Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt?

Viktor Arnar Ingólfsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hafa oft orðið tafir eða breytingar á veglagningu á Íslandi vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt?

Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Þessi mál hafa verið leyst á einn eða annan máta og eru nú flest að baki. Sögurnar lifa hins vegar, bæði á prenti og í munnmælum. Það sem hér fer á eftir má líta á sem túlkun höfundar á sjónarmiðum Vegagerðarinnar á þessum atvikum. Hér verður spurningunni um hvort starfsmenn Vegagerðarinnar trúi eða trúi ekki á álfa og huldufólk ekki svarað því það er sjálfsagt breytilegt og einkamál hvers og eins. Það skal þó tekið fram að sá sem þessar línur skrifar efast mjög um tilvist slíkra fyrirbæra.

Íslenska vegakerfið er í dag rúmir tólf þúsund kílómetrar. Á þessum vegum er unnið á ótal stöðum á hverju ári og milljónir rúmmetra af föstum og lausum jarðefnum fluttir úr stað. Stundum koma upp álitamál hvernig þessum verkum sé best háttað og leitast þá starfsmenn Vegagerðarinnar við að hafa sem best samráð við heimamenn um framkvæmdir. Ágreiningur getur risið um veglínur, brúastæði eða námur. Oft er hægt að ná samkomulagi en stundum þarf Vegagerðin að taka af skarið og ákveða tilhögun gegn vilja einstaklinga með hagsmuni heildarinnar í huga. Margar vegaframkvæmdir fara í mat á umhverfisáhrifum og gefst þá öllum kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Því er ekki að neita að stöku sinnum er trúin á hið yfirskilvitlega ástæðan fyrir athugasemdum heimafólks og er hlustað á þær raddir eins og aðrar. Slíkt má kalla eðlileg almannatengsl.

Við lagningu nýs Álftanesvegar árið 2015 var 90 tonna steinn í veglínunni sem sumir töldu að væri álfakirkja. Var brugðið á það ráð að færa steininn til á stað þar sem hann færi vel.

Það er litið svo á að arfur forfeðranna sé verðmætur og hafi gengið munnmælasögur frá kynslóð til kynslóðar um að álög hvíli á bletti eða vættir byggi kletta felist í því menningarverðmæti. Segja má að áður fyrr, þegar baráttan við náttúruöfl var óvægnari, hafi náttúruvernd helst komið fram í þessari þjóðtrú og þannig var skógarlundum og fallegum jarðmyndunum jafnvel hlíft.

Viðbrögð Vegagerðarinnar við slíkum athugasemdum hafa verið á ýmsa vegu. Mál hefur verið leyst með því hinkra með framkvæmd á ákveðnum blettum á meðan huldir íbúar hafa fært sig um set. Á öðrum stöðum hafa umsjónarmenn verks ekki talið mögulegt að verða við ábendingum og farið í framkvæmd gegn óskum einstaklinga. Dæmi er til um að verktilhögun hafi verið breytt lítillega en þó án mikils kostnaðarauka.

Því er ekki að neita að slíkar sögur af álfum og álagablettum hafa vakið athygli fjölmiðla. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa svarað spurningum um þessi efni en ekki hvatt til þessarar umræðu né haft frumkvæði að henni enda getur slíkt vakið upp nýja „vætti“.

Og þá er komið að hinni hliðinni í þessu máli. Það getur farið af stað orðrómur sem kannski var upphaflega sagður í kerskni en verður síðan illviðráðanlegur eins og aðrar kjaftasögur. Óhöpp og slys geta því miður orðið við hvers konar framkvæmdir þótt reynt sé að forðast þau með forvarnaraðgerðum og aðgæslu. Það er alvörumál þegar farið er að kenna illum álögum um atburðina. Slíkt hjálpar engum og allra síst þeim sem fyrir óhöppunum verða.

Verst er umræðan þegar álögin eiga að koma niður á nánustu aðstandendum þeirra sem að verkum standa. Þarna verða fjölmiðlar að gæta sín og fjalla ekki óvarlega um þess háttar sögur. Sama gildir um þær og aðrar óstaðfestar kjaftasögur, þær eru ekki fréttaefni. Það er ekki óeðlilegt að menn, sem vinna störf sín á vinnustað sem hefur orðið uppspretta slíkra sögusagna, fari að tengja flest það sem aflaga fer við meint álög. En lífið gengur misjafnlega hjá okkur öllum og einhvern tímann verða allir fyrir áföllum, stórum og smáum.

Ef við verðum fyrir einhverjum skakkaföllum og þykjumst geta tengt það við álagablett eða annað þess háttar er rétt að staldra við og spyrja sig hvenær eitthvað ámóta slæmt gerðist síðast og hverjum var þá verið að troða um tær.

Mynd:
  • G. Pétur Matthíasson.


Ritstjórn Vísindavefsins þakkar G. Pétri Matthíassyni, forstöðumanni samskiptadeildar Vegagerðarinnar fyrir veitta aðstoð við þetta svar.

Höfundur

Viktor Arnar Ingólfsson

deildarstjóri útgáfueiningar Vegagerðarinnar

Útgáfudagur

28.10.2016

Spyrjandi

Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Tilvísun

Viktor Arnar Ingólfsson. „Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt?“ Vísindavefurinn, 28. október 2016. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66708.

Viktor Arnar Ingólfsson. (2016, 28. október). Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66708

Viktor Arnar Ingólfsson. „Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt?“ Vísindavefurinn. 28. okt. 2016. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66708>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hafa oft orðið tafir eða breytingar á veglagningu á Íslandi vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt?

Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Þessi mál hafa verið leyst á einn eða annan máta og eru nú flest að baki. Sögurnar lifa hins vegar, bæði á prenti og í munnmælum. Það sem hér fer á eftir má líta á sem túlkun höfundar á sjónarmiðum Vegagerðarinnar á þessum atvikum. Hér verður spurningunni um hvort starfsmenn Vegagerðarinnar trúi eða trúi ekki á álfa og huldufólk ekki svarað því það er sjálfsagt breytilegt og einkamál hvers og eins. Það skal þó tekið fram að sá sem þessar línur skrifar efast mjög um tilvist slíkra fyrirbæra.

Íslenska vegakerfið er í dag rúmir tólf þúsund kílómetrar. Á þessum vegum er unnið á ótal stöðum á hverju ári og milljónir rúmmetra af föstum og lausum jarðefnum fluttir úr stað. Stundum koma upp álitamál hvernig þessum verkum sé best háttað og leitast þá starfsmenn Vegagerðarinnar við að hafa sem best samráð við heimamenn um framkvæmdir. Ágreiningur getur risið um veglínur, brúastæði eða námur. Oft er hægt að ná samkomulagi en stundum þarf Vegagerðin að taka af skarið og ákveða tilhögun gegn vilja einstaklinga með hagsmuni heildarinnar í huga. Margar vegaframkvæmdir fara í mat á umhverfisáhrifum og gefst þá öllum kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Því er ekki að neita að stöku sinnum er trúin á hið yfirskilvitlega ástæðan fyrir athugasemdum heimafólks og er hlustað á þær raddir eins og aðrar. Slíkt má kalla eðlileg almannatengsl.

Við lagningu nýs Álftanesvegar árið 2015 var 90 tonna steinn í veglínunni sem sumir töldu að væri álfakirkja. Var brugðið á það ráð að færa steininn til á stað þar sem hann færi vel.

Það er litið svo á að arfur forfeðranna sé verðmætur og hafi gengið munnmælasögur frá kynslóð til kynslóðar um að álög hvíli á bletti eða vættir byggi kletta felist í því menningarverðmæti. Segja má að áður fyrr, þegar baráttan við náttúruöfl var óvægnari, hafi náttúruvernd helst komið fram í þessari þjóðtrú og þannig var skógarlundum og fallegum jarðmyndunum jafnvel hlíft.

Viðbrögð Vegagerðarinnar við slíkum athugasemdum hafa verið á ýmsa vegu. Mál hefur verið leyst með því hinkra með framkvæmd á ákveðnum blettum á meðan huldir íbúar hafa fært sig um set. Á öðrum stöðum hafa umsjónarmenn verks ekki talið mögulegt að verða við ábendingum og farið í framkvæmd gegn óskum einstaklinga. Dæmi er til um að verktilhögun hafi verið breytt lítillega en þó án mikils kostnaðarauka.

Því er ekki að neita að slíkar sögur af álfum og álagablettum hafa vakið athygli fjölmiðla. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa svarað spurningum um þessi efni en ekki hvatt til þessarar umræðu né haft frumkvæði að henni enda getur slíkt vakið upp nýja „vætti“.

Og þá er komið að hinni hliðinni í þessu máli. Það getur farið af stað orðrómur sem kannski var upphaflega sagður í kerskni en verður síðan illviðráðanlegur eins og aðrar kjaftasögur. Óhöpp og slys geta því miður orðið við hvers konar framkvæmdir þótt reynt sé að forðast þau með forvarnaraðgerðum og aðgæslu. Það er alvörumál þegar farið er að kenna illum álögum um atburðina. Slíkt hjálpar engum og allra síst þeim sem fyrir óhöppunum verða.

Verst er umræðan þegar álögin eiga að koma niður á nánustu aðstandendum þeirra sem að verkum standa. Þarna verða fjölmiðlar að gæta sín og fjalla ekki óvarlega um þess háttar sögur. Sama gildir um þær og aðrar óstaðfestar kjaftasögur, þær eru ekki fréttaefni. Það er ekki óeðlilegt að menn, sem vinna störf sín á vinnustað sem hefur orðið uppspretta slíkra sögusagna, fari að tengja flest það sem aflaga fer við meint álög. En lífið gengur misjafnlega hjá okkur öllum og einhvern tímann verða allir fyrir áföllum, stórum og smáum.

Ef við verðum fyrir einhverjum skakkaföllum og þykjumst geta tengt það við álagablett eða annað þess háttar er rétt að staldra við og spyrja sig hvenær eitthvað ámóta slæmt gerðist síðast og hverjum var þá verið að troða um tær.

Mynd:
  • G. Pétur Matthíasson.


Ritstjórn Vísindavefsins þakkar G. Pétri Matthíassyni, forstöðumanni samskiptadeildar Vegagerðarinnar fyrir veitta aðstoð við þetta svar.

...