Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Heiða María Sigurðardóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Við þurfum augu til þess að sjá. Þetta virðist augljóst(!) en er þó í raun aðeins fyrsta skrefið í ótrúlega flóknu ferli. Á augum okkar dynja ótalmörg áreiti á hverju sekúndubroti. Ítarleg úrvinnsla á þeim öllum er ómöguleg enda tímafrek, orkufrek og krefst gífurlegrar reiknigetu. Við verðum því að velja og hafna upplýsingum til nánari úrvinnslu. Þetta ferli kallast sjónræn athygli. Ekki er þó nóg að veita einhverju athygli – við þurfum líka að bera kennsl á hlutinn til þess að geta brugðist rétt við honum. Sæt lítil kisa og tignarlegt en hættulegt ljón eru hvort tveggja athyglisverðar skepnur, en maður vill helst ekki hlaupa burt frá kettinum og klappa ljóninu!

Helsta rannsóknarefni Heiðu Maríu er einmitt þetta – hvernig við förum að því að skilja hvar mikilvægir hlutir eru í kringum okkur, hverjir þeir eru og hvernig best er að bregðast við þeim. Allt þetta fellur undir æðri sjónskynjun (e. high level vision) en til hennar má meðal annars telja sjónræna athygli og hlutaskynjun og áhrif einstaklingsreynslu og náms á slík ferli, enda er heilinn sveigjanlegur. Heiða María kallar þessi ferli stundum “Photoshoppið í heilanum” til að leggja áherslu á að heilinn hefur yfir að búa gífurlega öflugum myndvinnslubúnaði sem nauðsynlegur er til þess að hægt sé að túlka skynboðin sem berast frá augunum til heilans.

Helsta rannsóknarefni Heiðu Maríu er hvernig við förum að því að skilja hvar mikilvægir hlutir eru í kringum okkur, hverjir þeir eru og hvernig best er að bregðast við þeim.

Dæmi eru um að sértæk röskun verði á æðri sjónskynjun. Þar má nefna fólk með andlitsblindu eða andlitsókenni (e. prosopagnosia) sem sér andlit vel en á í mestu vandræðum með að þekkja fólk í sjón. Þeir sem þjást af hreinu lesstoli (e. pure alexia) eftir heilaskaða sjá orð sömuleiðis vel en eiga í miklum vandræðum með að bera kennsl á þau. Nýverið hefur Heiða einmitt verið að rannsaka hvort lestrarörðugleikar fólks með lesblindu (e. dyslexia) geti einnig verið afleiðing almennari röskunar á sjónrænum hlutakennslum.

Heiða María Sigurðardóttir er fædd 1982. Hún útskrifaðist með B.A.-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Eftir útskrift starfaði hún hjá Vísindavef Háskóla Íslands og því má finna svör á Vísindavefnum eftir Heiðu um allt milli himins og jarðar (sjá https://www.visindavefur.is/hofundur/939/heida-maria-sigurdardottir/). Heiða María hlaut alþjóðlegan samkeppnisstyrk (International Fulbright Science and Technology Award) til að hefja nám í taugavísindum (e. neuroscience) í Bandaríkjunum, og varði doktorsritgerð sína við Taugavísindadeild Brown University árið 2013. Hún er nú lektor við Sálfræðideild Háskóla Íslands og einn þriggja stjórnenda Rannsóknamiðstöðvar um sjónskynjun (Icelandic Vision Lab).

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

15.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Heiða María Sigurðardóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2018, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75289.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 15. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Heiða María Sigurðardóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75289

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Heiða María Sigurðardóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2018. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75289>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Heiða María Sigurðardóttir rannsakað?
Við þurfum augu til þess að sjá. Þetta virðist augljóst(!) en er þó í raun aðeins fyrsta skrefið í ótrúlega flóknu ferli. Á augum okkar dynja ótalmörg áreiti á hverju sekúndubroti. Ítarleg úrvinnsla á þeim öllum er ómöguleg enda tímafrek, orkufrek og krefst gífurlegrar reiknigetu. Við verðum því að velja og hafna upplýsingum til nánari úrvinnslu. Þetta ferli kallast sjónræn athygli. Ekki er þó nóg að veita einhverju athygli – við þurfum líka að bera kennsl á hlutinn til þess að geta brugðist rétt við honum. Sæt lítil kisa og tignarlegt en hættulegt ljón eru hvort tveggja athyglisverðar skepnur, en maður vill helst ekki hlaupa burt frá kettinum og klappa ljóninu!

Helsta rannsóknarefni Heiðu Maríu er einmitt þetta – hvernig við förum að því að skilja hvar mikilvægir hlutir eru í kringum okkur, hverjir þeir eru og hvernig best er að bregðast við þeim. Allt þetta fellur undir æðri sjónskynjun (e. high level vision) en til hennar má meðal annars telja sjónræna athygli og hlutaskynjun og áhrif einstaklingsreynslu og náms á slík ferli, enda er heilinn sveigjanlegur. Heiða María kallar þessi ferli stundum “Photoshoppið í heilanum” til að leggja áherslu á að heilinn hefur yfir að búa gífurlega öflugum myndvinnslubúnaði sem nauðsynlegur er til þess að hægt sé að túlka skynboðin sem berast frá augunum til heilans.

Helsta rannsóknarefni Heiðu Maríu er hvernig við förum að því að skilja hvar mikilvægir hlutir eru í kringum okkur, hverjir þeir eru og hvernig best er að bregðast við þeim.

Dæmi eru um að sértæk röskun verði á æðri sjónskynjun. Þar má nefna fólk með andlitsblindu eða andlitsókenni (e. prosopagnosia) sem sér andlit vel en á í mestu vandræðum með að þekkja fólk í sjón. Þeir sem þjást af hreinu lesstoli (e. pure alexia) eftir heilaskaða sjá orð sömuleiðis vel en eiga í miklum vandræðum með að bera kennsl á þau. Nýverið hefur Heiða einmitt verið að rannsaka hvort lestrarörðugleikar fólks með lesblindu (e. dyslexia) geti einnig verið afleiðing almennari röskunar á sjónrænum hlutakennslum.

Heiða María Sigurðardóttir er fædd 1982. Hún útskrifaðist með B.A.-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Eftir útskrift starfaði hún hjá Vísindavef Háskóla Íslands og því má finna svör á Vísindavefnum eftir Heiðu um allt milli himins og jarðar (sjá https://www.visindavefur.is/hofundur/939/heida-maria-sigurdardottir/). Heiða María hlaut alþjóðlegan samkeppnisstyrk (International Fulbright Science and Technology Award) til að hefja nám í taugavísindum (e. neuroscience) í Bandaríkjunum, og varði doktorsritgerð sína við Taugavísindadeild Brown University árið 2013. Hún er nú lektor við Sálfræðideild Háskóla Íslands og einn þriggja stjórnenda Rannsóknamiðstöðvar um sjónskynjun (Icelandic Vision Lab).

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...