Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver er saga hirðfífla?

Eyrún Margrét Eiðsdóttir, Jara Mjöll Helgadóttir og Ívar Daði Þorvaldsson

Í Snöru má finna skilgreiningu á hirðfífli:

trúður, maður sem skemmtir hirðfólki með skrípalátum.

Hægt er að rekja sögu hirðfífla allt aftur til Forn-Egypta, eða til fimmtu keisaraættar Egyptalands sem var við völd frá 2494-2345 f.Kr. Á þeim tíma voru Pygmýar frá Afríku vinsælir sem hirðfífl. Þá voru hirðfífl vinsæl meðal Asteka á 14.-16. öld og einnig meðal efnaðra Rómverja. Nokkurs konar ímynd hirðfíflsins var hluti af ýmsum trúarsiðum í Indlandi og einnig Evrópu áður en kristin trú varð áberandi í álfunni.

Mest hefur verið fjallað um hirðfífl miðalda, og þá einkum þau sem voru í hirð konunga og drottninga Englands. Hirðfífl þeirra tíma voru oftar en ekki klædd lítríkum fötum og höfðu furðulegan hatt á höfði. Hatturinn hafði oft asnaeyru, hanakamb eða bjöllur. Eitt helsta hlutverk hirðfífla var að skemmta fólki, bæði konungbornu og almenningi. Notuðust þeir aðallega við söng og frásagnir ýmiss konar en einnig sögðu þeir brandara, héldu boltum á lofti, framkvæmdu ýmsa loftfimleika og sjónhverfingar.

Hirðfífl klæddust iðullega litríkum fötum. Þetta hirðfífl er auk þess með asnaeyru og hanakamb.

Annað hlutverk hirðfífla, ekki síður mikilvægt, var að hæðast að og gagnrýna höfðingja sína. Var þetta stundum gert til skemmtunar en tilgangurinn var þó oft sá að segja sannleikann, sem enginn annar þorði eða mátti segja. Þannig höfðu þeir leyfi til að gagnrýna ákvarðanir og tala hreint út. Ýmsar frásagnir eru þó til um hirðfífl sem voru of hreinskilin af mati konunga og drottninga. Elísabet I. (1533-1603) Englandsdrottning sem ríkti á seinni hluta 16. aldar, hafði sitt uppáhaldshirðfífl. Það var maður að nafni Richard Tarlton. Fyrir utan að vera hirðfífl var Tarlton leikari og vinsæll skemmtikraftur.

Hægt er að skipta hirðfíflum í tvo hópa. Fyrri hópurinn fékk leyfi til að skemmta fólki, gagnrýna og hæða, og mætti því segja að um hæfileikaríka listamenn hafi verið að ræða. Seinni hópurinn fékk ekkert val, og var því fremur hlegið að þeim. Þetta voru menn sem voru álitnir heimskir eða geðveikir. Hirðfífl úr fyrrnefnda hópnum voru vinsælust á Englandi, og eins og með Tarlton, voru margir þeirra leikarar og skemmtikraftar að atvinnu. Hirðfífl hafa komið við sögu í bókmenntum, til dæmis í leikritum Williams Shakespeare (1564-1616). Hirðfífl Shakespeares nota oft fyndni sína og gáfur til að bregða fæti fyrir þá sem eru hærra settir í samfélaginu.

Lér konungur er eitt verka Williams Shakespeare en hér má sjá konunginn ásamt hirðfífli sínu. Málverkið gerði William Dyce.

Hirðfífl heyrðu sögunni til í Englandi um miðja 17. öld en þá komust púrítanar til valda á Englandi undir stjórn Olivers Cromwells (1599-1658). Leikarar og ýmsir skemmtikraftar áttu einnig erfitt uppdráttar á þessum tíma. Þegar Karl II. (1630-1685) komst til valda áratug seinna jókst hróður leikara aftur og má segja að nokkurs konar hirðfífl hafi aftur komið til sögunnar, þó þau hafi ekki formlega verið hirðfífl. Á 18. öld mátti einungis finna hirðfífl í Rússlandi, Þýskalandi og á Spáni en þá var tími þeirra að líða undir lok.

Konungur Tonga, Taufa‘ahau Tupo IV., skipaði hirðfífl árið 1999 og er það eitt af fáum dæmum um nútímahirðfífl. Nú á tímum mætti segja að leikhús, bíó og sjónvarp hafi tekið yfir hlutverk hirðfífla, bæði hvað varðar skemmtun og gagnrýni á ríkjandi öfl. Þó mætti segja að trúðar séu nokkurs konar nútímahirðfífl.

Heimildir:

Myndir:


Grunnurinn í þessu svari er skrifaður af nemendum í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Spurningin frá Ágúst hljóðaði svona:
Trúðar eru skemtilegustu skepnur. Sumir segja að trúðar séu illir og aðrir segja að þeir séu góðir. Vitið þið hver uppruni trúðsins er?

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.6.2015

Spyrjandi

Ágúst Ámundason, Snæfríð Þorsteins

Tilvísun

Eyrún Margrét Eiðsdóttir, Jara Mjöll Helgadóttir og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver er saga hirðfífla?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2015. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70309.

Eyrún Margrét Eiðsdóttir, Jara Mjöll Helgadóttir og Ívar Daði Þorvaldsson. (2015, 26. júní). Hver er saga hirðfífla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70309

Eyrún Margrét Eiðsdóttir, Jara Mjöll Helgadóttir og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver er saga hirðfífla?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2015. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70309>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er saga hirðfífla?
Í Snöru má finna skilgreiningu á hirðfífli:

trúður, maður sem skemmtir hirðfólki með skrípalátum.

Hægt er að rekja sögu hirðfífla allt aftur til Forn-Egypta, eða til fimmtu keisaraættar Egyptalands sem var við völd frá 2494-2345 f.Kr. Á þeim tíma voru Pygmýar frá Afríku vinsælir sem hirðfífl. Þá voru hirðfífl vinsæl meðal Asteka á 14.-16. öld og einnig meðal efnaðra Rómverja. Nokkurs konar ímynd hirðfíflsins var hluti af ýmsum trúarsiðum í Indlandi og einnig Evrópu áður en kristin trú varð áberandi í álfunni.

Mest hefur verið fjallað um hirðfífl miðalda, og þá einkum þau sem voru í hirð konunga og drottninga Englands. Hirðfífl þeirra tíma voru oftar en ekki klædd lítríkum fötum og höfðu furðulegan hatt á höfði. Hatturinn hafði oft asnaeyru, hanakamb eða bjöllur. Eitt helsta hlutverk hirðfífla var að skemmta fólki, bæði konungbornu og almenningi. Notuðust þeir aðallega við söng og frásagnir ýmiss konar en einnig sögðu þeir brandara, héldu boltum á lofti, framkvæmdu ýmsa loftfimleika og sjónhverfingar.

Hirðfífl klæddust iðullega litríkum fötum. Þetta hirðfífl er auk þess með asnaeyru og hanakamb.

Annað hlutverk hirðfífla, ekki síður mikilvægt, var að hæðast að og gagnrýna höfðingja sína. Var þetta stundum gert til skemmtunar en tilgangurinn var þó oft sá að segja sannleikann, sem enginn annar þorði eða mátti segja. Þannig höfðu þeir leyfi til að gagnrýna ákvarðanir og tala hreint út. Ýmsar frásagnir eru þó til um hirðfífl sem voru of hreinskilin af mati konunga og drottninga. Elísabet I. (1533-1603) Englandsdrottning sem ríkti á seinni hluta 16. aldar, hafði sitt uppáhaldshirðfífl. Það var maður að nafni Richard Tarlton. Fyrir utan að vera hirðfífl var Tarlton leikari og vinsæll skemmtikraftur.

Hægt er að skipta hirðfíflum í tvo hópa. Fyrri hópurinn fékk leyfi til að skemmta fólki, gagnrýna og hæða, og mætti því segja að um hæfileikaríka listamenn hafi verið að ræða. Seinni hópurinn fékk ekkert val, og var því fremur hlegið að þeim. Þetta voru menn sem voru álitnir heimskir eða geðveikir. Hirðfífl úr fyrrnefnda hópnum voru vinsælust á Englandi, og eins og með Tarlton, voru margir þeirra leikarar og skemmtikraftar að atvinnu. Hirðfífl hafa komið við sögu í bókmenntum, til dæmis í leikritum Williams Shakespeare (1564-1616). Hirðfífl Shakespeares nota oft fyndni sína og gáfur til að bregða fæti fyrir þá sem eru hærra settir í samfélaginu.

Lér konungur er eitt verka Williams Shakespeare en hér má sjá konunginn ásamt hirðfífli sínu. Málverkið gerði William Dyce.

Hirðfífl heyrðu sögunni til í Englandi um miðja 17. öld en þá komust púrítanar til valda á Englandi undir stjórn Olivers Cromwells (1599-1658). Leikarar og ýmsir skemmtikraftar áttu einnig erfitt uppdráttar á þessum tíma. Þegar Karl II. (1630-1685) komst til valda áratug seinna jókst hróður leikara aftur og má segja að nokkurs konar hirðfífl hafi aftur komið til sögunnar, þó þau hafi ekki formlega verið hirðfífl. Á 18. öld mátti einungis finna hirðfífl í Rússlandi, Þýskalandi og á Spáni en þá var tími þeirra að líða undir lok.

Konungur Tonga, Taufa‘ahau Tupo IV., skipaði hirðfífl árið 1999 og er það eitt af fáum dæmum um nútímahirðfífl. Nú á tímum mætti segja að leikhús, bíó og sjónvarp hafi tekið yfir hlutverk hirðfífla, bæði hvað varðar skemmtun og gagnrýni á ríkjandi öfl. Þó mætti segja að trúðar séu nokkurs konar nútímahirðfífl.

Heimildir:

Myndir:


Grunnurinn í þessu svari er skrifaður af nemendum í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Spurningin frá Ágúst hljóðaði svona:
Trúðar eru skemtilegustu skepnur. Sumir segja að trúðar séu illir og aðrir segja að þeir séu góðir. Vitið þið hver uppruni trúðsins er?

...