Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?

Helgi Björnsson

Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellur á landið ef loftið er nógu kalt. Norðan við hálendið er mestur rakinn fallinn úr loftinu. Þar er því lítil úrkoma og engir miklir jöklar hafa náð að myndast. Á Vestfjörðum er bæði rakt og kalt og þar er einn stór jökull.

Íslensku jöklarnir eru að meðaltali um 350 m þykkir. Ef öllum ísnum í þeim væri dreift jafnt yfir allt landið yrði íslagið um 35 m þykkt. Í jöklunum er jafnmikið vatn og í allri úrkomu sem fellur á Ísland á 25 árum.

JökullStærði í km2
Vatnajökull8.000
Langjökull900
Hofsjökull850
Mýrdalsjökull570
Drangajökull140
Eyjafjallajökull70
Þrándarjökull35
Tungnafellsjökull30
Eiríksjökull20
Þórisjökull20
Tindfjallajökull15
Snæfellsjökull10
Torfajökull9
Hrútfell5
Hofsjökull í Lóni4
Gljúfurárjökull1


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Það er birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda. Myndina gerði Þórarinn Már Baldursson og hún er fengin úr sömu bók.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

24.2.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2016, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71452.

Helgi Björnsson. (2016, 24. febrúar). Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71452

Helgi Björnsson. „Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2016. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71452>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?
Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellur á landið ef loftið er nógu kalt. Norðan við hálendið er mestur rakinn fallinn úr loftinu. Þar er því lítil úrkoma og engir miklir jöklar hafa náð að myndast. Á Vestfjörðum er bæði rakt og kalt og þar er einn stór jökull.

Íslensku jöklarnir eru að meðaltali um 350 m þykkir. Ef öllum ísnum í þeim væri dreift jafnt yfir allt landið yrði íslagið um 35 m þykkt. Í jöklunum er jafnmikið vatn og í allri úrkomu sem fellur á Ísland á 25 árum.

JökullStærði í km2
Vatnajökull8.000
Langjökull900
Hofsjökull850
Mýrdalsjökull570
Drangajökull140
Eyjafjallajökull70
Þrándarjökull35
Tungnafellsjökull30
Eiríksjökull20
Þórisjökull20
Tindfjallajökull15
Snæfellsjökull10
Torfajökull9
Hrútfell5
Hofsjökull í Lóni4
Gljúfurárjökull1


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Það er birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda. Myndina gerði Þórarinn Már Baldursson og hún er fengin úr sömu bók. ...