Af hverju heita dómkirkjur DÓMkirkjur?Forliðurinn „dóm-“ í dómkirkja og fjölmörgum öðrum kirkjulegum hugtökum sem af því orði eru dregin (til dæmis dómprófastur) á rætur að rekja til latneska orðsins domus sem merkir hús. Heitið er orðsifjalega dregið af Domus Dei í latínu sem merkir hús Guðs. Allar kirkjur eru þó guðshús og greina dómkirkjur sig ekki frá öðrum í því tilliti.

Forliðurinn „dóm-“ í dómkirkja á rætur að rekja til latneska orðsins domus sem merkir hús. Á myndinni sést Dómkirkjan í Reykjavík.
- Reykjavik Cathedral eftir Diego Delso. (Sótt 20.4.2018 af vef Wikimedia Commons.) Myndin er birt undir leyfi Creative Commons BY-SA 4.0
- Hólar dómkirkjan eftir Mats Wibe Lund. (Sótt 20.4.2018.) Birt með leyfi myndhöfundar.