Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast straumflögótt berg?

Sigurður Steinþórsson

Vísindavefurinn fékk senda myndina sem er hér fyrir neðan og henni fylgdi spurningin: Hvernig myndaðist þetta?

Höfundi sýnist þetta vera straumflögótt storkuberg sem frostveðrun hefur klofið í þynnur.

Straumflögótt berg myndast iðulega úr seigfljótandi bergkviku sem sígur fram meðan hún er að storkna. Seigja kvikunnar er háð hita og hlutfalli kísils, vex með lækkandi hita og með hækkandi kísli. Seigust er kísilsúr bráð (ríólít (ljósgrýti, líparít) SiO2 > 66%) en einnig getur ísúrt berg, íslandít = járnríkt andesít (SiO2 52-66%) verið straumflögótt.

Vatn smýgur auðveldlega inn á milli laga í berginu og sprengir bergið í flögur þegar það frýs. Alþekktar eru líparítflögur úr Drápuhlíðarfjalli sem enn má sjá prýða veggi og arna landsmanna og jafnvel hafa verið notaðar sem gólfflísar.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

8.9.2014

Spyrjandi

Arnar Sigurðsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast straumflögótt berg?“ Vísindavefurinn, 8. september 2014, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67903.

Sigurður Steinþórsson. (2014, 8. september). Hvernig myndast straumflögótt berg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67903

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast straumflögótt berg?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2014. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67903>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast straumflögótt berg?
Vísindavefurinn fékk senda myndina sem er hér fyrir neðan og henni fylgdi spurningin: Hvernig myndaðist þetta?

Höfundi sýnist þetta vera straumflögótt storkuberg sem frostveðrun hefur klofið í þynnur.

Straumflögótt berg myndast iðulega úr seigfljótandi bergkviku sem sígur fram meðan hún er að storkna. Seigja kvikunnar er háð hita og hlutfalli kísils, vex með lækkandi hita og með hækkandi kísli. Seigust er kísilsúr bráð (ríólít (ljósgrýti, líparít) SiO2 > 66%) en einnig getur ísúrt berg, íslandít = járnríkt andesít (SiO2 52-66%) verið straumflögótt.

Vatn smýgur auðveldlega inn á milli laga í berginu og sprengir bergið í flögur þegar það frýs. Alþekktar eru líparítflögur úr Drápuhlíðarfjalli sem enn má sjá prýða veggi og arna landsmanna og jafnvel hafa verið notaðar sem gólfflísar.

...