Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Gunnar Bernburg rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hans að fjöldamótmælum í samtímanum. Jón Gunnar hefur reyndar komið víða við í rannsóknum og spanna verk hans fjölmörg svið félagsfræðinnar. Doktorsverkefni hans skoðaði áhrif afbrotastimplunar á lífshlaupið, en rannsóknin var ein sú fyrsta sem veitti verulegan stuðning við hina svokölluðu stimplunarkenningu um þróun afbrotaferilsins. Langtímagögn um bandaríska unglinga voru notuð til þess að skoða hvernig stimplun á unglingsárum, til dæmis handtaka, tengdist skertum námsferli, atvinnuleysi og afbrotahegðun á tvítugsaldri.

Nýlegar rannsóknir Jóns Gunnars snúa að fjöldamótmælum í samtímanum.

Jón Gunnar hefur gert fjölmargar rannsóknir á vandamálum ungmenna á Íslandi og má þar einkum nefna rannsóknir á því hvernig hverfasamfélagið mótar vandamál í lífi unglinga burtséð frá þeirra eigin heimilisaðstæðum. Á nýliðnum árum hafa rannsóknir hans beinst að fjöldamótmælum á Íslandi, en þar hefur Jón Gunnar beitt margvíðri gagnaöflun til þess að skoða samspil þjóðfélagsaðstæðna og hvata sem liggja að baki mótmælaþátttöku almennings.

Jón Gunnar er fæddur árið 1973, hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1993 og BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Að loknu BA-prófi starfaði hann um tveggja ára skeið að rannsóknum á lífsháttum unglinga á Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála. Jón Gunnar hóf framhaldsnám við félagsfræðideild State University of New York í Bandaríkjunum haustið 1998 og varði doktorsritgerð sína í ágúst 2002.

Jón Gunnar hefur gert fjölmargar rannsóknir á vandamálum ungmenna á Íslandi og má þar einkum nefna rannsóknir á því hvernig hverfasamfélagið mótar vandamál í lífi unglinga burtséð frá þeirra eigin heimilisaðstæðum.

Jón Gunnar hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2013. Rannsóknir hans hafa birst á alþjóðlegum vettvangi í formi bókakafla og greina í áhrifamiklum vísindatímaritum, auk þess sem alþjóðlegi bókaútgefandinn Routledge birti nýlega bók eftir hann sem ber titilinn Economic Crisis and Mass Protest: The Pots and Pans Revolution in Iceland. Jón Gunnar gegnir nú stöðu prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Mynd:

Útgáfudagur

27.1.2018

Síðast uppfært

2.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Gunnar Bernburg rannsakað?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2018, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75022.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 27. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Gunnar Bernburg rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75022

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Gunnar Bernburg rannsakað?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2018. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75022>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Gunnar Bernburg rannsakað?
Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hans að fjöldamótmælum í samtímanum. Jón Gunnar hefur reyndar komið víða við í rannsóknum og spanna verk hans fjölmörg svið félagsfræðinnar. Doktorsverkefni hans skoðaði áhrif afbrotastimplunar á lífshlaupið, en rannsóknin var ein sú fyrsta sem veitti verulegan stuðning við hina svokölluðu stimplunarkenningu um þróun afbrotaferilsins. Langtímagögn um bandaríska unglinga voru notuð til þess að skoða hvernig stimplun á unglingsárum, til dæmis handtaka, tengdist skertum námsferli, atvinnuleysi og afbrotahegðun á tvítugsaldri.

Nýlegar rannsóknir Jóns Gunnars snúa að fjöldamótmælum í samtímanum.

Jón Gunnar hefur gert fjölmargar rannsóknir á vandamálum ungmenna á Íslandi og má þar einkum nefna rannsóknir á því hvernig hverfasamfélagið mótar vandamál í lífi unglinga burtséð frá þeirra eigin heimilisaðstæðum. Á nýliðnum árum hafa rannsóknir hans beinst að fjöldamótmælum á Íslandi, en þar hefur Jón Gunnar beitt margvíðri gagnaöflun til þess að skoða samspil þjóðfélagsaðstæðna og hvata sem liggja að baki mótmælaþátttöku almennings.

Jón Gunnar er fæddur árið 1973, hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1993 og BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Að loknu BA-prófi starfaði hann um tveggja ára skeið að rannsóknum á lífsháttum unglinga á Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála. Jón Gunnar hóf framhaldsnám við félagsfræðideild State University of New York í Bandaríkjunum haustið 1998 og varði doktorsritgerð sína í ágúst 2002.

Jón Gunnar hefur gert fjölmargar rannsóknir á vandamálum ungmenna á Íslandi og má þar einkum nefna rannsóknir á því hvernig hverfasamfélagið mótar vandamál í lífi unglinga burtséð frá þeirra eigin heimilisaðstæðum.

Jón Gunnar hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2013. Rannsóknir hans hafa birst á alþjóðlegum vettvangi í formi bókakafla og greina í áhrifamiklum vísindatímaritum, auk þess sem alþjóðlegi bókaútgefandinn Routledge birti nýlega bók eftir hann sem ber titilinn Economic Crisis and Mass Protest: The Pots and Pans Revolution in Iceland. Jón Gunnar gegnir nú stöðu prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Mynd:

...