Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Hilmar Malmquist rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Hilmar J. Malmquist er líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Megináherslur í rannsóknum Hilmars lágu framan af á sviði vistfræði fiska þar sem rannsóknaspurningar snerust um samsvæða þróun bleikjuafbrigða, fæðu- og búsvæðanotkun þeirra og stofn- og sníkjudýrafræði. Vettvangur þessara rannsókna hefur einkum verið Þingvallavatn og bleikjugerðirnar fjórar sem þar þrífast sem eru einstakar á heimsvísu. Síðar hefur áhuginn beinst meira að heildstæðri vatnavistfræði og umhverfismálum þar sem fengist er við lífræna og ólífræna þætti, vatnajurtir, hryggleysingja og hryggdýr og spáð í innbyrðis tengsl þessara þátta og áhrif staðbundinnar mengunar og hnattrænna breytinga á vatnavistkerfin, sérstaklega með tilliti til loftslagshlýnunar.

Á sviði vatnavistfræðinnar hefur Hilmar tekið þátt í og stýrt, ásamt öðrum, íslenskum og erlendum samstarfsverkefnum á landsvísu, þar á meðal yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna, NORLAKE, Eurolimpacs og Natura Ísland.

Auk starfa að náttúruvernd og umhverfismálum og miðlun náttúrufræða með kennslu, sýningahaldi og útgáfu, hefur Hilmar einkum sinnt rannsóknum í vatnavistfræði.

Að undanförnu hafa fræðistörfin sveigst í átt að fornlíffræði og sígildri náttúrusögu. Hér undir falla rannsóknir á fornlíffræði rostunga við Ísland í samstarfi við Háskóla Íslands, Hafnarháskóla og fleiri. Einnig sagnfræðilegar rannsóknir á verkum og framlagi Jóns lærða Guðmundssonar til náttúrusögu og kortagerðar í samstarfi við Viðar Hreinsson og fleiri. Þá ber að geta rannsóknasamstarfs við Háskólann á Hólum og fleiri aðila á sviði líffræðilegrar fjölbreytni og hagnýtingu gagna á því sviði í tengslum við Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

Eftir Hilmar liggur fjöldi ritrýndra fræðigreina og bókarkafla, rannsóknaskýrslur og greinargerðir, sem og blaðagreinar, veggspjöld og ágrip úr erindum flutt í máli og myndum. Þá hefur hann sinnt stundakennslu í safna-, náttúru- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og gegnt nefndar- og trúnaðarstörfum, meðal annars vegna Rammaáætlunar, Rammatilskipunar ESB um stjórn vatnamála og endurskoðunar á lögum um mat umhverfisáhrifum og náttúruvernd. Hilmar var stjórnarmaður í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi í rúma tvo áratugi, 1992-2018 og einn stofnenda Náttúruverndarsamtaka Íslands árið 1997 og stjórnarmaður þar í rúman áratug.

Að undanförnu hafa fræðistörf Hilmars sveigst í átt að fornlíffræði og sígildri náttúrusögu. Hilmar (annar frá vinstri) í góðum félagsskap í vettvangsferð.

Hilmar varð stúdent af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið 1977, lauk sveinsprófi (B.Sc.) í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1982, meiraprófi (B.Sc. Hon. 30 ein.) í vatnalíffræði frá sama skóla árið 1983, meistaraprófi (C.Sc.) í vatnalíffræði frá Náttúrufræðideild Háskólans í Kaupmannahöfn árið 1988 og doktorsprófi í vatnavistfræði frá sama skóla árið 1992.

Myndir:

Útgáfudagur

25.5.2018

Síðast uppfært

29.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hilmar Malmquist rannsakað?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2018, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75851.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 25. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Hilmar Malmquist rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75851

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hilmar Malmquist rannsakað?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2018. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75851>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Hilmar Malmquist rannsakað?
Hilmar J. Malmquist er líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Megináherslur í rannsóknum Hilmars lágu framan af á sviði vistfræði fiska þar sem rannsóknaspurningar snerust um samsvæða þróun bleikjuafbrigða, fæðu- og búsvæðanotkun þeirra og stofn- og sníkjudýrafræði. Vettvangur þessara rannsókna hefur einkum verið Þingvallavatn og bleikjugerðirnar fjórar sem þar þrífast sem eru einstakar á heimsvísu. Síðar hefur áhuginn beinst meira að heildstæðri vatnavistfræði og umhverfismálum þar sem fengist er við lífræna og ólífræna þætti, vatnajurtir, hryggleysingja og hryggdýr og spáð í innbyrðis tengsl þessara þátta og áhrif staðbundinnar mengunar og hnattrænna breytinga á vatnavistkerfin, sérstaklega með tilliti til loftslagshlýnunar.

Á sviði vatnavistfræðinnar hefur Hilmar tekið þátt í og stýrt, ásamt öðrum, íslenskum og erlendum samstarfsverkefnum á landsvísu, þar á meðal yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna, NORLAKE, Eurolimpacs og Natura Ísland.

Auk starfa að náttúruvernd og umhverfismálum og miðlun náttúrufræða með kennslu, sýningahaldi og útgáfu, hefur Hilmar einkum sinnt rannsóknum í vatnavistfræði.

Að undanförnu hafa fræðistörfin sveigst í átt að fornlíffræði og sígildri náttúrusögu. Hér undir falla rannsóknir á fornlíffræði rostunga við Ísland í samstarfi við Háskóla Íslands, Hafnarháskóla og fleiri. Einnig sagnfræðilegar rannsóknir á verkum og framlagi Jóns lærða Guðmundssonar til náttúrusögu og kortagerðar í samstarfi við Viðar Hreinsson og fleiri. Þá ber að geta rannsóknasamstarfs við Háskólann á Hólum og fleiri aðila á sviði líffræðilegrar fjölbreytni og hagnýtingu gagna á því sviði í tengslum við Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

Eftir Hilmar liggur fjöldi ritrýndra fræðigreina og bókarkafla, rannsóknaskýrslur og greinargerðir, sem og blaðagreinar, veggspjöld og ágrip úr erindum flutt í máli og myndum. Þá hefur hann sinnt stundakennslu í safna-, náttúru- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og gegnt nefndar- og trúnaðarstörfum, meðal annars vegna Rammaáætlunar, Rammatilskipunar ESB um stjórn vatnamála og endurskoðunar á lögum um mat umhverfisáhrifum og náttúruvernd. Hilmar var stjórnarmaður í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi í rúma tvo áratugi, 1992-2018 og einn stofnenda Náttúruverndarsamtaka Íslands árið 1997 og stjórnarmaður þar í rúman áratug.

Að undanförnu hafa fræðistörf Hilmars sveigst í átt að fornlíffræði og sígildri náttúrusögu. Hilmar (annar frá vinstri) í góðum félagsskap í vettvangsferð.

Hilmar varð stúdent af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið 1977, lauk sveinsprófi (B.Sc.) í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1982, meiraprófi (B.Sc. Hon. 30 ein.) í vatnalíffræði frá sama skóla árið 1983, meistaraprófi (C.Sc.) í vatnalíffræði frá Náttúrufræðideild Háskólans í Kaupmannahöfn árið 1988 og doktorsprófi í vatnavistfræði frá sama skóla árið 1992.

Myndir:

...