Sólin Sólin Rís 06:05 • sest 20:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:45 • Síðdegis: 21:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:36 • Síðdegis: 14:49 í Reykjavík

Er óhollt að borða rétt fyrir svefninn?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Ekki er talið ráðlegt að borða stóra og þunga máltíð rétt fyrir svefninn því það eykur líkur á meltingartuflunum og getur ruglað svefnmynstrið. Best er að borða kvöldmat að minnsta kosti tveimur tímum fyrir svefninn. Aftur á móti getur verið gott að fá sér létt snarl fyrir háttinn sem inniheldur amínósýruna tryptófan, en heilinn notar hana til að mynda taugaboðefnið serótónín sem er róandi. Þessa amínósýru er að finna í mjólk, jarðhnetum og kalkúnakjöti. Mælt er með snarli eins og volgri mjólk, ristaðri brauðsneið með hnetusmjöri eða skál af morgunverðarkorni með mjólk.

Varmi í mat er talinn hafa góð áhrif þar sem hann eykur líkamshitann tímabundið og líkamshitalækkunin sem kemur í kjölfarið flýtir fyrir svefni. Samkvæmt þessu ætti heitt jurtate sem inniheldur ekki örvandi efni eins og koffín og teófyllín einnig að hafa góð áhrif. Þó má ekki gleyma að mikil drykkja fyrir svefninn getur leitt til tíðra klósettferða á nóttunni og þannig truflað svefninn.

Margir hafa áhyggjur af því að ef þeir borða stuttu fyrir svefninn verði allur sá matur að fitu. Sú er þó líklega ekki raunin. Aðalatriðið er hversu mikið er borðað en ekki hvenær sólahringsins máltíðir eru. Kílóunum fjölgar ef jafnvægið milli orkuinntöku og orkuútláta er orkuinntöku í vil, það er að segja að borðaðar eru fleiri hitaeiningar en notaðar eru. Það er einkum þrennt sem þar hefur áhrif; erfðir, fæðuvenjur og lífsstíll.Máltíð rétt fyrir svefninn getur mögulega ruglað svefnmynstrið en er ekki meira fitandi en aðrar máltíðir dagsins.

Líkaminn notar orkuna sem við fáum úr mat og drykk í þrennum tilgangi. Í fyrsta lagi er hún notuð til að reka svokölluð grunnefnaskipti, en þá er átt við þau efnahvörf sem verða í frumum líkamans til að viðhalda lágmarks líkamsstarfsemi, og til að viðhalda líkamshitanum. Í öðru lagi þarf orku til þess að vinna úr fæðunni, en þar er átt við meltingu hennar, upptöku, flutning og geymslu. Í þriðja lagi er svo orkan sem þarf til hvers kyns líkamlegrar áreynslu. Fyrir kyrrsetumann fara 60-75% af orkuútlátum í grunnefnaskiptin, um 10% í fæðutengda starfsemi og 10-25% í líkamlega áreynslu. Fólk sem stundar kröftuga líkamsrækt nýtir hins vegar yfir 90% af orkunni í þá starfsemi.

Orkuþörf einstaklings er háð aldri hans, kyni, leik og starfi. Þegar orkuinntaka er meiri en orkuútlát geymir líkaminn umframorkuna sem kemur úr sykrum (kolvetnum), fitu, prótínum og jafnvel alkóhóli, sem fitu og einstaklingurinn þyngist. Ef þessu er öfugt farið og meiri orka er notuð en innbyrgð, gengur á fituna og viðkomandi léttist. Þetta er reyndar nokkur einföldun því að erfðir og hormónastarfsemi koma einnig mjög við sögu.

Breytingar á þyngd verða ekki á einni nóttu. Yfirleitt eru þetta frekar hægfara breytingar sem gerast á löngum tíma. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á að sá sem er vansvefta eða fær of stuttar svefnlotur, hafi meiri tilhneigingu til að þyngjast en sá sem fær nægan svefn. Lítill svefn veldur lækkun á fituhormóninu leptíni sem framkallar seddutilfinningu, en skortur á því veldur hungurtilfinningu. Einnig hækkar svefnleysi styrk annars hormóns sem kallast grehlin og er tengt hungurtilfinningu. Það er því mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að röskun verði á svefnmynstri, til dæmis með því að forðast það að borða stórar máltíðir rétt fyrir svefninn.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör bæði um svefn og holdarfar, til dæmis:

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

7.2.2008

Spyrjandi

Jakob Heiðar Sæmundsson
Þorvaldur Kristjánsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er óhollt að borða rétt fyrir svefninn?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2008. Sótt 12. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7055.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 7. febrúar). Er óhollt að borða rétt fyrir svefninn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7055

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er óhollt að borða rétt fyrir svefninn?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2008. Vefsíða. 12. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7055>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er óhollt að borða rétt fyrir svefninn?
Ekki er talið ráðlegt að borða stóra og þunga máltíð rétt fyrir svefninn því það eykur líkur á meltingartuflunum og getur ruglað svefnmynstrið. Best er að borða kvöldmat að minnsta kosti tveimur tímum fyrir svefninn. Aftur á móti getur verið gott að fá sér létt snarl fyrir háttinn sem inniheldur amínósýruna tryptófan, en heilinn notar hana til að mynda taugaboðefnið serótónín sem er róandi. Þessa amínósýru er að finna í mjólk, jarðhnetum og kalkúnakjöti. Mælt er með snarli eins og volgri mjólk, ristaðri brauðsneið með hnetusmjöri eða skál af morgunverðarkorni með mjólk.

Varmi í mat er talinn hafa góð áhrif þar sem hann eykur líkamshitann tímabundið og líkamshitalækkunin sem kemur í kjölfarið flýtir fyrir svefni. Samkvæmt þessu ætti heitt jurtate sem inniheldur ekki örvandi efni eins og koffín og teófyllín einnig að hafa góð áhrif. Þó má ekki gleyma að mikil drykkja fyrir svefninn getur leitt til tíðra klósettferða á nóttunni og þannig truflað svefninn.

Margir hafa áhyggjur af því að ef þeir borða stuttu fyrir svefninn verði allur sá matur að fitu. Sú er þó líklega ekki raunin. Aðalatriðið er hversu mikið er borðað en ekki hvenær sólahringsins máltíðir eru. Kílóunum fjölgar ef jafnvægið milli orkuinntöku og orkuútláta er orkuinntöku í vil, það er að segja að borðaðar eru fleiri hitaeiningar en notaðar eru. Það er einkum þrennt sem þar hefur áhrif; erfðir, fæðuvenjur og lífsstíll.Máltíð rétt fyrir svefninn getur mögulega ruglað svefnmynstrið en er ekki meira fitandi en aðrar máltíðir dagsins.

Líkaminn notar orkuna sem við fáum úr mat og drykk í þrennum tilgangi. Í fyrsta lagi er hún notuð til að reka svokölluð grunnefnaskipti, en þá er átt við þau efnahvörf sem verða í frumum líkamans til að viðhalda lágmarks líkamsstarfsemi, og til að viðhalda líkamshitanum. Í öðru lagi þarf orku til þess að vinna úr fæðunni, en þar er átt við meltingu hennar, upptöku, flutning og geymslu. Í þriðja lagi er svo orkan sem þarf til hvers kyns líkamlegrar áreynslu. Fyrir kyrrsetumann fara 60-75% af orkuútlátum í grunnefnaskiptin, um 10% í fæðutengda starfsemi og 10-25% í líkamlega áreynslu. Fólk sem stundar kröftuga líkamsrækt nýtir hins vegar yfir 90% af orkunni í þá starfsemi.

Orkuþörf einstaklings er háð aldri hans, kyni, leik og starfi. Þegar orkuinntaka er meiri en orkuútlát geymir líkaminn umframorkuna sem kemur úr sykrum (kolvetnum), fitu, prótínum og jafnvel alkóhóli, sem fitu og einstaklingurinn þyngist. Ef þessu er öfugt farið og meiri orka er notuð en innbyrgð, gengur á fituna og viðkomandi léttist. Þetta er reyndar nokkur einföldun því að erfðir og hormónastarfsemi koma einnig mjög við sögu.

Breytingar á þyngd verða ekki á einni nóttu. Yfirleitt eru þetta frekar hægfara breytingar sem gerast á löngum tíma. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á að sá sem er vansvefta eða fær of stuttar svefnlotur, hafi meiri tilhneigingu til að þyngjast en sá sem fær nægan svefn. Lítill svefn veldur lækkun á fituhormóninu leptíni sem framkallar seddutilfinningu, en skortur á því veldur hungurtilfinningu. Einnig hækkar svefnleysi styrk annars hormóns sem kallast grehlin og er tengt hungurtilfinningu. Það er því mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að röskun verði á svefnmynstri, til dæmis með því að forðast það að borða stórar máltíðir rétt fyrir svefninn.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör bæði um svefn og holdarfar, til dæmis:

Heimildir:

...