Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heita afkvæmi hýena og foreldrar?

Jón Már Halldórsson

Hýenur mynda sína eigin ætt, hýenuætt (Hyaenidae) sem tilheyrir ættbálki rándýra (Carnivora) og undirættbálki kattlegra dýra (Feliformia). Ætt kattardýra (Felidae) tilheyrir einnig þessum undirættbálki. Hundaættin (Canidae) tilheyrir hins vegar undirættbálki hundlegra dýra (Caniformia). Hýenur eru því skyldari köttum heldur en hundum.

Alls finnast fjórar tegundir hýena í Afríku (tegundir innan ættarinnar Hyaenidae), þær eru brúnhýenan (Hyena brunnea), blettahýenan (Crocuta crocuta), jarðúlfurinn (Proteles cristatus) og rákahýenan (Hyena hyena). Nánar er fjallað um þessar tegundir í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru margar hýenur í Afríku?

Hýenutík með hvolp.

Kvenkyns hýena kallast á ensku bitch sem útleggst á íslensku sem tík, líkt og hjá hundum og úlfum (Canis spp.). Karldýrið er yfirleitt nefnt male hyena á ensku og mætti kannski kalla hann rakka á íslensku til að gæta samræmis við heiti kvendýrsins. Það er venja að kalla afkvæmi stærri rándýra á ensku cubs eða hvolpa og því ekki rangt að tala um afkvæmi hýena sem hvolpa.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.10.2018

Spyrjandi

Snæfríður Edda Ragnarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað heita afkvæmi hýena og foreldrar?“ Vísindavefurinn, 3. október 2018, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75940.

Jón Már Halldórsson. (2018, 3. október). Hvað heita afkvæmi hýena og foreldrar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75940

Jón Már Halldórsson. „Hvað heita afkvæmi hýena og foreldrar?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2018. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75940>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heita afkvæmi hýena og foreldrar?
Hýenur mynda sína eigin ætt, hýenuætt (Hyaenidae) sem tilheyrir ættbálki rándýra (Carnivora) og undirættbálki kattlegra dýra (Feliformia). Ætt kattardýra (Felidae) tilheyrir einnig þessum undirættbálki. Hundaættin (Canidae) tilheyrir hins vegar undirættbálki hundlegra dýra (Caniformia). Hýenur eru því skyldari köttum heldur en hundum.

Alls finnast fjórar tegundir hýena í Afríku (tegundir innan ættarinnar Hyaenidae), þær eru brúnhýenan (Hyena brunnea), blettahýenan (Crocuta crocuta), jarðúlfurinn (Proteles cristatus) og rákahýenan (Hyena hyena). Nánar er fjallað um þessar tegundir í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru margar hýenur í Afríku?

Hýenutík með hvolp.

Kvenkyns hýena kallast á ensku bitch sem útleggst á íslensku sem tík, líkt og hjá hundum og úlfum (Canis spp.). Karldýrið er yfirleitt nefnt male hyena á ensku og mætti kannski kalla hann rakka á íslensku til að gæta samræmis við heiti kvendýrsins. Það er venja að kalla afkvæmi stærri rándýra á ensku cubs eða hvolpa og því ekki rangt að tala um afkvæmi hýena sem hvolpa.

Mynd:

...