Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?

Jón Már Halldórsson

Það er langt síðan þessir tveir flokkar hryggdýra: froskdýr (Amphipia) og skriðdýr (Reptilia) aðskildust í þróunarsögunni. Fyrstu froskdýrin komu fram seint á Devon-tímabilinu í jarðsögunni, fyrir um 360 milljón árum (sjá mynd af jarðsögutöflu með því að smella hér), og voru ríkjandi á kolatímabilinu. Fyrir um 310 milljón árum kom fram fyrsti vísir að skriðdýrum sem síðan áttu sinn blómatíma á miðlífsöld. Eiginlega má segja að skriðdýrin séu nokkurs konar millistig milli froskdýra annars vegar og spendýra og fugla hins vegar.

Það er mjög langt síðan froskdýr og skriðdýr þróuðust í sitt hvora áttina og því ekki mjög margt sem þessir flokkar hryggdýra eiga sameiginlegt.

Þótt langt sé um liðið síðan froskdýr og skriðdýr tóku að þróast sitt í hvora áttina þá eiga þau ennþá eitthvað sameiginlegt þó fleira skilji þau að. Þar má fyrst nefna að bæði froskdýr og skriðdýr hafa misheitt blóð ólíkt hinum tveimur meginflokkum hryggdýra á þurrlendi jarðar: fuglum (Aves) og spendýrum (Mammalia) sem hafa jafnheitt blóð. Misheitt blóð þýðir að þessi dýr þurfa að nýta hita úr umhverfinu til að verma líkamann á meðan dýr með jafnheitt blóð stýra líkamshitanum sjálf með efnaskiptum.

Dreifing froskdýra og skriðdýra um jörðina er svipuð og það getur tengst því að þau þurfa að reiða sig á utanaðkomandi varma til að viðhalda líkamshitanum og finnast því ekki á köldustu svæðum jarðar svo sem á Suðurskautslandinu og á norðurhjaranum.

Bæði froskdýr og skriðdýr verpa eggjum. Þó er munur þar á þar sem egg froskdýra hafa mjúka himnu og þurfa að vera í vatni til að þorna ekki. Egg skriðdýra hafa hins vegar skurn og eru þannig líkari fuglseggjum. Frjóvgun hjá froskdýrum fer fram útvortis eins og hjá fiskum en innvortis hjá skriðdýrum líkt og á við um fugla og spendýr.

Egg sumra froskdýra eru glær og því hægt að sjá hvernig halakörturnar þroskast.

Lífsferill froskdýra og skriðdýra er ólíkur þar sem froskdýrin hafa tvö stig, sem lirfur (halakörtur) í vatni og fullorðinsstig á þurrlendi á meðan skriðdýrin hafa ekki lirfustig heldur koma fullmynduð úr eggi og það á þurrlendi. Eins og vænta má með líf í vatni þá anda froskdýr með tálknum til að byrja með en þróa flest með sér lungu á fullorðinsstigi. Skriðdýr anda með lungum.

Froskdýr og skriðdýr hafa þróað gjörólíkar leiðir til þess að verja sig. Vissulega eru til eitraðir hópar skriðdýra svo sem snákar og gílaeðlan en flestir aðrir hópar skriðdýra reiða sig á tennur og klær þurfi þeir að verja sig. Meðal froskdýra er hins vegar miklu útbreiddara að seyta eitri úr húð sé þeim ógnað en klær og öflugar tennur eru nær óþekktar.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.3.2016

Spyrjandi

Benedikt Nökvvi Sigfússon

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2016, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71489.

Jón Már Halldórsson. (2016, 1. mars). Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71489

Jón Már Halldórsson. „Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2016. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71489>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?
Það er langt síðan þessir tveir flokkar hryggdýra: froskdýr (Amphipia) og skriðdýr (Reptilia) aðskildust í þróunarsögunni. Fyrstu froskdýrin komu fram seint á Devon-tímabilinu í jarðsögunni, fyrir um 360 milljón árum (sjá mynd af jarðsögutöflu með því að smella hér), og voru ríkjandi á kolatímabilinu. Fyrir um 310 milljón árum kom fram fyrsti vísir að skriðdýrum sem síðan áttu sinn blómatíma á miðlífsöld. Eiginlega má segja að skriðdýrin séu nokkurs konar millistig milli froskdýra annars vegar og spendýra og fugla hins vegar.

Það er mjög langt síðan froskdýr og skriðdýr þróuðust í sitt hvora áttina og því ekki mjög margt sem þessir flokkar hryggdýra eiga sameiginlegt.

Þótt langt sé um liðið síðan froskdýr og skriðdýr tóku að þróast sitt í hvora áttina þá eiga þau ennþá eitthvað sameiginlegt þó fleira skilji þau að. Þar má fyrst nefna að bæði froskdýr og skriðdýr hafa misheitt blóð ólíkt hinum tveimur meginflokkum hryggdýra á þurrlendi jarðar: fuglum (Aves) og spendýrum (Mammalia) sem hafa jafnheitt blóð. Misheitt blóð þýðir að þessi dýr þurfa að nýta hita úr umhverfinu til að verma líkamann á meðan dýr með jafnheitt blóð stýra líkamshitanum sjálf með efnaskiptum.

Dreifing froskdýra og skriðdýra um jörðina er svipuð og það getur tengst því að þau þurfa að reiða sig á utanaðkomandi varma til að viðhalda líkamshitanum og finnast því ekki á köldustu svæðum jarðar svo sem á Suðurskautslandinu og á norðurhjaranum.

Bæði froskdýr og skriðdýr verpa eggjum. Þó er munur þar á þar sem egg froskdýra hafa mjúka himnu og þurfa að vera í vatni til að þorna ekki. Egg skriðdýra hafa hins vegar skurn og eru þannig líkari fuglseggjum. Frjóvgun hjá froskdýrum fer fram útvortis eins og hjá fiskum en innvortis hjá skriðdýrum líkt og á við um fugla og spendýr.

Egg sumra froskdýra eru glær og því hægt að sjá hvernig halakörturnar þroskast.

Lífsferill froskdýra og skriðdýra er ólíkur þar sem froskdýrin hafa tvö stig, sem lirfur (halakörtur) í vatni og fullorðinsstig á þurrlendi á meðan skriðdýrin hafa ekki lirfustig heldur koma fullmynduð úr eggi og það á þurrlendi. Eins og vænta má með líf í vatni þá anda froskdýr með tálknum til að byrja með en þróa flest með sér lungu á fullorðinsstigi. Skriðdýr anda með lungum.

Froskdýr og skriðdýr hafa þróað gjörólíkar leiðir til þess að verja sig. Vissulega eru til eitraðir hópar skriðdýra svo sem snákar og gílaeðlan en flestir aðrir hópar skriðdýra reiða sig á tennur og klær þurfi þeir að verja sig. Meðal froskdýra er hins vegar miklu útbreiddara að seyta eitri úr húð sé þeim ógnað en klær og öflugar tennur eru nær óþekktar.

Mynd:

...