Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 550 svör fundust

Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Gunnar Ásgeirsson rannsakað?

Hvers vegna er svona erfitt að finna reiðhjól á evrópskri járnbrautarstöð? Hvaða áhrif hefur það á minni okkar ef við erum hrædd, uppveðruð eða reið? Getum við veitt fleiri en einu áreiti eftirtekt samtímis? Hvað er að gerast í heilanum þegar athygli okkar er dregin frá vinnunni og að blikkandi ljósi eða sírenuvæl...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Heiða María Sigurðardóttir rannsakað?

Við þurfum augu til þess að sjá. Þetta virðist augljóst(!) en er þó í raun aðeins fyrsta skrefið í ótrúlega flóknu ferli. Á augum okkar dynja ótalmörg áreiti á hverju sekúndubroti. Ítarleg úrvinnsla á þeim öllum er ómöguleg enda tímafrek, orkufrek og krefst gífurlegrar reiknigetu. Við verðum því að velja og hafna ...

Nánar

Hvernig hafa fuglar mök?

Áður hefur verið komið inn á þetta efni í svörum sama höfundar við spurningunum Hvernig fjölga fuglar sér? og Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör. Frjóvgun hjá fuglum verður innvortis en engu að síður hefur karlfuglinn í flestum tilvikum ekki getnaðarlim...

Nánar

Hvað gerir taugasálfræðingur og hver er munurinn á honum og taugalækni?

Bæði taugalæknar og taugasálfræðingar eru löggildir sérfræðingar sem starfa gjarnan innan heilbrigðiskerfisins eða á akademískum rannsóknarstofnunum. Taugalæknar vinna þó oftar en taugasálfræðingar á eigin vegum. Taugasálfræðingar og taugalæknar hafa þjálfun í að greina og meðhöndla margs konar heila- og taugasjúk...

Nánar

Hvar í heilanum er meðvitundin?

Þegar spurt er hvar meðvitundin sé í heilanum þarf að skilgreina hvað átt sé við með hugtakinu sjálfu. Heimspekingar greina gjarnan á milli skynvitundar (e. phenomenal consciousness) og aðgangsvitundar (e. access consciousness). Með skynvitund er átt við huglæga upplifun hvers og eins. Það hefur reynst mönnum ...

Nánar

Á hvaða tungumáli hugsa þeir sem tala táknmál?

Margir kannast eflaust við að hafa verið spurðir að því á hvaða tungumáli þeir hugsi og oftar en ekki nefna menn þá móðurmálið. En er það rétt? Heimspekingar og sálfræðingar hafa viðurkennt að hugsun geti verið óháð tungumálinu og að hún geti til að mynda verið sjónræn. Tvítyngdur einstaklingur getur til dæmis ...

Nánar

Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?

Skilgreiningin á greind hefur lengi verið umdeild. Til dæmis skilgreina menn greind ólíkt eftir því hvaða eiginleika þeir meta mest í fari annarra. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að greind sé ekkert annað en það sem greindarpróf mæla! Nokkur samstaða virðist þó vera um að greind feli í sér getu til a...

Nánar

Hvers vegna verða sumir feimnir?

Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Í feimni ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Kristjánsson rannsakað?

Árni Kristjánsson er prófessor við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Árni aðallega fengist við að skilja sjónkerfi mannsins og hvernig athygli og sjónskynjun vinna saman. Til þess hefur hann notað svartíma- og nákvæmnimælingar, rannsóknir á augnhreyfingum með háhraðaaugnhreyfingamælingum, taugasálfræðilega...

Nánar

Hvað var Rauðsokkahreyfingin?

Í lok apríl 1970 kom saman hópur ungra kvenna í kjallara Norræna hússins til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og aðgerðir til að vekja almenning. Fyrr í apríl hafði danskur kvennahópur er kallaði sig Rødstrømperne þrammað eftir Strikinu í Kaupmannahöfn, skrýddur risabrjóstum, gríðarlegum höttum, gerviaugnahárum og r...

Nánar

Hvar finn ég Einbátungarímu? Hún er líklega frá 15. eða 16. öld.

Í handritinu AM 441 12mo, sem talið er skrifað um 1680-90 eru „Nokkur erindi úr Einbátungarímu". Þar eru 6 erindi og eitt orð úr því 7. Þetta er prentað í Blöndu II, 61-62, og þar bætt við einu „alkunnu" erindi undir sama hætti sem útgefandinn, Jón Þorkelsson (Forni) telur að vera muni úr sama kvæði, en hann vekur...

Nánar

Hvernig geta litir og tónlist haft áhrif í auglýsingum?

Þegar viðtakendur auglýsinga kunna vel að meta liti og/eða tónlist í auglýsingum þá munu þeir, að öllu jöfnu, kunna vel við skilaboð auglýsingarinnar, vöruna eða þann aðila sem er auglýstur (Perloff, 2003). Í slíkum tilvikum er hlutlaust áreiti (til dæmis varan), sem viðkomandi hefur enga sérstaka skoðun á, tengt...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um síbíríska eskimóahunda?

Síbírískir eskimóahundar (e. Siberian husky) eru óvenju harðgerðir vinnuhundar upprunnir frá Síberíu. Þeir eru allstórir og loðnir með sperrt eyru og hringaða rófu. Þetta ræktunarafbrigði er ættað frá Chuchki-þjóðflokknum í norðaustur Síberíu sem notuðu hundana aðallega til að draga sleða. Síbírískir eskimóahundar...

Nánar

Er til gott íslenskt orð yfir mindfulness?

Guðný Hulda spurði:Hvað væri gott íslenskt orð yfir mindfulness og resonant eins og þessi orð eru notuð í stjórnendafræðum? og Óðinn spurði:Hvað er mindfulness og hver er íslensk þýðing orðsins? Áhugi á mindfulness hefur aukist mikið á síðastliðnum áratug og sé orðinu slegið inn á leitarvélina Google birtast yf...

Nánar

Fleiri niðurstöður