Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur jarðolía mengað jörðina?

Gestur Guðjónsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Getur jarðolía mengað jörðina? Ef svarið er já, hvernig þá?

Í jarðolíu eru efni og efnasambönd sem hafa skaðleg áhrif á menn og lífríki, þannig að þótt jarðolía komi úr jörðinni getur hún mengað jörðina.

Jarðolía mengar ekki á meðan hún er ósnert á sínum upprunalega stað en berist hún í jarðveg eftir að henni er dælt upp þá getur hún haft skaðleg áhrif.

Olía er samsett úr mjög breiðri flóru kolefniskeðja, sem hafa það sammerkt að brotna ekki niður í súrefnisfirrðu umhverfi. Annars hefðu þær aldrei safnast fyrir í jörðinni í því magni að hægt væri að dæla þeim upp. Í olíu eru til dæmis fjölarómatískar keðjur, PAH-efni, sérstaklega í gasolíum, sem eru þrávirkar og safnast fyrir í lífverum. Þær trufla hormónajafnvægi og eru einnig krabbameinsvaldandi. Svo eru líka krabbameinsvaldandi efni eins og BTEX (Benzen, Toluen, Etylen og Xylen) og MBTE (Methyl tert-butyl ether) efni, sem er að finna í bensíni.

Olía er einnig kæfandi þannig að ef lífverur hyljast í olíu getur það hindrað öndun og annað flæði efna. Sömuleiðis getur olía leyst upp fitu í dýrum, þannig að til dæmis kuldaeiginleikar tapist. Sem dæmi drepast fuglar sem fá á sig olíu helst úr kulda en ekki vegna eitrunar. Uppgufun léttra olíuefna veldur líka óþægindum og getur verið hættuleg í miklum styrk.

Helst berst olía til manna og dýra í gegnum beina inntöku, neyslu mengaðrar fæðu, innöndun eða með snertingu. Beinast því aðgerðir gagnvart olíumenguðum jarðvegi að því að koma í veg fyrir það.

Dýrum stafar mikil hætta af olíumengun.

Olíumengaðan jarðveg er hægt að hreinsa með fjölmörgum aðferðum; bruna, efnahreinsun, til dæmis með sápuefnum, en mest notaða aðferðin er að láta bakteríur brjóta olíuefnin niður. Til þess að bakteríurnar geti brotið olíuefni niður þurfa þær súrefni og næringarefni. Súrefni er því komið til þeirra, til dæmis með því að velta efninu, blása lofti í hauga eða láta náttúrulega krafta um loftskiptin. Einnig þarf oft að bæta við áburði, köfnunarefni og fosfór, til að flýta niðurbroti. Við bestu aðstæður tekur slíkt niðurbrot skamman tíma, 1-2 ár, en lengur ef einhver ofantalinna þátta er takmarkaður.

Myndir:

Höfundur

umhverfisverkfræðingur

Útgáfudagur

12.6.2014

Spyrjandi

5. og 6. bekkur Þelamerkurskóla

Tilvísun

Gestur Guðjónsson. „Getur jarðolía mengað jörðina?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2014, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67195.

Gestur Guðjónsson. (2014, 12. júní). Getur jarðolía mengað jörðina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67195

Gestur Guðjónsson. „Getur jarðolía mengað jörðina?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2014. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67195>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur jarðolía mengað jörðina?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Getur jarðolía mengað jörðina? Ef svarið er já, hvernig þá?

Í jarðolíu eru efni og efnasambönd sem hafa skaðleg áhrif á menn og lífríki, þannig að þótt jarðolía komi úr jörðinni getur hún mengað jörðina.

Jarðolía mengar ekki á meðan hún er ósnert á sínum upprunalega stað en berist hún í jarðveg eftir að henni er dælt upp þá getur hún haft skaðleg áhrif.

Olía er samsett úr mjög breiðri flóru kolefniskeðja, sem hafa það sammerkt að brotna ekki niður í súrefnisfirrðu umhverfi. Annars hefðu þær aldrei safnast fyrir í jörðinni í því magni að hægt væri að dæla þeim upp. Í olíu eru til dæmis fjölarómatískar keðjur, PAH-efni, sérstaklega í gasolíum, sem eru þrávirkar og safnast fyrir í lífverum. Þær trufla hormónajafnvægi og eru einnig krabbameinsvaldandi. Svo eru líka krabbameinsvaldandi efni eins og BTEX (Benzen, Toluen, Etylen og Xylen) og MBTE (Methyl tert-butyl ether) efni, sem er að finna í bensíni.

Olía er einnig kæfandi þannig að ef lífverur hyljast í olíu getur það hindrað öndun og annað flæði efna. Sömuleiðis getur olía leyst upp fitu í dýrum, þannig að til dæmis kuldaeiginleikar tapist. Sem dæmi drepast fuglar sem fá á sig olíu helst úr kulda en ekki vegna eitrunar. Uppgufun léttra olíuefna veldur líka óþægindum og getur verið hættuleg í miklum styrk.

Helst berst olía til manna og dýra í gegnum beina inntöku, neyslu mengaðrar fæðu, innöndun eða með snertingu. Beinast því aðgerðir gagnvart olíumenguðum jarðvegi að því að koma í veg fyrir það.

Dýrum stafar mikil hætta af olíumengun.

Olíumengaðan jarðveg er hægt að hreinsa með fjölmörgum aðferðum; bruna, efnahreinsun, til dæmis með sápuefnum, en mest notaða aðferðin er að láta bakteríur brjóta olíuefnin niður. Til þess að bakteríurnar geti brotið olíuefni niður þurfa þær súrefni og næringarefni. Súrefni er því komið til þeirra, til dæmis með því að velta efninu, blása lofti í hauga eða láta náttúrulega krafta um loftskiptin. Einnig þarf oft að bæta við áburði, köfnunarefni og fosfór, til að flýta niðurbroti. Við bestu aðstæður tekur slíkt niðurbrot skamman tíma, 1-2 ár, en lengur ef einhver ofantalinna þátta er takmarkaður.

Myndir:

...