Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Kristjánsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Árni Kristjánsson er prófessor við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Árni aðallega fengist við að skilja sjónkerfi mannsins og hvernig athygli og sjónskynjun vinna saman. Til þess hefur hann notað svartíma- og nákvæmnimælingar, rannsóknir á augnhreyfingum með háhraðaaugnhreyfingamælingum, taugasálfræðilegar rannsóknir auk rannsókna með segulómmyndun (fMRI).

Árni hefur einnig rannsakað verkan sjónskynjunar og athygli hjá fólki með kvíðasjúkdóma og hjá fólki með lesblindu. Árni er einn fulltrúa Íslands í Sound of Vision-verkefninu sem hlotið hefur styrk frá Horizon 20/20 áætlun European Research Council. Verkefnið miðar að því að þróa búnað til að aðstoða blinda til þess að ferðast um án annarra hjálpartækja.

Í rannsóknum sínum hefur Árni aðallega fengist við að skilja sjónkerfi mannsins og hvernig athygli og sjónskynjun vinna saman.

Árni er einn þriggja forsvarsmanna Rannsóknastofu í skynjunarsálfræði þar sem 15 vísindamenn starfa í dag. Rannsóknir Árna hafa verið styrktar af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, Rannsóknasjóði Íslands, Human Frontiers Science Program og European Research Council. Hann hefur birt um 100 vísindagreinar í ritrýndum erlendum vísindatímaritum.

Árni er fæddur árið 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, árið 1990 og BA-prófi í sálfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1996. Árni hóf doktorsnám við Vision Sciences Laboratory við Harvard-háskóla í Cambridge Massachusetts 1997, og varði doktorsritgerð sína árið 2002. Eftir doktorspróf hlaut Árni styrk frá Human Frontiers Science Program til þess að stunda rannsóknir við Institute of Cognitive Neuroscience við University College London, þar sem hann starfaði frá 2002 til 2004. Frá 2004 hefur hann verið akademískur starfsmaður við Háskóla Íslands.

Mynd:

Útgáfudagur

8.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Kristjánsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2018, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75898.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 8. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Kristjánsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75898

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Kristjánsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2018. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75898>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Kristjánsson rannsakað?
Árni Kristjánsson er prófessor við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Árni aðallega fengist við að skilja sjónkerfi mannsins og hvernig athygli og sjónskynjun vinna saman. Til þess hefur hann notað svartíma- og nákvæmnimælingar, rannsóknir á augnhreyfingum með háhraðaaugnhreyfingamælingum, taugasálfræðilegar rannsóknir auk rannsókna með segulómmyndun (fMRI).

Árni hefur einnig rannsakað verkan sjónskynjunar og athygli hjá fólki með kvíðasjúkdóma og hjá fólki með lesblindu. Árni er einn fulltrúa Íslands í Sound of Vision-verkefninu sem hlotið hefur styrk frá Horizon 20/20 áætlun European Research Council. Verkefnið miðar að því að þróa búnað til að aðstoða blinda til þess að ferðast um án annarra hjálpartækja.

Í rannsóknum sínum hefur Árni aðallega fengist við að skilja sjónkerfi mannsins og hvernig athygli og sjónskynjun vinna saman.

Árni er einn þriggja forsvarsmanna Rannsóknastofu í skynjunarsálfræði þar sem 15 vísindamenn starfa í dag. Rannsóknir Árna hafa verið styrktar af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, Rannsóknasjóði Íslands, Human Frontiers Science Program og European Research Council. Hann hefur birt um 100 vísindagreinar í ritrýndum erlendum vísindatímaritum.

Árni er fæddur árið 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, árið 1990 og BA-prófi í sálfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1996. Árni hóf doktorsnám við Vision Sciences Laboratory við Harvard-háskóla í Cambridge Massachusetts 1997, og varði doktorsritgerð sína árið 2002. Eftir doktorspróf hlaut Árni styrk frá Human Frontiers Science Program til þess að stunda rannsóknir við Institute of Cognitive Neuroscience við University College London, þar sem hann starfaði frá 2002 til 2004. Frá 2004 hefur hann verið akademískur starfsmaður við Háskóla Íslands.

Mynd:

...