Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Edda Sif Pind Aradóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Edda Sif Pind Aradóttir er teymisstjóri framtíðarsýnar og nýsköpunar á Þróunarsviði Orkuveitu Reykjavíkur og verkefnisstjóri CarbFix-loftslagsverkefnisins. Rannsóknir hennar miða einkum að þróun iðnaðarlausna sem lækka varanlega styrk CO2 og H2S í andrúmslofti og sjálfbærri nýtingu jarðhita.

Ein leið til að lækka varanlega styrk CO2 og H2S í andrúmslofti er myndun stöðugra steinda í basalti. CarbFix-verkefnið er alþjóðlegt rannsóknar- og þróunarverkefni sem hófst árið 2007 og miðar að því að kanna fýsileika slíkrar steindabindingar. Á upphafsárum verkefnisins beitti Edda samtengdum efna- og forðalíkönum til að spá fyrir um hraða bindingar í kjölfar niðurdælingar í basaltberglög. Árið 2011 tók Edda við yfirstjórn verkefnisins og hefur stýrt því síðan. Spáreikningar Eddu um hraða og varanlega bindingu CO2 og H2S í bergi hafa verið staðfestir með tilrauna- og iðnaðarskalaniðurdælingu við Hellisheiðarvirkjun. Þar eru um þriðjungur CO2 og tveir þriðju hlutar H2S nú fangaðir úr útblæstri virkjunarinnar og dælt í nærliggjandi berglög þar sem gösin steinrenna innan tveggja ára. Þetta er margfalt hraðari binding en áður hefur talist raunhæf. Í skýrslum Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna hefur til að mynda verið talið að binding í bergi verði að lágmarki á hundruðum til þúsundum ára.

Rannsóknir Eddu Sifjar miða einkum að þróun iðnaðarlausna sem lækka varanlega styrk CO2 og H2S í andrúmslofti og sjálfbærri nýtingu jarðhita.

Mikilvægi verkefnisins á alþjóðavísu er mikið enda loftslagsbreytingar vegna hækkandi styrks CO2 í andrúmslofti meðal alvarlegustu ógna sem mannkynið stendur nú frammi fyrir. Edda hefur unnið ötullega að miðlun upplýsinga um CarbFix-aðferðina sem eina af lausnunum í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fjallað hefur verið um CarbFix í mörgum útbreiddustu fjölmiðlum heims, á alþjóðlegum vísindaviðburðum og á stefnumótandi viðburðum eins og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Edda er fædd 1981. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2001 og BS-prófi í efnaverkfræði frá Háskóla Íslands 2004. Edda stundaði fræðilegar rannsóknir á málmum hentugum til vetnisgeymslu í MS-námi sínu við HÍ, sem hún lauk árið 2006. Sama ár hóf hún doktorsnám við sama skóla í samstarfi við Lawrence Berkeley-rannsóknarstofnunina í Kaliforníu. Hún lauk doktorsnámi árið 2011. Á rannsóknarferli sínum hefur Edda hlotið fjölda styrkja og stýrt stórum samstarfsverkefnum sem meðal annars eru styrkt af rammaáætlun ESB um orkumál. Hún er meðhöfundur ríflega 20 alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina sem birst hafa meðal annars í tímaritunum Science og Nature Communications.

Mynd:
  • Úr safni ESPA.

Útgáfudagur

4.1.2018

Síðast uppfært

27.2.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Edda Sif Pind Aradóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2018, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74987.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 4. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Edda Sif Pind Aradóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74987

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Edda Sif Pind Aradóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2018. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74987>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Edda Sif Pind Aradóttir rannsakað?
Edda Sif Pind Aradóttir er teymisstjóri framtíðarsýnar og nýsköpunar á Þróunarsviði Orkuveitu Reykjavíkur og verkefnisstjóri CarbFix-loftslagsverkefnisins. Rannsóknir hennar miða einkum að þróun iðnaðarlausna sem lækka varanlega styrk CO2 og H2S í andrúmslofti og sjálfbærri nýtingu jarðhita.

Ein leið til að lækka varanlega styrk CO2 og H2S í andrúmslofti er myndun stöðugra steinda í basalti. CarbFix-verkefnið er alþjóðlegt rannsóknar- og þróunarverkefni sem hófst árið 2007 og miðar að því að kanna fýsileika slíkrar steindabindingar. Á upphafsárum verkefnisins beitti Edda samtengdum efna- og forðalíkönum til að spá fyrir um hraða bindingar í kjölfar niðurdælingar í basaltberglög. Árið 2011 tók Edda við yfirstjórn verkefnisins og hefur stýrt því síðan. Spáreikningar Eddu um hraða og varanlega bindingu CO2 og H2S í bergi hafa verið staðfestir með tilrauna- og iðnaðarskalaniðurdælingu við Hellisheiðarvirkjun. Þar eru um þriðjungur CO2 og tveir þriðju hlutar H2S nú fangaðir úr útblæstri virkjunarinnar og dælt í nærliggjandi berglög þar sem gösin steinrenna innan tveggja ára. Þetta er margfalt hraðari binding en áður hefur talist raunhæf. Í skýrslum Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna hefur til að mynda verið talið að binding í bergi verði að lágmarki á hundruðum til þúsundum ára.

Rannsóknir Eddu Sifjar miða einkum að þróun iðnaðarlausna sem lækka varanlega styrk CO2 og H2S í andrúmslofti og sjálfbærri nýtingu jarðhita.

Mikilvægi verkefnisins á alþjóðavísu er mikið enda loftslagsbreytingar vegna hækkandi styrks CO2 í andrúmslofti meðal alvarlegustu ógna sem mannkynið stendur nú frammi fyrir. Edda hefur unnið ötullega að miðlun upplýsinga um CarbFix-aðferðina sem eina af lausnunum í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fjallað hefur verið um CarbFix í mörgum útbreiddustu fjölmiðlum heims, á alþjóðlegum vísindaviðburðum og á stefnumótandi viðburðum eins og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Edda er fædd 1981. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2001 og BS-prófi í efnaverkfræði frá Háskóla Íslands 2004. Edda stundaði fræðilegar rannsóknir á málmum hentugum til vetnisgeymslu í MS-námi sínu við HÍ, sem hún lauk árið 2006. Sama ár hóf hún doktorsnám við sama skóla í samstarfi við Lawrence Berkeley-rannsóknarstofnunina í Kaliforníu. Hún lauk doktorsnámi árið 2011. Á rannsóknarferli sínum hefur Edda hlotið fjölda styrkja og stýrt stórum samstarfsverkefnum sem meðal annars eru styrkt af rammaáætlun ESB um orkumál. Hún er meðhöfundur ríflega 20 alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina sem birst hafa meðal annars í tímaritunum Science og Nature Communications.

Mynd:
  • Úr safni ESPA.

...