Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir?

Sævar Helgi Bragason

Einn útbreiddasti misskilningurinn um plasma-sjónvörp varðar líftíma þeirra; að þau endist stutt, skemur en myndlampasjónvörp og LCD-sjónvörp. Sumir halda jafnvel að fylla þurfi á gasið í skjánum eftir ákveðinn tíma og að ekki megi halla þeim. Þetta er einfaldlega alrangt.

Með líftíma er átt við þann tíma sem það tekur sjónvarpsskjáinn að glata helmingi af upprunalegri birtu sinni, það er að segja birtunni sem var á skjánum fyrst þegar kveikt var á honum. Líftímann mætti því einnig kalla helmingunartíma. Öll sjónvarpstæki hafa ákveðinn líftíma og á það jafnt við um myndlampatæki, plasmasjónvörp og LCD-sjónvörp. Fimm ára gamalt myndlampatæki er ekki jafn bjart í dag og þegar fyrst var kveikt á því.



Hægt er að horfa á plasmasjónvarp í allt að 60.000 klukktíma áður en skjárinn hefur glatað helmingi af upprunalegri birtu sinni.

Vönduð plasmasjónvörp hafa jafnlangan líftíma og vönduð LCD-sjónvörp eða 60.000 klukkustundir. Sé miðað við fimm klukkustunda sjónvarpsáhorf á dag þýðir það yfir 25 ár af bjartri og fallegri mynd, hvort sem um er að ræða LCD-sjónvarp eða plasmaskjá. Til samanburðar er hefðbundinn líftími á myndlampatæki 15.000 til 30.000 klukkustundir.

Bæði plasma- og LCD-sjónvörp eru mjög stöðug og áreiðanleg tæki. LCD-sjónvörp hafa venjulega ekki glerhlíf yfir skjánum til að hlífa honum, eins og plasma-sjónvörpin hafa, og því er LCD-skjár oft berskjaldaðri (nema hlífðargler sé á honum). Aftur á móti er skjár plasmasjónvarps meira speglandi en þó mismikið eftir gæðum. LCD hentar því oft betur þar sem umhverfið er mjög bjart eða hætta er á að glampi mikið á skjáinn.

Þegar fjárfest er í nýju sjónvarpi, hvort sem er plasma- eða LCD-tæki, á kaupandinn að geta verið viss um að tækið endist í fjölmörg ár, raunar svo mörg að löngu verður búið að skipta yfir í nýtt sjónvarp þegar bæði plasma- og LCD-sjónvörp ná sínum helmingunartíma.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um sjónvörp, bæði LCD- og plasmasjónvörp og hefðbundin myndlampatæki:

Mynd: Margaret -Love


Ritstjórn þakkar Kristjáni Leóssyni eðlisverkfræðingi yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

8.1.2008

Spyrjandi

Davíð Michelsen

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir?“ Vísindavefurinn, 8. janúar 2008, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6989.

Sævar Helgi Bragason. (2008, 8. janúar). Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6989

Sævar Helgi Bragason. „Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir?“ Vísindavefurinn. 8. jan. 2008. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6989>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir?
Einn útbreiddasti misskilningurinn um plasma-sjónvörp varðar líftíma þeirra; að þau endist stutt, skemur en myndlampasjónvörp og LCD-sjónvörp. Sumir halda jafnvel að fylla þurfi á gasið í skjánum eftir ákveðinn tíma og að ekki megi halla þeim. Þetta er einfaldlega alrangt.

Með líftíma er átt við þann tíma sem það tekur sjónvarpsskjáinn að glata helmingi af upprunalegri birtu sinni, það er að segja birtunni sem var á skjánum fyrst þegar kveikt var á honum. Líftímann mætti því einnig kalla helmingunartíma. Öll sjónvarpstæki hafa ákveðinn líftíma og á það jafnt við um myndlampatæki, plasmasjónvörp og LCD-sjónvörp. Fimm ára gamalt myndlampatæki er ekki jafn bjart í dag og þegar fyrst var kveikt á því.



Hægt er að horfa á plasmasjónvarp í allt að 60.000 klukktíma áður en skjárinn hefur glatað helmingi af upprunalegri birtu sinni.

Vönduð plasmasjónvörp hafa jafnlangan líftíma og vönduð LCD-sjónvörp eða 60.000 klukkustundir. Sé miðað við fimm klukkustunda sjónvarpsáhorf á dag þýðir það yfir 25 ár af bjartri og fallegri mynd, hvort sem um er að ræða LCD-sjónvarp eða plasmaskjá. Til samanburðar er hefðbundinn líftími á myndlampatæki 15.000 til 30.000 klukkustundir.

Bæði plasma- og LCD-sjónvörp eru mjög stöðug og áreiðanleg tæki. LCD-sjónvörp hafa venjulega ekki glerhlíf yfir skjánum til að hlífa honum, eins og plasma-sjónvörpin hafa, og því er LCD-skjár oft berskjaldaðri (nema hlífðargler sé á honum). Aftur á móti er skjár plasmasjónvarps meira speglandi en þó mismikið eftir gæðum. LCD hentar því oft betur þar sem umhverfið er mjög bjart eða hætta er á að glampi mikið á skjáinn.

Þegar fjárfest er í nýju sjónvarpi, hvort sem er plasma- eða LCD-tæki, á kaupandinn að geta verið viss um að tækið endist í fjölmörg ár, raunar svo mörg að löngu verður búið að skipta yfir í nýtt sjónvarp þegar bæði plasma- og LCD-sjónvörp ná sínum helmingunartíma.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um sjónvörp, bæði LCD- og plasmasjónvörp og hefðbundin myndlampatæki:

Mynd: Margaret -Love


Ritstjórn þakkar Kristjáni Leóssyni eðlisverkfræðingi yfirlestur og gagnlegar ábendingar. ...