Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru sögur um að lofsteinaregn hafi myndað gígana á tunglinu úr lausu lofti gripnar?

Sævar Helgi Bragason

Upprunalega spurningin hljóðaði svoan:
Komið hefur í ljós að gígar á tunglinu eru myndaðir í eldgosum, eru þá sögurnar af loftsteinaregni sem myndað hafi gígana úr lausu lofti gripnar?

Yfirborð tunglsins er þakið gígum sem sannarlega urðu til þegar loftsteinar, smástirni og halastjörnur rákust á það í gegnum tíðina. Tunglgrjót sem Apollo-tunglfararnir sneru með til Jarðar frá tunglinu sýna að flestir gígarnir mynduðust í mikilli árekstrahrinu fyrir um 4 milljörðum ára en enn í dag verða nýir gígar til. Yfirgnæfandi meirihluti gíga á tunglinu eru árekstragígar.

Á tunglinu eru einnig augljós ummerki mikilla eldgosa. Frá Jörðu séð sést að nærhlið tunglsins er þakin dökkum flæðibasaltsléttum eða hraunum sem kallast höf. Eldgosin sem mynduðu þessar ævafornu hraunbreiður náðu hámarki fyrir um 3 milljörðum ára en fjöruðu síðan að mestu út fyrir um 1 milljarði ára.

Á myndinni sjást Staðsetningar IMP á tunglinu, en það eru unglegar hraunbreiður sem eru vísbendingar um eldvirkni á tunglinu síðastliðin 100 milljón ár. Skammstafirnar tákna nöfnin á stöðunum: Aristarchus (A), Gruithuisen E-M svæðið (GEM), Hyginus (H), Ina (I), Mare Nubium (MN), Mare Tranquillitatis (MT), Marius Hills (MH), Maskelyne (M), Sosigenes (S). Mynd: NASA/GSFC/Arizona State University

Árið 1971 fannst óvenjuleg landslagsmyndun á ljósmyndum sem teknar voru í leiðangri Apollo 15. Myndunin fékk nafnið Ina og var gerólík öllu öðru sem sést hafði á tunglinu.

Í fyrstu var talið að Ina væri askja á lágri dyngju en talning á gígum í og við myndunina benti til þess að hún væri miklu yngri en aðliggjandi basalthraun í Lacus Felicitatis (Hamingjuvatninu).

Ekkert annað þessu líkt fannst annars staðar á tunglinu, svo flestir gerðu ráð fyrir að um frávik væri að ræða.

Þegar Lunar Reconnaissance Orbiter (LRO) gervitungl NASA fór á braut um tunglið árið 2009 ákváðu vísindamenn að leita betur að merkjum um nýleg eldgos. Myndir geimfarsins eru þær skýrustu sem teknar hafa verið af yfirborði tunglsins, fyrir utan auðvitað myndir Apollo-geimfaranna á yfirborðinu sjálfu.

Leitin skilaði árangri. Á nærhlið tunglsins fundust 70 myndanir sem vísindamenn kalla á ensku 'irregular mare patches' eða IMP.

Allar þessar IMP-myndanir hafa skarpar brúnir og sárafáa gíga stærri en 20 metrar í þvermál. Það bendir til þess að þær hafi orðið til á síðustu 100 milljón árum, jafnvel innan síðustu 50 milljón ára. Flest bendir því til þess að þetta séu ungar hraunbreiður, leifar lítilla basalthraungosa. Engin augljós eldvörp eða eldfjallagígar hafa þó fundist á þessum stöðum enn sem komið er.

Ítarefni:

Mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

9.1.2015

Spyrjandi

Jón Eldon Logason

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Eru sögur um að lofsteinaregn hafi myndað gígana á tunglinu úr lausu lofti gripnar?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2015, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68416.

Sævar Helgi Bragason. (2015, 9. janúar). Eru sögur um að lofsteinaregn hafi myndað gígana á tunglinu úr lausu lofti gripnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68416

Sævar Helgi Bragason. „Eru sögur um að lofsteinaregn hafi myndað gígana á tunglinu úr lausu lofti gripnar?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2015. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68416>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru sögur um að lofsteinaregn hafi myndað gígana á tunglinu úr lausu lofti gripnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svoan:

Komið hefur í ljós að gígar á tunglinu eru myndaðir í eldgosum, eru þá sögurnar af loftsteinaregni sem myndað hafi gígana úr lausu lofti gripnar?

Yfirborð tunglsins er þakið gígum sem sannarlega urðu til þegar loftsteinar, smástirni og halastjörnur rákust á það í gegnum tíðina. Tunglgrjót sem Apollo-tunglfararnir sneru með til Jarðar frá tunglinu sýna að flestir gígarnir mynduðust í mikilli árekstrahrinu fyrir um 4 milljörðum ára en enn í dag verða nýir gígar til. Yfirgnæfandi meirihluti gíga á tunglinu eru árekstragígar.

Á tunglinu eru einnig augljós ummerki mikilla eldgosa. Frá Jörðu séð sést að nærhlið tunglsins er þakin dökkum flæðibasaltsléttum eða hraunum sem kallast höf. Eldgosin sem mynduðu þessar ævafornu hraunbreiður náðu hámarki fyrir um 3 milljörðum ára en fjöruðu síðan að mestu út fyrir um 1 milljarði ára.

Á myndinni sjást Staðsetningar IMP á tunglinu, en það eru unglegar hraunbreiður sem eru vísbendingar um eldvirkni á tunglinu síðastliðin 100 milljón ár. Skammstafirnar tákna nöfnin á stöðunum: Aristarchus (A), Gruithuisen E-M svæðið (GEM), Hyginus (H), Ina (I), Mare Nubium (MN), Mare Tranquillitatis (MT), Marius Hills (MH), Maskelyne (M), Sosigenes (S). Mynd: NASA/GSFC/Arizona State University

Árið 1971 fannst óvenjuleg landslagsmyndun á ljósmyndum sem teknar voru í leiðangri Apollo 15. Myndunin fékk nafnið Ina og var gerólík öllu öðru sem sést hafði á tunglinu.

Í fyrstu var talið að Ina væri askja á lágri dyngju en talning á gígum í og við myndunina benti til þess að hún væri miklu yngri en aðliggjandi basalthraun í Lacus Felicitatis (Hamingjuvatninu).

Ekkert annað þessu líkt fannst annars staðar á tunglinu, svo flestir gerðu ráð fyrir að um frávik væri að ræða.

Þegar Lunar Reconnaissance Orbiter (LRO) gervitungl NASA fór á braut um tunglið árið 2009 ákváðu vísindamenn að leita betur að merkjum um nýleg eldgos. Myndir geimfarsins eru þær skýrustu sem teknar hafa verið af yfirborði tunglsins, fyrir utan auðvitað myndir Apollo-geimfaranna á yfirborðinu sjálfu.

Leitin skilaði árangri. Á nærhlið tunglsins fundust 70 myndanir sem vísindamenn kalla á ensku 'irregular mare patches' eða IMP.

Allar þessar IMP-myndanir hafa skarpar brúnir og sárafáa gíga stærri en 20 metrar í þvermál. Það bendir til þess að þær hafi orðið til á síðustu 100 milljón árum, jafnvel innan síðustu 50 milljón ára. Flest bendir því til þess að þetta séu ungar hraunbreiður, leifar lítilla basalthraungosa. Engin augljós eldvörp eða eldfjallagígar hafa þó fundist á þessum stöðum enn sem komið er.

Ítarefni:

Mynd:...