Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hvaða dóm er átt við í dómkirkjum?

Hjalti Hugason

Upprunalega spurningin var:
Af hverju heita dómkirkjur DÓMkirkjur?

Forliðurinn „dóm-“ í dómkirkja og fjölmörgum öðrum kirkjulegum hugtökum sem af því orði eru dregin (til dæmis dómprófastur) á rætur að rekja til latneska orðsins domus sem merkir hús. Heitið er orðsifjalega dregið af Domus Dei í latínu sem merkir hús Guðs. Allar kirkjur eru þó guðshús og greina dómkirkjur sig ekki frá öðrum í því tilliti.

Forliðurinn „dóm-“ í dómkirkja á rætur að rekja til latneska orðsins domus sem merkir hús. Á myndinni sést Dómkirkjan í Reykjavík.

Annars er dómkirkja kirkja biskups og þar með höfuðkirkja hvers biskupsdæmis. Þar fara að öllum jafnaði fram allar vígslur til embættis í biskupsdæminu. Í næsta nágrenni dómkirkjunnar var því biskupsgarðurinn og auk þess húsið þar sem klerkarnir sem þjónuðu við dómkirkjurnar bjuggu í samfélagi sem líktist um margt klausturlífi. Þeir mynduðu einnig ásamt biskupi nokkurs konar stjórn fyrir biskupsdæmið og kölluðust þá dómkapítuli. Við dómkirkjurnar voru einnig reknir skólar fyrir verðandi klerka og kölluðust dómskólar eða katedral-skólar (sjá síðar). Sumir tengja „dóm-“ í dómkirkja við þessi hús: biskupsgarðinn og prestahúsið, sem oft var eitt og hið sama. Hvað sem því líður er aðeins rétt að undirstrika að „dóm-“ í dómkirkja hefur ekki réttarfarslega merkingu þrátt fyrir að kirkjulegir dómar hafi oft verið kveðnir upp í eða við dómkirkjur.

Þess má geta að hér á landi er aðeins eitt biskupsdæmi og því ætti aðeins að vera hér ein dómkirkja, það er sú við Austurvöll. Oftast er þó litið á kirkjurnar í Skálholti og að Hólum sem dómkirkjur. Hóladómkirkja er það einnig í sérstökum skilningi þar sem hún var reist áður en Hólabiskupsdæmi var sameinað Skálholtsbiskupsdæmi og biskupsembættið flutt til Reykjavíkur. Öðru máli gegnir um núverandi Skálholtskirkju sem var reist á tímabili þegar hún var óbreytt sóknarkirkja. Þessar kirkjur bera dómkirkjuheitið einkum af sögulegum ástæðum en ekki vegna þess að þær tengist vígslubiskupsembættunum enda er nafngiftin eldri en sú skipan að vígslubiskuparnir búi á þessum stöðum.

Hóladómkirkja er af sögulegum ástæðum kölluð dómkirkja, þó aðsetur biskups sé í Reykjavík.

Hér á landi háttar að ýmsu leyti öðru vísi til en annars staðar. Hér störfuðu til dæmis aldrei dómkapítular. Þá má geta þess að dómkirkjan við Austurvöll getur nú til dags ekki gegnt öllum hlutverkum dómkirkju sökum smæðar sinnar. Ýmsar stórathafnir sem þar ættu með réttu heima, þar á meðal biskupsvígslur, hafa því farið fram í Hallgrímskirkju. Þetta er sjaldgæft á alþjóðavísu en kemur tæpast að sök í lútherskri kirkju þar sem kirkjulegar hefðir hafa um margt minna vægi en til dæmis í rómversk-kaþólsku kirkjunni.

Þess má geta að á mörgum tungumálum kallast dómkirkjur katedral sem ritað er með ýmsum hætti eftir málum. Þetta orð er dregið af cathedra í grísku sem merkir stóll. Þar er til dæmis átt við kennarastól eins og kadetta, sem er sletta í gömlu íslensku skólamáli, sýnir en þar merkti orðið kennaraborð. Þegar talað er um katedral er vísað til þess að í dómkirkjum stóð stóll eða hásæti biskups sem fór meðal annars með kennivald í biskupsdæmi sínu.

Myndir:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.5.2018

Spyrjandi

Hafsteinn Kristjánsson

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvaða dóm er átt við í dómkirkjum?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2018. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75658.

Hjalti Hugason. (2018, 4. maí). Hvaða dóm er átt við í dómkirkjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75658

Hjalti Hugason. „Hvaða dóm er átt við í dómkirkjum?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2018. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75658>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dóm er átt við í dómkirkjum?
Upprunalega spurningin var:

Af hverju heita dómkirkjur DÓMkirkjur?

Forliðurinn „dóm-“ í dómkirkja og fjölmörgum öðrum kirkjulegum hugtökum sem af því orði eru dregin (til dæmis dómprófastur) á rætur að rekja til latneska orðsins domus sem merkir hús. Heitið er orðsifjalega dregið af Domus Dei í latínu sem merkir hús Guðs. Allar kirkjur eru þó guðshús og greina dómkirkjur sig ekki frá öðrum í því tilliti.

Forliðurinn „dóm-“ í dómkirkja á rætur að rekja til latneska orðsins domus sem merkir hús. Á myndinni sést Dómkirkjan í Reykjavík.

Annars er dómkirkja kirkja biskups og þar með höfuðkirkja hvers biskupsdæmis. Þar fara að öllum jafnaði fram allar vígslur til embættis í biskupsdæminu. Í næsta nágrenni dómkirkjunnar var því biskupsgarðurinn og auk þess húsið þar sem klerkarnir sem þjónuðu við dómkirkjurnar bjuggu í samfélagi sem líktist um margt klausturlífi. Þeir mynduðu einnig ásamt biskupi nokkurs konar stjórn fyrir biskupsdæmið og kölluðust þá dómkapítuli. Við dómkirkjurnar voru einnig reknir skólar fyrir verðandi klerka og kölluðust dómskólar eða katedral-skólar (sjá síðar). Sumir tengja „dóm-“ í dómkirkja við þessi hús: biskupsgarðinn og prestahúsið, sem oft var eitt og hið sama. Hvað sem því líður er aðeins rétt að undirstrika að „dóm-“ í dómkirkja hefur ekki réttarfarslega merkingu þrátt fyrir að kirkjulegir dómar hafi oft verið kveðnir upp í eða við dómkirkjur.

Þess má geta að hér á landi er aðeins eitt biskupsdæmi og því ætti aðeins að vera hér ein dómkirkja, það er sú við Austurvöll. Oftast er þó litið á kirkjurnar í Skálholti og að Hólum sem dómkirkjur. Hóladómkirkja er það einnig í sérstökum skilningi þar sem hún var reist áður en Hólabiskupsdæmi var sameinað Skálholtsbiskupsdæmi og biskupsembættið flutt til Reykjavíkur. Öðru máli gegnir um núverandi Skálholtskirkju sem var reist á tímabili þegar hún var óbreytt sóknarkirkja. Þessar kirkjur bera dómkirkjuheitið einkum af sögulegum ástæðum en ekki vegna þess að þær tengist vígslubiskupsembættunum enda er nafngiftin eldri en sú skipan að vígslubiskuparnir búi á þessum stöðum.

Hóladómkirkja er af sögulegum ástæðum kölluð dómkirkja, þó aðsetur biskups sé í Reykjavík.

Hér á landi háttar að ýmsu leyti öðru vísi til en annars staðar. Hér störfuðu til dæmis aldrei dómkapítular. Þá má geta þess að dómkirkjan við Austurvöll getur nú til dags ekki gegnt öllum hlutverkum dómkirkju sökum smæðar sinnar. Ýmsar stórathafnir sem þar ættu með réttu heima, þar á meðal biskupsvígslur, hafa því farið fram í Hallgrímskirkju. Þetta er sjaldgæft á alþjóðavísu en kemur tæpast að sök í lútherskri kirkju þar sem kirkjulegar hefðir hafa um margt minna vægi en til dæmis í rómversk-kaþólsku kirkjunni.

Þess má geta að á mörgum tungumálum kallast dómkirkjur katedral sem ritað er með ýmsum hætti eftir málum. Þetta orð er dregið af cathedra í grísku sem merkir stóll. Þar er til dæmis átt við kennarastól eins og kadetta, sem er sletta í gömlu íslensku skólamáli, sýnir en þar merkti orðið kennaraborð. Þegar talað er um katedral er vísað til þess að í dómkirkjum stóð stóll eða hásæti biskups sem fór meðal annars með kennivald í biskupsdæmi sínu.

Myndir:

...