Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hvers virði er mannslíf?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Oft er sagt að mannslíf séu ómetanleg, að ekki sé hægt að setja á þau verðmiða og raunar sé ekki til sú upphæð sem væri of há fyrir mannslíf. Og þannig líður okkur sjálfsagt flestum þegar við hugsum um líf ástvina okkar. En er það rétt að við séum alltaf tilbúin til að gefa hvað sem er til bjargar mannslífum?

Á hverju ári deyr fjöldi fólks í heiminum vegna einhvers sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Þarna má nefna alls konar slysfarir sem ættu sér ekki stað ef fyrirkomulag væri öðruvísi og sjúkdóma sem stafa af aðstæðum sem gætu verið aðrar. Ef engir bílar væru akandi um þá dæi fólk ekki í umferðarslysum. Ef við sneiddum alltaf hjá samveru við hvert annað dæi fólk ekki úr smitsjúkdómum. Ef við hættum öllu sem mengar andrúmsloftið dæi fólk síður úr öndunarfærasjúkdómum. Ef auði væri ekki misskipt í heiminum myndi fólk síður deyja af ýmsum afleiðingum fátæktar. Og svona má lengi telja. Einnig má benda á að þótt við leggjum oft mikið í sölurnar til að bjarga fólki sem er í hættu statt, hvort sem er vegna veikinda, slysa eða annarra hættulegra kringumstæðna, þá er niðurstaðan stundum sú að það sem þyrfti til væri svo erfitt og viðamikið, eða fæli í sér svo mikinn annan fórnarkostnað, að það sé ekki raunhæft að standa í aðgerðum til að bjarga viðkomandi. Með öðrum orðum þá er samfélagið ekki tilbúið að leggja bókstaflega allt í sölurnar fyrir sérhvert mannslíf, jafnvel þótt við séum sjálf tilbúin að fórna miklu fyrir okkar nánustu.

Á hverju ári deyr fjöldi fólks í heiminum vegna einhvers sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Ef auði væri ekki misskipt í heiminum myndi fólk síður deyja af ýmsum afleiðingum fátæktar.

Hve miklu erum við þá tilbúin að fórna fyrir mannslíf? Getur svarið við því svarað spurningunni hve mikils virði mannslíf er? Afar flókna útreikninga þyrfti til að finna þetta svar og líklega er það ekki mögulegt, í það minnsta er mikil óvissa um á hverju slíkir útreikningar ættu að byggja. En stundum neyðumst við samt til þess að taka ákvarðanir sem byggja á samanburði hagsmuna og mannslífa. Oft eru hagsmunir vegnir og metnir þegar teknar eru ákvarðanir um forgangsraðanir í heilbrigðiskerfinu, rannsóknum á sjúkdómum, við slysavarnir og fleira sem getur skipt sköpum fyrir líf fólks. Þannig er til dæmis oft lítil áhersla lögð á rannsóknir á sjaldgæfum sjúkdómum því fleiri líf eru í húfi þegar hættulegir sjúkdómar eru algengir. Sumt þykir fela í sér of miklar fórnir miðað við lífshætti okkar. Til dæmis er talið að nokkur hundruð þúsund deyi árlega úr inflúensu en það hefur ekki orðið til þess að fólk sé hvatt til að loka sig af á hverju ári þegar inflúensa er að ganga. Ástæðan er væntanlega sú að það þætti of mikil röskun á samfélaginu til að það væri þess virði, sem sagt að fórnarkostnaðurinn væri of mikill.

Um þessar mundir erum við í miðjum heimsfaraldri sjúkdómsins COVID-19, sem orsakast af ákveðinni tegund kórónuveiru. Vegna þessa faraldurs hefur lífsháttum okkar verið kollvarpað: neyðarástandi hefur verið lýst yfir, flugsamgöngur milli landa hafa nánast lagst af, hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækjum hefur verið lokað tímabundið, í fjölmörgum löndum (meðal annars Íslandi) hefur verið sett á samkomubann og sumstaðar útgöngubann, og fólk víðast hvar er hvatt til að halda sig sem mest heima og umgangast sem fæsta, auk þess að gæta að ýmsum sóttvarnaráðstöfunum á borð við handþvott, sprittun og að koma ekki of nálægt öðru fólki. Og þá má velta því fyrir sér hvers vegna við gerum þetta núna, til að varna dreifingu þessarar tilteknu veiru, en ekki undir öðrum kringumstæðum þegar lífi margra er líka ógnað. Hjá sumum hafa vaknað spurningar um hvort þær ráðstafanir sem gripið sé til geti valdið meiri skaða en mögulegar afleiðingar þess að aðhafast ekkert gagnvart útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.

Hjá sumum hafa vaknað spurningar um hvort þær ráðstafanir sem gripið sé til geti valdið meiri skaða en mögulegar afleiðingar þess að aðhafast ekkert gagnvart útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Á myndinni sjást fjölmargar SARS-CoV-2-veirur sem valda sjúkdómnum COVID-19.

Freistandi er að svara hugleiðingum sem þessum með því að auðvitað hljótum við að gera allt sem við getum til að bjarga mannslífum. Í því sambandi má hins vegar rifja upp að við gerum ekki nærri alltaf allt sem við getum í því skyni. Auk þess er núverandi ástand þannig að enginn veit með vissu hve mörgum mannslífum tilteknar aðgerðir bjarga. Ýmis spálíkön hafa verið sett fram þar sem mögulegt ástand eftir tiltekinn tíma ef ekkert er að gert er borið saman við mögulegt ástand miðað við ýmsar aðgerðir. Reynt er að vanda slík líkön eins og mögulegt er en þau byggja óhjákvæmilega á ýmsum óvissuþáttum. Auk þess getur verið erfitt að spá fyrir um hvaða aðrar afleiðingar aðgerðir til hindrunar útbreiðslu veirunnar hafi. Ljóst er að aðgerðir hafa raskað og munu halda áfram að raska efnahagslífinu verulega um heim allan. Slík röskun getur orðið til þess að fjöldi fólks víða um heim þurfi að glíma við fátækt um ókomin ár, sem getur svo ógnað lífi þess af ýmsum ástæðum. Þar skiptir miklu máli hvað stjórnvöld viðkomandi ríkja gera til að milda þessar efnahagslegu afleiðingar, sem bætir mörgum óvissuþáttum inn í útreikninginn.

Þetta þýðir alls ekki að við eigum að sleppa aðgerðum til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvarðanir um þær aðgerðir hafa verið teknar eftir að kostirnir hafa verið skoðaðir, hagsmunir vegnir og metnir, og sú niðurstaða fengin að skaðinn af því að gera ekkert yrði talsvert meiri en mögulegur skaði af þessum aðgerðum. Aðgerðir til að hægja á dreifingu veiru hafa áhrif á ýmsa hagsmuni sem eru í húfi. Það er alls ekki svo að við höfum engu að tapa. Þegar hefur verið minnst á áhrif á efnahagslíf sem geta valdið atvinnumissi og fátækt. Einnig má nefna að útgöngubönn og samkomubönn geta haft neikvæð áhrif á geðheilsu og almenna líðan fólks og fela í sér skerðingu á ferðafrelsi, samkomufrelsi og fleiru sem er talið afar mikilvægt í lífi fólks. Svo má nefna skerðingu á mikilvægri þjónustu, svo sem fyrir fólk með fötlun og fólk með ýmsa sjúkdóma eða eftirstöðvar þeirra. Enn má benda á að hætt er við því að heimilisofbeldi færist í vöxt við langvarandi innilokun á heimilum, sem felur auðvitað í sér hræðilegar afleiðingar fyrir þau sem fyrir því verða. Aðgerðirnar valda því ýmsum skaða og draga úr lífsgæðum fólks og geta jafnvel til lengri tíma valdið sjúkdómum og dauðsföllum. Gripið er til þeirra vegna þess að hinn möguleikinn, að gera ekkert, myndi valda enn meiri hörmungum.

Samanburður á mannslífum gengur gegn þeirri hugsun að allar manneskjur séu jafn mikils virði og eigi rétt til lífs. Því er afar mikið til unnið að komast hjá þessum aðstæðum og tryggja að allir sem á þurfi að halda geti fengið lífsnauðsynlega þjónustu heilbrigðiskerfisins.

Ein líkleg afleiðing þess að gera ekkert til að hægja á útbreiðslu veirunnar væri að svo margir myndu veikjast alvarlega á sama tíma að heilbrigðiskerfið gæti ekki annað álaginu og ekki kæmust allir að sem þyrftu á sjúkrahúsvist að halda og jafnvel búnaði eins og öndunarvélum. Frásagnir hafa heyrst frá öðrum löndum þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur þurft að neita fólki um lífsnauðsynlega þjónustu vegna skorts á plássi og tækjabúnaði á sjúkrahúsum. Þannig hefur þurft að velja hverjir fái þjónustu sem geti bjargað lífi þeirra og hverjir séu látnir deyja. Slíku vali vill enginn þurfa að standa frammi fyrir, sem felur í sér að bera saman mannslíf með mjög áþreifanlegum hætti. Við hvað á að miða ef tveir sjúklingar þurfa báðir jafnmikið að halda á þjónustu sem aðeins einn getur fengið? Stundum er miðað við aldur þannig að yngra fólk sem talið er eiga sér betri lífslíkur fái forgang við slíkar aðstæður. Einnig hefur það sjónarmið komið fram að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að njóta forgangs um þjónustu ef það veikist sjálft, þar sem þjónusta þess sé ómissandi í þessu tilviki og ef það geti ekki treyst á að fá nauðsynlega þjónustu gæti það hætt að vilja útsetja sig fyrir þá smithættu sem fylgir störfum þess. Svo væri enn einn möguleikinn að hafa þjónustuna á formi „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

Allir þessir kostir eru slæmir, enda fela þeir alltaf í sér að þurfa að neita fólki um aðhlynningu og þjónustu sem gæti bjargað lífi þess. Einnig fela þeir í sér samanburð á mannslífum, sem gengur gegn þeirri hugsun að allar manneskjur séu jafn mikils virði og eigi rétt til lífs. Því er afar mikið til unnið að komast hjá þessum aðstæðum og tryggja að allir sem á þurfi að halda geti fengið lífsnauðsynlega þjónustu heilbrigðiskerfisins.

Myndir:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

2.4.2020

Spyrjandi

Andri Gunnarsson, Þorvaldur S. Björnsson

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvers virði er mannslíf?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2020. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67399.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2020, 2. apríl). Hvers virði er mannslíf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67399

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvers virði er mannslíf?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2020. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67399>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers virði er mannslíf?

Oft er sagt að mannslíf séu ómetanleg, að ekki sé hægt að setja á þau verðmiða og raunar sé ekki til sú upphæð sem væri of há fyrir mannslíf. Og þannig líður okkur sjálfsagt flestum þegar við hugsum um líf ástvina okkar. En er það rétt að við séum alltaf tilbúin til að gefa hvað sem er til bjargar mannslífum?

Á hverju ári deyr fjöldi fólks í heiminum vegna einhvers sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Þarna má nefna alls konar slysfarir sem ættu sér ekki stað ef fyrirkomulag væri öðruvísi og sjúkdóma sem stafa af aðstæðum sem gætu verið aðrar. Ef engir bílar væru akandi um þá dæi fólk ekki í umferðarslysum. Ef við sneiddum alltaf hjá samveru við hvert annað dæi fólk ekki úr smitsjúkdómum. Ef við hættum öllu sem mengar andrúmsloftið dæi fólk síður úr öndunarfærasjúkdómum. Ef auði væri ekki misskipt í heiminum myndi fólk síður deyja af ýmsum afleiðingum fátæktar. Og svona má lengi telja. Einnig má benda á að þótt við leggjum oft mikið í sölurnar til að bjarga fólki sem er í hættu statt, hvort sem er vegna veikinda, slysa eða annarra hættulegra kringumstæðna, þá er niðurstaðan stundum sú að það sem þyrfti til væri svo erfitt og viðamikið, eða fæli í sér svo mikinn annan fórnarkostnað, að það sé ekki raunhæft að standa í aðgerðum til að bjarga viðkomandi. Með öðrum orðum þá er samfélagið ekki tilbúið að leggja bókstaflega allt í sölurnar fyrir sérhvert mannslíf, jafnvel þótt við séum sjálf tilbúin að fórna miklu fyrir okkar nánustu.

Á hverju ári deyr fjöldi fólks í heiminum vegna einhvers sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Ef auði væri ekki misskipt í heiminum myndi fólk síður deyja af ýmsum afleiðingum fátæktar.

Hve miklu erum við þá tilbúin að fórna fyrir mannslíf? Getur svarið við því svarað spurningunni hve mikils virði mannslíf er? Afar flókna útreikninga þyrfti til að finna þetta svar og líklega er það ekki mögulegt, í það minnsta er mikil óvissa um á hverju slíkir útreikningar ættu að byggja. En stundum neyðumst við samt til þess að taka ákvarðanir sem byggja á samanburði hagsmuna og mannslífa. Oft eru hagsmunir vegnir og metnir þegar teknar eru ákvarðanir um forgangsraðanir í heilbrigðiskerfinu, rannsóknum á sjúkdómum, við slysavarnir og fleira sem getur skipt sköpum fyrir líf fólks. Þannig er til dæmis oft lítil áhersla lögð á rannsóknir á sjaldgæfum sjúkdómum því fleiri líf eru í húfi þegar hættulegir sjúkdómar eru algengir. Sumt þykir fela í sér of miklar fórnir miðað við lífshætti okkar. Til dæmis er talið að nokkur hundruð þúsund deyi árlega úr inflúensu en það hefur ekki orðið til þess að fólk sé hvatt til að loka sig af á hverju ári þegar inflúensa er að ganga. Ástæðan er væntanlega sú að það þætti of mikil röskun á samfélaginu til að það væri þess virði, sem sagt að fórnarkostnaðurinn væri of mikill.

Um þessar mundir erum við í miðjum heimsfaraldri sjúkdómsins COVID-19, sem orsakast af ákveðinni tegund kórónuveiru. Vegna þessa faraldurs hefur lífsháttum okkar verið kollvarpað: neyðarástandi hefur verið lýst yfir, flugsamgöngur milli landa hafa nánast lagst af, hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækjum hefur verið lokað tímabundið, í fjölmörgum löndum (meðal annars Íslandi) hefur verið sett á samkomubann og sumstaðar útgöngubann, og fólk víðast hvar er hvatt til að halda sig sem mest heima og umgangast sem fæsta, auk þess að gæta að ýmsum sóttvarnaráðstöfunum á borð við handþvott, sprittun og að koma ekki of nálægt öðru fólki. Og þá má velta því fyrir sér hvers vegna við gerum þetta núna, til að varna dreifingu þessarar tilteknu veiru, en ekki undir öðrum kringumstæðum þegar lífi margra er líka ógnað. Hjá sumum hafa vaknað spurningar um hvort þær ráðstafanir sem gripið sé til geti valdið meiri skaða en mögulegar afleiðingar þess að aðhafast ekkert gagnvart útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.

Hjá sumum hafa vaknað spurningar um hvort þær ráðstafanir sem gripið sé til geti valdið meiri skaða en mögulegar afleiðingar þess að aðhafast ekkert gagnvart útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Á myndinni sjást fjölmargar SARS-CoV-2-veirur sem valda sjúkdómnum COVID-19.

Freistandi er að svara hugleiðingum sem þessum með því að auðvitað hljótum við að gera allt sem við getum til að bjarga mannslífum. Í því sambandi má hins vegar rifja upp að við gerum ekki nærri alltaf allt sem við getum í því skyni. Auk þess er núverandi ástand þannig að enginn veit með vissu hve mörgum mannslífum tilteknar aðgerðir bjarga. Ýmis spálíkön hafa verið sett fram þar sem mögulegt ástand eftir tiltekinn tíma ef ekkert er að gert er borið saman við mögulegt ástand miðað við ýmsar aðgerðir. Reynt er að vanda slík líkön eins og mögulegt er en þau byggja óhjákvæmilega á ýmsum óvissuþáttum. Auk þess getur verið erfitt að spá fyrir um hvaða aðrar afleiðingar aðgerðir til hindrunar útbreiðslu veirunnar hafi. Ljóst er að aðgerðir hafa raskað og munu halda áfram að raska efnahagslífinu verulega um heim allan. Slík röskun getur orðið til þess að fjöldi fólks víða um heim þurfi að glíma við fátækt um ókomin ár, sem getur svo ógnað lífi þess af ýmsum ástæðum. Þar skiptir miklu máli hvað stjórnvöld viðkomandi ríkja gera til að milda þessar efnahagslegu afleiðingar, sem bætir mörgum óvissuþáttum inn í útreikninginn.

Þetta þýðir alls ekki að við eigum að sleppa aðgerðum til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvarðanir um þær aðgerðir hafa verið teknar eftir að kostirnir hafa verið skoðaðir, hagsmunir vegnir og metnir, og sú niðurstaða fengin að skaðinn af því að gera ekkert yrði talsvert meiri en mögulegur skaði af þessum aðgerðum. Aðgerðir til að hægja á dreifingu veiru hafa áhrif á ýmsa hagsmuni sem eru í húfi. Það er alls ekki svo að við höfum engu að tapa. Þegar hefur verið minnst á áhrif á efnahagslíf sem geta valdið atvinnumissi og fátækt. Einnig má nefna að útgöngubönn og samkomubönn geta haft neikvæð áhrif á geðheilsu og almenna líðan fólks og fela í sér skerðingu á ferðafrelsi, samkomufrelsi og fleiru sem er talið afar mikilvægt í lífi fólks. Svo má nefna skerðingu á mikilvægri þjónustu, svo sem fyrir fólk með fötlun og fólk með ýmsa sjúkdóma eða eftirstöðvar þeirra. Enn má benda á að hætt er við því að heimilisofbeldi færist í vöxt við langvarandi innilokun á heimilum, sem felur auðvitað í sér hræðilegar afleiðingar fyrir þau sem fyrir því verða. Aðgerðirnar valda því ýmsum skaða og draga úr lífsgæðum fólks og geta jafnvel til lengri tíma valdið sjúkdómum og dauðsföllum. Gripið er til þeirra vegna þess að hinn möguleikinn, að gera ekkert, myndi valda enn meiri hörmungum.

Samanburður á mannslífum gengur gegn þeirri hugsun að allar manneskjur séu jafn mikils virði og eigi rétt til lífs. Því er afar mikið til unnið að komast hjá þessum aðstæðum og tryggja að allir sem á þurfi að halda geti fengið lífsnauðsynlega þjónustu heilbrigðiskerfisins.

Ein líkleg afleiðing þess að gera ekkert til að hægja á útbreiðslu veirunnar væri að svo margir myndu veikjast alvarlega á sama tíma að heilbrigðiskerfið gæti ekki annað álaginu og ekki kæmust allir að sem þyrftu á sjúkrahúsvist að halda og jafnvel búnaði eins og öndunarvélum. Frásagnir hafa heyrst frá öðrum löndum þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur þurft að neita fólki um lífsnauðsynlega þjónustu vegna skorts á plássi og tækjabúnaði á sjúkrahúsum. Þannig hefur þurft að velja hverjir fái þjónustu sem geti bjargað lífi þeirra og hverjir séu látnir deyja. Slíku vali vill enginn þurfa að standa frammi fyrir, sem felur í sér að bera saman mannslíf með mjög áþreifanlegum hætti. Við hvað á að miða ef tveir sjúklingar þurfa báðir jafnmikið að halda á þjónustu sem aðeins einn getur fengið? Stundum er miðað við aldur þannig að yngra fólk sem talið er eiga sér betri lífslíkur fái forgang við slíkar aðstæður. Einnig hefur það sjónarmið komið fram að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að njóta forgangs um þjónustu ef það veikist sjálft, þar sem þjónusta þess sé ómissandi í þessu tilviki og ef það geti ekki treyst á að fá nauðsynlega þjónustu gæti það hætt að vilja útsetja sig fyrir þá smithættu sem fylgir störfum þess. Svo væri enn einn möguleikinn að hafa þjónustuna á formi „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

Allir þessir kostir eru slæmir, enda fela þeir alltaf í sér að þurfa að neita fólki um aðhlynningu og þjónustu sem gæti bjargað lífi þess. Einnig fela þeir í sér samanburð á mannslífum, sem gengur gegn þeirri hugsun að allar manneskjur séu jafn mikils virði og eigi rétt til lífs. Því er afar mikið til unnið að komast hjá þessum aðstæðum og tryggja að allir sem á þurfi að halda geti fengið lífsnauðsynlega þjónustu heilbrigðiskerfisins.

Myndir:...