Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Ragna Benedikta Garðarsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ragna Benedikta Garðarsdóttir er dósent í félagssálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Félagssálfræði fjallar meðal annars um hvernig samfélög og umhverfisþættir hafa áhrif á hugsun, hegðun og líðan fólks. Sérþekking Rögnu snýr að eðli og afleiðingum neyslusamfélaga og rannsóknir hennar tengjast sjálfsmynd, lífsgildum og hamingju.

Fyrstu rannsóknir Rögnu fjölluðu um tengsl efnishygginna lífsgilda (e. materialistic value orientation) annars vegar við hamingju fólks og hins vegar við fjárhag þess. Árið 2006 fékk Ragna styrk frá Rannsóknasjóði til þess að kanna tengsl efnishyggju við skuldir heimilanna, sem ekki var vanþörf á á þeim tíma. Niðurstöður þess rannsóknarverkefnis sýndu að efnishyggja hafði sterkari forspá en tekjur fólks um hve háar skuldir þeirra voru.

Sérþekking Rögnu snýr að eðli og afleiðingum neyslusamfélaga og rannsóknir hennar tengjast sjálfsmynd, lífsgildum og hamingju.

Á þeim tíma sem Ragna byrjaði að rannsaka tengsl efnishyggju við hamingju var það glænýtt rannsóknarsvið en síðan er margbúið að sýna að efnishyggið fólk er óhamingjusamara og upplifir meiri sálræna streitu heldur en fólk með annars konar lífsgildi. Nú um mundir er Ragna í samstarfi við Shalom Schwartz og fleiri vísindamenn frá 35 löndum að rannsaka tengsl lífsgilda og persónuleika við tilfinningar.

Neyslusamfélög eins og okkar samfélag hér á Íslandi hafa mikil áhrif á það hvernig fólk mótar auðkenni sitt (e. identity) og sjálfsmynd. Ragna er þátttakandi í nokkrum fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem fjalla um mótun auðkennis og sjálfsmyndar í ólíkum menningarheimum og tengslum auðkennismótunar við hamingju fólks. Þessu tengdar eru rannsóknir Rögnu og nemenda hennar á líkamsmynd og útlitsóánægju, sem má oft rekja til óraunhæfra staðalmynda sem notaðar eru í markaðsskyni.

Ójöfnuður í tekjum og eignum er gjarnan fylgifiskur hugmyndafræði neyslusamfélaga. Í samstarfi við nýdoktorinn Arndísi Vilhjálmsdóttur hefur Ragna rannsakað áhrif ójöfnuðar á líðan. Niðurstöður þeirra benda til þess að aukinn ójöfnuður tengist auknum kvíða. Einnig eru vísbendingar um að stöðukvíði (e. status anxiety) kunni að miðla áhrifum ójöfnuðar á líðan og hamingju fólks og að fólk sem hefur lágar tekjur og er efnishyggið sé óhamingjusamara í samfélögum þar sem ójöfnuður er mikill. Ragna hefur tvívegis fengið styrki frá Rannsóknarsjóði fyrir þessar rannsóknir.

Í seinni tíð hefur rannsóknaráhugi Rögnu færst meira í átt að áhrifum neyslumenningar á umhverfishegðun og umhverfisviðhorf fólks.

Í seinni tíð hefur rannsóknaráhugi Rögnu færst meira í átt að áhrifum neyslumenningar á umhverfishegðun og umhverfisviðhorf fólks. Loftslagsbreytingar eru alvarleg aukaverkun af neysluhegðun nútímamanna og því er mikilvægt að rannsakendur innan neyslusálfræði og félagssálfræði komi að mótun lausna vandans og að því að aðstoða fólk við að aðlagast nýjum veruleika. Ragna á í rannsóknarsamstarfi við erlenda aðila sem rannsaka hvernig ólík lífsviðhorf tengjast umhverfishegðun– og hugsun.

Ragna er fædd árið 1972 og lauk stúdentsprófi af málabraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í desember 1991. Árið 1995 lauk hún BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í félagssálfræði árið 1997 frá London School of Economics. Að meistaranámi loknu og fram að doktorsnámi starfaði Ragna við rannsóknir hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála og Félagsvísindastofnun auk þess sinna stundakennslu við Háskóla Íslands. Frá 2002-2005 stundaði Ragna doktorsnám í félagssálfræði við háskólann í Sussex í Englandi. Doktorsritgerð hennar fjallaði um ólíkar mælingar á efnishyggju og tengsl efnishyggju við líðan fólks.

Myndir:
  • Úr safni RBG.

Útgáfudagur

1.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ragna Benedikta Garðarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2018, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75889.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 1. júní). Hvaða rannsóknir hefur Ragna Benedikta Garðarsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75889

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ragna Benedikta Garðarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2018. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75889>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ragna Benedikta Garðarsdóttir stundað?
Ragna Benedikta Garðarsdóttir er dósent í félagssálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Félagssálfræði fjallar meðal annars um hvernig samfélög og umhverfisþættir hafa áhrif á hugsun, hegðun og líðan fólks. Sérþekking Rögnu snýr að eðli og afleiðingum neyslusamfélaga og rannsóknir hennar tengjast sjálfsmynd, lífsgildum og hamingju.

Fyrstu rannsóknir Rögnu fjölluðu um tengsl efnishygginna lífsgilda (e. materialistic value orientation) annars vegar við hamingju fólks og hins vegar við fjárhag þess. Árið 2006 fékk Ragna styrk frá Rannsóknasjóði til þess að kanna tengsl efnishyggju við skuldir heimilanna, sem ekki var vanþörf á á þeim tíma. Niðurstöður þess rannsóknarverkefnis sýndu að efnishyggja hafði sterkari forspá en tekjur fólks um hve háar skuldir þeirra voru.

Sérþekking Rögnu snýr að eðli og afleiðingum neyslusamfélaga og rannsóknir hennar tengjast sjálfsmynd, lífsgildum og hamingju.

Á þeim tíma sem Ragna byrjaði að rannsaka tengsl efnishyggju við hamingju var það glænýtt rannsóknarsvið en síðan er margbúið að sýna að efnishyggið fólk er óhamingjusamara og upplifir meiri sálræna streitu heldur en fólk með annars konar lífsgildi. Nú um mundir er Ragna í samstarfi við Shalom Schwartz og fleiri vísindamenn frá 35 löndum að rannsaka tengsl lífsgilda og persónuleika við tilfinningar.

Neyslusamfélög eins og okkar samfélag hér á Íslandi hafa mikil áhrif á það hvernig fólk mótar auðkenni sitt (e. identity) og sjálfsmynd. Ragna er þátttakandi í nokkrum fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem fjalla um mótun auðkennis og sjálfsmyndar í ólíkum menningarheimum og tengslum auðkennismótunar við hamingju fólks. Þessu tengdar eru rannsóknir Rögnu og nemenda hennar á líkamsmynd og útlitsóánægju, sem má oft rekja til óraunhæfra staðalmynda sem notaðar eru í markaðsskyni.

Ójöfnuður í tekjum og eignum er gjarnan fylgifiskur hugmyndafræði neyslusamfélaga. Í samstarfi við nýdoktorinn Arndísi Vilhjálmsdóttur hefur Ragna rannsakað áhrif ójöfnuðar á líðan. Niðurstöður þeirra benda til þess að aukinn ójöfnuður tengist auknum kvíða. Einnig eru vísbendingar um að stöðukvíði (e. status anxiety) kunni að miðla áhrifum ójöfnuðar á líðan og hamingju fólks og að fólk sem hefur lágar tekjur og er efnishyggið sé óhamingjusamara í samfélögum þar sem ójöfnuður er mikill. Ragna hefur tvívegis fengið styrki frá Rannsóknarsjóði fyrir þessar rannsóknir.

Í seinni tíð hefur rannsóknaráhugi Rögnu færst meira í átt að áhrifum neyslumenningar á umhverfishegðun og umhverfisviðhorf fólks.

Í seinni tíð hefur rannsóknaráhugi Rögnu færst meira í átt að áhrifum neyslumenningar á umhverfishegðun og umhverfisviðhorf fólks. Loftslagsbreytingar eru alvarleg aukaverkun af neysluhegðun nútímamanna og því er mikilvægt að rannsakendur innan neyslusálfræði og félagssálfræði komi að mótun lausna vandans og að því að aðstoða fólk við að aðlagast nýjum veruleika. Ragna á í rannsóknarsamstarfi við erlenda aðila sem rannsaka hvernig ólík lífsviðhorf tengjast umhverfishegðun– og hugsun.

Ragna er fædd árið 1972 og lauk stúdentsprófi af málabraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í desember 1991. Árið 1995 lauk hún BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í félagssálfræði árið 1997 frá London School of Economics. Að meistaranámi loknu og fram að doktorsnámi starfaði Ragna við rannsóknir hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála og Félagsvísindastofnun auk þess sinna stundakennslu við Háskóla Íslands. Frá 2002-2005 stundaði Ragna doktorsnám í félagssálfræði við háskólann í Sussex í Englandi. Doktorsritgerð hennar fjallaði um ólíkar mælingar á efnishyggju og tengsl efnishyggju við líðan fólks.

Myndir:
  • Úr safni RBG.

...