Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða meginflokki hryggleysingja tilheyra maríubjöllur og hvernig eru þær flokkaðar?

Jón Már Halldórsson

Maríubjöllur (Coccinella spp.) eru afar fallegar bjöllur og áberandi skordýr sem vekja jafnan eftirtekt þar sem þær finnast, meðal annars á Íslandi. Þetta eru smáar bjöllur frá 0,8 til 1,8 mm á stærð.

Sjöbletta maríubjalla (Coccinella septempunctata), algengasta maríubjallan í Evrópu.

Maríubjöllur eru flokkaðar með eftirfarandi hætti:

Ríki (Kingdom): Dýraríki. Lífverum jarðar er skipt í nokkur ríki og tilheyra öll dýr dýraríkinu eins og nafnið gefur til kynna.

Fylking (Phylum): Liðdýr (Anthropoda). Dýraríkið skiptist í rúmlega 30 fylkingar og eru flestar þeirra hryggleysingjar. Ein fylkingin kallast liðdýr en innan hennar eru meðal annars skordýr, krabbadýr og áttfætlur. Helstu einkenni eru liðskiptur líkami og ytri stoðgrind úr kítíni.

Hópur (Class): Skordýr (Insecta). Skordýr skiptast meðal annars í bjöllur, æðvængjur, kögurskottur og marga fleiri flokka enda er þetta tegundaríkasti hópur dýraríkisins með yfir eina milljón tegundir. Helstu einkenni skordýra eru að líkaminn er þrískiptur: höfuð, frambolur og afturbolur. Á höfði eru tveir fálmarar og par af augum, oftast samsett augu en einnig eru einfaldari depilaugu.

Ættbálkur (Order): Bjöllur (Coeloptera). Bjöllur eru tegundaríkasti ættbálkur skordýra og sennilega tilheyrir ein af hverjum fjórum dýrategundum jarðar þessum ættbálk.

Ætt (Family): Maríubjölluætt (Coccinellidae). Innan maríubjölluættarinnar eru þekktar um 5 þúsund tegundir smávaxinna bjallna. Þessar tegundir eru skæðir afræningjar á ýmsar tegundir blaðlúsa og eru því í uppáhaldi hjá hjá ræktendum. Þessar bjöllur finnast um allt þurrlendi jarðar. Þær eru kúlulaga og eru skjaldvængirnir oftar en ekki í skærum litum með svörtum blettum þó ýmis önnur litaform séu þekkt.

Ættkvísl (genus): Maríubjöllur (Coccinella). Innan ættkvíslar maríubjallna eru þekktar nokkrir tugir tegunda sem finnast á norðurhveli jarðar. Meðal annars eru þekktar 11 tegundir í Norður-Ameríku og um þrír tugir í Evrasíu. Helstu einkenni tegunda ættkvíslarinnar eru rauður eða appelsínugulur skjöldur með svörtum doppum eða rákum. Maríubjölluættkvíslin er skætt rándýr á blaðlýs og önnur smávaxin skordýr á gróðri.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.4.2014

Spyrjandi

Ásdís Sara Þórðardóttir, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða meginflokki hryggleysingja tilheyra maríubjöllur og hvernig eru þær flokkaðar?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2014, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66833.

Jón Már Halldórsson. (2014, 30. apríl). Hvaða meginflokki hryggleysingja tilheyra maríubjöllur og hvernig eru þær flokkaðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66833

Jón Már Halldórsson. „Hvaða meginflokki hryggleysingja tilheyra maríubjöllur og hvernig eru þær flokkaðar?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2014. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66833>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða meginflokki hryggleysingja tilheyra maríubjöllur og hvernig eru þær flokkaðar?
Maríubjöllur (Coccinella spp.) eru afar fallegar bjöllur og áberandi skordýr sem vekja jafnan eftirtekt þar sem þær finnast, meðal annars á Íslandi. Þetta eru smáar bjöllur frá 0,8 til 1,8 mm á stærð.

Sjöbletta maríubjalla (Coccinella septempunctata), algengasta maríubjallan í Evrópu.

Maríubjöllur eru flokkaðar með eftirfarandi hætti:

Ríki (Kingdom): Dýraríki. Lífverum jarðar er skipt í nokkur ríki og tilheyra öll dýr dýraríkinu eins og nafnið gefur til kynna.

Fylking (Phylum): Liðdýr (Anthropoda). Dýraríkið skiptist í rúmlega 30 fylkingar og eru flestar þeirra hryggleysingjar. Ein fylkingin kallast liðdýr en innan hennar eru meðal annars skordýr, krabbadýr og áttfætlur. Helstu einkenni eru liðskiptur líkami og ytri stoðgrind úr kítíni.

Hópur (Class): Skordýr (Insecta). Skordýr skiptast meðal annars í bjöllur, æðvængjur, kögurskottur og marga fleiri flokka enda er þetta tegundaríkasti hópur dýraríkisins með yfir eina milljón tegundir. Helstu einkenni skordýra eru að líkaminn er þrískiptur: höfuð, frambolur og afturbolur. Á höfði eru tveir fálmarar og par af augum, oftast samsett augu en einnig eru einfaldari depilaugu.

Ættbálkur (Order): Bjöllur (Coeloptera). Bjöllur eru tegundaríkasti ættbálkur skordýra og sennilega tilheyrir ein af hverjum fjórum dýrategundum jarðar þessum ættbálk.

Ætt (Family): Maríubjölluætt (Coccinellidae). Innan maríubjölluættarinnar eru þekktar um 5 þúsund tegundir smávaxinna bjallna. Þessar tegundir eru skæðir afræningjar á ýmsar tegundir blaðlúsa og eru því í uppáhaldi hjá hjá ræktendum. Þessar bjöllur finnast um allt þurrlendi jarðar. Þær eru kúlulaga og eru skjaldvængirnir oftar en ekki í skærum litum með svörtum blettum þó ýmis önnur litaform séu þekkt.

Ættkvísl (genus): Maríubjöllur (Coccinella). Innan ættkvíslar maríubjallna eru þekktar nokkrir tugir tegunda sem finnast á norðurhveli jarðar. Meðal annars eru þekktar 11 tegundir í Norður-Ameríku og um þrír tugir í Evrasíu. Helstu einkenni tegunda ættkvíslarinnar eru rauður eða appelsínugulur skjöldur með svörtum doppum eða rákum. Maríubjölluættkvíslin er skætt rándýr á blaðlýs og önnur smávaxin skordýr á gróðri.

Mynd:

...