Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna getum við ekki stjórnað öllu taugakerfinu með viljanum?

Heiða María Sigurðardóttir

Ég á sjálfskiptan bíl. Ég hefði getað keypt mér beinskiptan bíl fyrir minni pening en ég kaus að gera það ekki. Á sjálfskiptum bíl þarf ég ekkert að pæla í því að kúpla eða passa að renna ekki óvart aftur á bak þegar ég tek af stað í brekku. Ég læt vélbúnaðinn algjörlega um að skipta um gír þegar við á og get í staðinn einbeitt mér enn frekar að því að stjórna bensíngjöfinni, stýra og bremsa.

Taugakerfið og sjálfskiptir bílar eru að nokkru leyti lík. Við komumst vel af án þess að þurfa að stjórna þeim algjörlega.

Þetta er kannski svolítið eins með taugakerfið. Ef mér gæfist kostur á því, mundi ég vilja kaupa mér beinskipt taugakerfi? Hvernig væri það ef maður þyrfti til dæmis meðvitað að segja hjartanu að slá eða að þurfa alltaf að hugsa um hvernig maður setur annan fótinn fyrir framan hinn þegar maður hleypur? Í óvenjulegum aðstæðum getur reyndar verið ágætt að geta stjórnað með viljanum því sem oftast nær gerist sjálfkrafa; til dæmis getur í vissum tilfellum verið gott að geta haldið niðri í sér andanum. Í flestum aðstæðum er það bara algjör óþarfi.

Hvers vegna getum við þá ekki stjórnað öllu taugakerfinu með vilja okkar? Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Af því að við komumst ágætlega af án þess að geta það.

Mynd:

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

14.3.2014

Spyrjandi

Ásta Þórarinsdóttir

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvers vegna getum við ekki stjórnað öllu taugakerfinu með viljanum?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2014, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67025.

Heiða María Sigurðardóttir. (2014, 14. mars). Hvers vegna getum við ekki stjórnað öllu taugakerfinu með viljanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67025

Heiða María Sigurðardóttir. „Hvers vegna getum við ekki stjórnað öllu taugakerfinu með viljanum?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2014. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67025>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna getum við ekki stjórnað öllu taugakerfinu með viljanum?
Ég á sjálfskiptan bíl. Ég hefði getað keypt mér beinskiptan bíl fyrir minni pening en ég kaus að gera það ekki. Á sjálfskiptum bíl þarf ég ekkert að pæla í því að kúpla eða passa að renna ekki óvart aftur á bak þegar ég tek af stað í brekku. Ég læt vélbúnaðinn algjörlega um að skipta um gír þegar við á og get í staðinn einbeitt mér enn frekar að því að stjórna bensíngjöfinni, stýra og bremsa.

Taugakerfið og sjálfskiptir bílar eru að nokkru leyti lík. Við komumst vel af án þess að þurfa að stjórna þeim algjörlega.

Þetta er kannski svolítið eins með taugakerfið. Ef mér gæfist kostur á því, mundi ég vilja kaupa mér beinskipt taugakerfi? Hvernig væri það ef maður þyrfti til dæmis meðvitað að segja hjartanu að slá eða að þurfa alltaf að hugsa um hvernig maður setur annan fótinn fyrir framan hinn þegar maður hleypur? Í óvenjulegum aðstæðum getur reyndar verið ágætt að geta stjórnað með viljanum því sem oftast nær gerist sjálfkrafa; til dæmis getur í vissum tilfellum verið gott að geta haldið niðri í sér andanum. Í flestum aðstæðum er það bara algjör óþarfi.

Hvers vegna getum við þá ekki stjórnað öllu taugakerfinu með vilja okkar? Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Af því að við komumst ágætlega af án þess að geta það.

Mynd:

...