Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvar hafa vísindamenn fundið risaeðlubein?

Jón Már Halldórsson

Steingerðar leifar beina risaeðla hafa fundist á öllum meginlöndum jarðar; Suðurskautslandinu, Ástralíu, Asíu, Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Einnig á stórum eyjum eins og Madagaskar, Japan og á Grænlandi.

Rauðu punktarnir sýna fundarstaði steingerðra leifa risaeðla.

Risaeðlurnar komu fyrst fram fyrir um 230 miljónum ára, á svokölluðu trías tímabili jarðsögunnar. Á þeim tíma voru öll meginlönd heims samtengd í eitt stórt meginland, Pangea, sem náði heimskauta á milli. Risaeðlur hafa væntanlega náð að breiða úr sér og dreifast víða um þetta forna meginland. Þegar Pangea fór að gliðna í sundur, eins og lýst er í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Af hverju brotnaði Pangea upp? hafa risaeðlur sem var að finna á hverju svæði fyrir sig fylgt með.

Þetta er ástæðan fyrir því að í dag er því hægt að finna ævafornar leifar risaeðla í jarðlögum allra meginlanda. Ísland hins vegar er ung eyja eða um 20 milljón ára gömul. Því má vart vænta þess að finna risaeðlubein í jarðlögum hér á landi þar sem þær dóu út fyrir um 65 milljón árum.

Kort:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.2.2016

Spyrjandi

Högna Sólveig Styrmisdóttir, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar hafa vísindamenn fundið risaeðlubein?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2016. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71183.

Jón Már Halldórsson. (2016, 18. febrúar). Hvar hafa vísindamenn fundið risaeðlubein? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71183

Jón Már Halldórsson. „Hvar hafa vísindamenn fundið risaeðlubein?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2016. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71183>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar hafa vísindamenn fundið risaeðlubein?
Steingerðar leifar beina risaeðla hafa fundist á öllum meginlöndum jarðar; Suðurskautslandinu, Ástralíu, Asíu, Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Einnig á stórum eyjum eins og Madagaskar, Japan og á Grænlandi.

Rauðu punktarnir sýna fundarstaði steingerðra leifa risaeðla.

Risaeðlurnar komu fyrst fram fyrir um 230 miljónum ára, á svokölluðu trías tímabili jarðsögunnar. Á þeim tíma voru öll meginlönd heims samtengd í eitt stórt meginland, Pangea, sem náði heimskauta á milli. Risaeðlur hafa væntanlega náð að breiða úr sér og dreifast víða um þetta forna meginland. Þegar Pangea fór að gliðna í sundur, eins og lýst er í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Af hverju brotnaði Pangea upp? hafa risaeðlur sem var að finna á hverju svæði fyrir sig fylgt með.

Þetta er ástæðan fyrir því að í dag er því hægt að finna ævafornar leifar risaeðla í jarðlögum allra meginlanda. Ísland hins vegar er ung eyja eða um 20 milljón ára gömul. Því má vart vænta þess að finna risaeðlubein í jarðlögum hér á landi þar sem þær dóu út fyrir um 65 milljón árum.

Kort:

...