kirkjuklukkna eins og segir í sögu af Trölla-Láfa (Missögn um Trölla-Láfa). Draugasögur þar sem hugrökk stúlka kemur við sögu virðast líka vera séríslenskar, til dæmis þegar stúlkur eru sendar einhverra erinda í kirkju að næturlagi (Jón flak) eða af stúlkunni sem saumaði utan um líkið („Þú ert ekki búin að bíta úr nálinni“).

Heimildir og mynd:

  • Carl Wilhelm von Sydow. „Geography and Folk-Tale Oicotypes.“ Í Selected Papers on Folklore Publihed on the Occasion of His 70th Birthday. Copenhagen: Rosenkilde and Bagger, 1948, bls. 44-59.
  • Einar Ól. Sveinsson. Um íslenzkar þjóðsögur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1940.
  • Jónas Jónasson. „Formáli.“ Í Þjóðtrú og þjóðsagnir. Safnað hefir Oddur Björnsson. Jónas Jónasson bjó undir prentun. Akureyri: Bókaverzlun Odds Björnssonar, 1908, bls. 1-14.
  • Listasafn Íslands. (Sótt 07.12.2018).

...