Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan kvenna- og kynjafræða og hún hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðlegra rannsóknarverkefna.

Fyrstu rannsóknir Þorgerðar voru á sviði sérfræðihópa og fagþróunar í framhaldi af doktorsritgerð hennar um kynja- og sérgreinaskiptingu læknastéttarinnar. Rannsóknir á samræmingu atvinnu og fjölskyldulífs, og þátttöku karla í fjölskyldulífi, voru einnig fyrirferðamiklar í upphafi. Undir forystu Þorgerðar hefur nám í kynjafræði í Háskóla Íslands verið byggt upp og skapað sér sess í íslensku samfélagi. Meðal rannsóknasviða hennar má nefna menntakerfið frá grunnskólastiginu til háskóla; atvinnulíf, allt frá launamun kynja, konum í forystusveit atvinnulífsins til vinnu kvenna í hnattrænu ljósi. Þá hefur efnahagsleg, félagsleg og pólitísk staða kvenna á Íslandi, sem og jafnréttispólitík verið hluti af rannsóknum hennar frá upphafi.

Rannsóknir Þorgerðar spanna vítt svið innan kvenna- og kynjafræða. Undir forystu hennar hefur nám í kynjafræði í Háskóla Íslands verið byggt upp og skapað sér sess í íslensku samfélagi.

Árið 2010 greindi Þorgerður Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið frá kynjasjónarmiði ásamt Gyðu Margréti Pétursdóttur og var það kveikjan að rannsóknum þeirra á karlmennsku og nýfrjálshyggju í íslensku samfélagi. Nýjustu rannsóknarsvið Þorgerðar eru á sviði transkynjafræða og kynjajafnréttis í vísindasamfélaginu, en hún var íslenskur verkefnisstjóri í ESB-verkefninu GARCIA frá 2014-2017. Hún stýrir nú íslenska hluta ESB-verkefnisins ACT Communities of Practice for Accelerating Gender Equality and Institutional Change in Research sem stendur yfir 2018-2021.

Þorgerður fæddist árið 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1977, fil.kand-prófi í félagsfræði með sálfræði sem aukagrein frá Gautaborgarháskóla árið 1982 og doktorsprófi í félagsfræði frá sama skóla árið 1997. Eftir doktorspróf var Þorgerður sjálfstætt starfandi fræðimaður og nýdoktor við Háskóla Íslands frá 1998-2000. Þorgerður var ráðin lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands árið 2000 og var sú fyrsta til að gegna því starfi. Hún varð dósent árið 2004 og prófessor 2009. Þorgerður hefur verið gestafræðimaður við Uppsalaháskóla, Rutgers-háskóla, Lancaster-háskóla, Victoria-háskóla, og háskólann í Albany.

Mynd:
  • Úr safni ÞJE.

Útgáfudagur

12.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2018. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75646.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 12. apríl). Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75646

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2018. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75646>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir stundað?

Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan kvenna- og kynjafræða og hún hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðlegra rannsóknarverkefna.

Fyrstu rannsóknir Þorgerðar voru á sviði sérfræðihópa og fagþróunar í framhaldi af doktorsritgerð hennar um kynja- og sérgreinaskiptingu læknastéttarinnar. Rannsóknir á samræmingu atvinnu og fjölskyldulífs, og þátttöku karla í fjölskyldulífi, voru einnig fyrirferðamiklar í upphafi. Undir forystu Þorgerðar hefur nám í kynjafræði í Háskóla Íslands verið byggt upp og skapað sér sess í íslensku samfélagi. Meðal rannsóknasviða hennar má nefna menntakerfið frá grunnskólastiginu til háskóla; atvinnulíf, allt frá launamun kynja, konum í forystusveit atvinnulífsins til vinnu kvenna í hnattrænu ljósi. Þá hefur efnahagsleg, félagsleg og pólitísk staða kvenna á Íslandi, sem og jafnréttispólitík verið hluti af rannsóknum hennar frá upphafi.

Rannsóknir Þorgerðar spanna vítt svið innan kvenna- og kynjafræða. Undir forystu hennar hefur nám í kynjafræði í Háskóla Íslands verið byggt upp og skapað sér sess í íslensku samfélagi.

Árið 2010 greindi Þorgerður Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið frá kynjasjónarmiði ásamt Gyðu Margréti Pétursdóttur og var það kveikjan að rannsóknum þeirra á karlmennsku og nýfrjálshyggju í íslensku samfélagi. Nýjustu rannsóknarsvið Þorgerðar eru á sviði transkynjafræða og kynjajafnréttis í vísindasamfélaginu, en hún var íslenskur verkefnisstjóri í ESB-verkefninu GARCIA frá 2014-2017. Hún stýrir nú íslenska hluta ESB-verkefnisins ACT Communities of Practice for Accelerating Gender Equality and Institutional Change in Research sem stendur yfir 2018-2021.

Þorgerður fæddist árið 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1977, fil.kand-prófi í félagsfræði með sálfræði sem aukagrein frá Gautaborgarháskóla árið 1982 og doktorsprófi í félagsfræði frá sama skóla árið 1997. Eftir doktorspróf var Þorgerður sjálfstætt starfandi fræðimaður og nýdoktor við Háskóla Íslands frá 1998-2000. Þorgerður var ráðin lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands árið 2000 og var sú fyrsta til að gegna því starfi. Hún varð dósent árið 2004 og prófessor 2009. Þorgerður hefur verið gestafræðimaður við Uppsalaháskóla, Rutgers-háskóla, Lancaster-háskóla, Victoria-háskóla, og háskólann í Albany.

Mynd:
  • Úr safni ÞJE.

...