Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað eru margar reikistjörnur til?

ÞV

Jörðin er ein af reikistjörnunum og auk þess sjáum við samtals fimm reikistjörnur með berum augum á himninum: Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þeim er þá raðað eftir fjarlægð þeirra frá sól og er jörðin á milli Venusar og Mars í röðinni. Þannig vitum við samtals um sex reikistjörnur í sólkerfi okkar án þess að við höfum notað nein sérstök tæki til að sjá þær.

Í þokkalega góðum sjónaukum getum við svo séð tvær reikistjörnur í viðbót, Úranus og Neptúnus. Þær eru of langt í burtu frá okkur og sólinni til að við getum yfirleitt séð þær með berum augum. En þannig eru reikistjörnur sólkerfisins samtals átta að tölu og við getum fullyrt að sú tala er endanleg.

Árið 1930 fannst hins vegar himinhnöttur sem var gefið heitið Plútó. Hann er á braut um sól eins og reikistjörnurnar þó að hann sé frekar lítill. Þrátt fyrir það var hann í fyrstu talinn til reikistjarna og margir sem nú eru á lífi hafa því lært í skóla að reikistjörnurnar séu níu. En upp á síðkastið hafa menn fundið fleiri hnetti í sólkerfinu sem eru sambærilegir við Plútó og ættu því að teljast til reikistjarna ef hann er talinn meðal þeirra. Með betri tækni hafa menn sífellt verið að finna fleiri hnetti af þessu tagi þannig að við getum ekki sagt fyrirfram hversu margir þeir gætu orðið.

Þessir litlu hnetti eru mjög langt frá sól en þó í sólkerfinu, og fjöldi þeirra er sem sagt óþekktur. Í stað þess að telja þá alla til reikistjarna hafa menn ákveðið að kalla þá dvergreikistjörnur.

Þessar ákvarðanir sem hér var lýst voru teknar á þingi Alþjóðasamtaka stjarnvísindamanna í Tékklandi árið 2006.

Hitt er svo enn annað mál að menn hafa á síðustu 15-20 árum verið að sjá skýr merki um reikistjörnur við aðrar sólstjörnur en sólina okkar. Fjöldi þessara stjarna sem menn hafa séð fer ört vaxandi og honum eru lítil takmörk sett. Þess vegna mætti líka svara spurningunni þannig að fjöldi reikistjarna í alheiminum sé mjög mikill og verði trúlega aldrei þekktur með neinni verulegri nákvæmni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

22.2.2008

Spyrjandi

Margrét Ásta Valdimarsdóttir

Tilvísun

ÞV. „Hvað eru margar reikistjörnur til? “ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7087.

ÞV. (2008, 22. febrúar). Hvað eru margar reikistjörnur til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7087

ÞV. „Hvað eru margar reikistjörnur til? “ Vísindavefurinn. 22. feb. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7087>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar reikistjörnur til?
Jörðin er ein af reikistjörnunum og auk þess sjáum við samtals fimm reikistjörnur með berum augum á himninum: Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þeim er þá raðað eftir fjarlægð þeirra frá sól og er jörðin á milli Venusar og Mars í röðinni. Þannig vitum við samtals um sex reikistjörnur í sólkerfi okkar án þess að við höfum notað nein sérstök tæki til að sjá þær.

Í þokkalega góðum sjónaukum getum við svo séð tvær reikistjörnur í viðbót, Úranus og Neptúnus. Þær eru of langt í burtu frá okkur og sólinni til að við getum yfirleitt séð þær með berum augum. En þannig eru reikistjörnur sólkerfisins samtals átta að tölu og við getum fullyrt að sú tala er endanleg.

Árið 1930 fannst hins vegar himinhnöttur sem var gefið heitið Plútó. Hann er á braut um sól eins og reikistjörnurnar þó að hann sé frekar lítill. Þrátt fyrir það var hann í fyrstu talinn til reikistjarna og margir sem nú eru á lífi hafa því lært í skóla að reikistjörnurnar séu níu. En upp á síðkastið hafa menn fundið fleiri hnetti í sólkerfinu sem eru sambærilegir við Plútó og ættu því að teljast til reikistjarna ef hann er talinn meðal þeirra. Með betri tækni hafa menn sífellt verið að finna fleiri hnetti af þessu tagi þannig að við getum ekki sagt fyrirfram hversu margir þeir gætu orðið.

Þessir litlu hnetti eru mjög langt frá sól en þó í sólkerfinu, og fjöldi þeirra er sem sagt óþekktur. Í stað þess að telja þá alla til reikistjarna hafa menn ákveðið að kalla þá dvergreikistjörnur.

Þessar ákvarðanir sem hér var lýst voru teknar á þingi Alþjóðasamtaka stjarnvísindamanna í Tékklandi árið 2006.

Hitt er svo enn annað mál að menn hafa á síðustu 15-20 árum verið að sjá skýr merki um reikistjörnur við aðrar sólstjörnur en sólina okkar. Fjöldi þessara stjarna sem menn hafa séð fer ört vaxandi og honum eru lítil takmörk sett. Þess vegna mætti líka svara spurningunni þannig að fjöldi reikistjarna í alheiminum sé mjög mikill og verði trúlega aldrei þekktur með neinni verulegri nákvæmni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....