Sólin Sólin Rís 07:12 • sest 19:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:21 • Síðdegis: 18:40 í Reykjavík

Hvaða viðhorf hafa algengustu trúarbrögð heims til líkbrennslu?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Líkbrennsla hefur tíðkast í mörg þúsund ár. Viðhorf til líkbrennslu eru iðulega nátengd trúarbrögðum og menningu á hverjum stað á hverjum tíma. Hjá Grikkjum og Rómverjum var líkbrennsla algengur útfararsiður en eftir því sem kristni breiddist út lögðust bálfarir að mestu leyti af í Evrópu. Á miðöldum voru lík helst brennd í Evrópu þegar losna þurfti að við mikinn fjölda látinna á skömmum tíma. Það gerðist til dæmis eftir orrustur, farsóttir eða hungursneyð. Þá höfðu menn ekki undan við að grafa hina látnu og brenndu líkin.

Bálfarir í hinum vestræna heimi nú á dögum má rekja aftur til seinni hluta 19. aldar. Þá var farið að þrengja að í kirkjugörðum í ýmsum borgum Evrópu og því þörf að leita annarra leiða en eingöngu að grafa líkin. Bálfararfélag Englands var stofnað 1874 og fyrstu bálfararstofur Evrópu voru opnaðar í Englandi og Þýskalandi 1878. Tveimur árum áður hafði fyrsta bálfararstofan í Bandaríkjunum verið tekin í notkun.

Fyrr á tíð fóru bálfarir að mestu fram utandyra. Í dag eru lík aðallega brennd í sérstökum bálfararstofum. Þó tíðkast opnar bálfarir enn sums staðar og þá frekar til sveita en í borgum.

Erfitt er að finna tæmandi upplýsingar um tíðni bálfara í öllum löndum heims en í tímaritinu Pharos Intermational, sem gefið er út af Alþjóðasamtökum bálstofa ICF (e. The International Cremation Federation) og Breska bálfararfélaginu (e. The Cremation Society of Great Britain), má finna upplýsingar um hátt í 50 lönd. Tölur sem nefndar eru í þessu svari eru fengnar úr því tímariti.

Kristni er útbreiddasta trú heims en talið er að rúmlega þriðjungur mannkyns játi kristna trú. Kaþólikkar eru fjölmennasti hópur kristanna manna. Kaþólska kirkjan lagðist lengi vel gegn líkbrennslu og um tíma voru bálfarir bannaðar. Um miðjan 7. áratug síðustu aldar aflétti páfi banni við því að jarðneskar leifar kaþólskra væru brenndar en þó er frekar mælt með því að látnir séu jarðsettir. Af þessari ástæðu er tíðni bálfara ekki mjög há í löndum þar sem kaþólsk trú er ríkjandi. Sem dæmi má nefna að árið 2010 voru rétt um 13% útfara á Ítalíu bálfarir og um 11% á Írlandi. Í báðum þessum löndum er kaþólskur siður mjög útbreiddur. Þetta er þó ekki algilt, í Sviss eru kaþólikkar um 40% íbúanna en þrátt fyrir það eru um 85% útfara bálfarir sem er eitt hæsta hlutfall í Evrópu af þeim löndum sem eru tilgreind í áðurnefndu riti.

Mótmælendur tóku ekki eins harða afstöðu gegn líkbrennslu og það sama gilti um ensku biskupakirkjuna. Tíðni bálfara er nokkuð há í mörgum þeirra ríkja þar sem þessi trúarbrögð eru ráðandi. Talið er að um 73% útfara í Bretlandi séu bálfarir. Í Svíþjóð er hlutallið yfir 76% og 77% í Danmörku. Þess má geta að á Íslandi er hátt í fjórðungur útfara bálfarir og hefur hlutfallið vaxið töluvert á síðustu árum.

Sem dæmi um viðhorf nokkurra annarra kristinna kirkjudeilda má nefna að í Rétttrúnaðarkirkjunni eru bálfarir ekki samþykktar, hjá Vottum Jehova er það undir hverjum og einum komið hvernig útför fer fram en Mormónar mæla frekar með að lík séu grafin en brennd.

Íslam eru önnur fjölmennustu trúarbrögð heimsins en áætlað er að um 23% mannkyns telist til múslima. Íslam leyfir ekki líkbrennslu. Tíðni bálfara í þeim löndum þar sem múslimar eru í meirihluta er því væntanlega mjög lág.

Í þriðja og fjórða sæti yfir útbreiddustu trúarbrögð heims eru hindúismi og búddismi. Hindúasiður er elstur af algengustu trúarbrögðum nútímans og samkvæmt boðum hans eru lík alltaf brennd. Líkbrennsla á sér því mjög langa sögu í hindúasið og á þeim svæðum þar sem hann er ríkjandi. Í búddisma og fleiri trúarbrögðum sem upprunnin eru á Indlandi, svo sem jaínisma og síkisma, eru líkbrennslur einnig viðtekin venja.

Líkbrennsla undir berum himni í Nepal.

Útbreiðsla þessara trúarbragða í Asíu gerir það að verkum að líkbrennslur eru mjög algengar í mörgum Asíulöndum. Sem dæmi má nefna að í Taílandi er tíðni bálfara um 80%, um 90% í Tævan og Hong Kong og 77% í Singapore. Því miður fundust ekki tölur frá Indlandi en tíðnin er örugglega mjög há þar, í ljósi viðhorfa hindúa til líkbrennsla.

Af öðrum Asíulöndum má sérstaklega nefna Kína en þar eru um 50% útfara bálfarir. Þar kemur þó sjálfsagt fleira til en viðhorf trúarbragða, því samkvæmt reglum Kommúnistaflokksins skyldu lík brennd. Því hefur þó ekki verið fylgt mjög strangt eftir.

Einnig er vert að nefna Japan sérstaklega. Af öllum löndum heimsins eru líkbrennslur algengastar í Japan. Þar í landi eru yfir 99% útfara bálfarir.

Í þessari upptalningu um viðhorf trúarbragða til bálfara er einnig rétt að taka gyðingdóm með. Þótt hann falli ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum hefur hann engu að síður verið mjög áhrifamikill sem uppspretta kristni og íslam. Gyðingar hafa lengi verið andvígir bálförum. Á okkar tímum leyfa frjálslyndir gyðingar bálfarir en strangtrúaðir gyðingar leggjast gegn þeim.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.2.2014

Spyrjandi

Lilja Björk Reynisdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða viðhorf hafa algengustu trúarbrögð heims til líkbrennslu? “ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2014. Sótt 23. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=66735.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2014, 14. febrúar). Hvaða viðhorf hafa algengustu trúarbrögð heims til líkbrennslu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66735

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða viðhorf hafa algengustu trúarbrögð heims til líkbrennslu? “ Vísindavefurinn. 14. feb. 2014. Vefsíða. 23. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66735>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða viðhorf hafa algengustu trúarbrögð heims til líkbrennslu?
Líkbrennsla hefur tíðkast í mörg þúsund ár. Viðhorf til líkbrennslu eru iðulega nátengd trúarbrögðum og menningu á hverjum stað á hverjum tíma. Hjá Grikkjum og Rómverjum var líkbrennsla algengur útfararsiður en eftir því sem kristni breiddist út lögðust bálfarir að mestu leyti af í Evrópu. Á miðöldum voru lík helst brennd í Evrópu þegar losna þurfti að við mikinn fjölda látinna á skömmum tíma. Það gerðist til dæmis eftir orrustur, farsóttir eða hungursneyð. Þá höfðu menn ekki undan við að grafa hina látnu og brenndu líkin.

Bálfarir í hinum vestræna heimi nú á dögum má rekja aftur til seinni hluta 19. aldar. Þá var farið að þrengja að í kirkjugörðum í ýmsum borgum Evrópu og því þörf að leita annarra leiða en eingöngu að grafa líkin. Bálfararfélag Englands var stofnað 1874 og fyrstu bálfararstofur Evrópu voru opnaðar í Englandi og Þýskalandi 1878. Tveimur árum áður hafði fyrsta bálfararstofan í Bandaríkjunum verið tekin í notkun.

Fyrr á tíð fóru bálfarir að mestu fram utandyra. Í dag eru lík aðallega brennd í sérstökum bálfararstofum. Þó tíðkast opnar bálfarir enn sums staðar og þá frekar til sveita en í borgum.

Erfitt er að finna tæmandi upplýsingar um tíðni bálfara í öllum löndum heims en í tímaritinu Pharos Intermational, sem gefið er út af Alþjóðasamtökum bálstofa ICF (e. The International Cremation Federation) og Breska bálfararfélaginu (e. The Cremation Society of Great Britain), má finna upplýsingar um hátt í 50 lönd. Tölur sem nefndar eru í þessu svari eru fengnar úr því tímariti.

Kristni er útbreiddasta trú heims en talið er að rúmlega þriðjungur mannkyns játi kristna trú. Kaþólikkar eru fjölmennasti hópur kristanna manna. Kaþólska kirkjan lagðist lengi vel gegn líkbrennslu og um tíma voru bálfarir bannaðar. Um miðjan 7. áratug síðustu aldar aflétti páfi banni við því að jarðneskar leifar kaþólskra væru brenndar en þó er frekar mælt með því að látnir séu jarðsettir. Af þessari ástæðu er tíðni bálfara ekki mjög há í löndum þar sem kaþólsk trú er ríkjandi. Sem dæmi má nefna að árið 2010 voru rétt um 13% útfara á Ítalíu bálfarir og um 11% á Írlandi. Í báðum þessum löndum er kaþólskur siður mjög útbreiddur. Þetta er þó ekki algilt, í Sviss eru kaþólikkar um 40% íbúanna en þrátt fyrir það eru um 85% útfara bálfarir sem er eitt hæsta hlutfall í Evrópu af þeim löndum sem eru tilgreind í áðurnefndu riti.

Mótmælendur tóku ekki eins harða afstöðu gegn líkbrennslu og það sama gilti um ensku biskupakirkjuna. Tíðni bálfara er nokkuð há í mörgum þeirra ríkja þar sem þessi trúarbrögð eru ráðandi. Talið er að um 73% útfara í Bretlandi séu bálfarir. Í Svíþjóð er hlutallið yfir 76% og 77% í Danmörku. Þess má geta að á Íslandi er hátt í fjórðungur útfara bálfarir og hefur hlutfallið vaxið töluvert á síðustu árum.

Sem dæmi um viðhorf nokkurra annarra kristinna kirkjudeilda má nefna að í Rétttrúnaðarkirkjunni eru bálfarir ekki samþykktar, hjá Vottum Jehova er það undir hverjum og einum komið hvernig útför fer fram en Mormónar mæla frekar með að lík séu grafin en brennd.

Íslam eru önnur fjölmennustu trúarbrögð heimsins en áætlað er að um 23% mannkyns telist til múslima. Íslam leyfir ekki líkbrennslu. Tíðni bálfara í þeim löndum þar sem múslimar eru í meirihluta er því væntanlega mjög lág.

Í þriðja og fjórða sæti yfir útbreiddustu trúarbrögð heims eru hindúismi og búddismi. Hindúasiður er elstur af algengustu trúarbrögðum nútímans og samkvæmt boðum hans eru lík alltaf brennd. Líkbrennsla á sér því mjög langa sögu í hindúasið og á þeim svæðum þar sem hann er ríkjandi. Í búddisma og fleiri trúarbrögðum sem upprunnin eru á Indlandi, svo sem jaínisma og síkisma, eru líkbrennslur einnig viðtekin venja.

Líkbrennsla undir berum himni í Nepal.

Útbreiðsla þessara trúarbragða í Asíu gerir það að verkum að líkbrennslur eru mjög algengar í mörgum Asíulöndum. Sem dæmi má nefna að í Taílandi er tíðni bálfara um 80%, um 90% í Tævan og Hong Kong og 77% í Singapore. Því miður fundust ekki tölur frá Indlandi en tíðnin er örugglega mjög há þar, í ljósi viðhorfa hindúa til líkbrennsla.

Af öðrum Asíulöndum má sérstaklega nefna Kína en þar eru um 50% útfara bálfarir. Þar kemur þó sjálfsagt fleira til en viðhorf trúarbragða, því samkvæmt reglum Kommúnistaflokksins skyldu lík brennd. Því hefur þó ekki verið fylgt mjög strangt eftir.

Einnig er vert að nefna Japan sérstaklega. Af öllum löndum heimsins eru líkbrennslur algengastar í Japan. Þar í landi eru yfir 99% útfara bálfarir.

Í þessari upptalningu um viðhorf trúarbragða til bálfara er einnig rétt að taka gyðingdóm með. Þótt hann falli ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum hefur hann engu að síður verið mjög áhrifamikill sem uppspretta kristni og íslam. Gyðingar hafa lengi verið andvígir bálförum. Á okkar tímum leyfa frjálslyndir gyðingar bálfarir en strangtrúaðir gyðingar leggjast gegn þeim.

Heimildir:

Myndir:

...