Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Geta hýenur verið tvíkynja?

Jón Már Halldórsson

Víða í dýraríkinu má finna dýr sem eru tvíkynja (e. hermaphrodite). Slíkt þekkist meðal annars hjá sniglum og fiskum. Hýenur (Hyaenidae), líkt og önnur spendýr, eru þó ekki tvíkynja.

Víða í dýraríkinu má finna dýr sem eru tvíkynja en hýenur, líkt og önnur spendýr, eru þó ekki tvíkynja. Myndin sýnir blettahýenu (Crocuta crocuta).

Vangaveltur um að blettahýenur (Crocuta crocuta) væru tvíkynja komu fram á 19. öld hjá breskum nýlendumönnum í Afríku. Töldu þeir að blettahýenur sem greinilega voru mjólkandi, væru einnig með getnaðarlim. Rannsóknir á felldum tíkum leiddu í ljós að þær voru með vel þroskaða og heilbrigða eggjastokka og leg en óvenjustórvaxinn sníp. Snípur blettahýenanna getur auk þess risið, líkt og getnaðarlimur, og minnir því óneitanlega á getnaðarlim.

Dýrafræðingar kalla þetta gervigetnaðarlim (e. pseudo-penis). Aðeins er þó um að ræða stórvaxinn sníp en ekki getnaðarlim og nýtist hann því ekki sem slíkur.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.11.2016

Spyrjandi

Guðlaug Birgisdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta hýenur verið tvíkynja?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2016. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72321.

Jón Már Halldórsson. (2016, 2. nóvember). Geta hýenur verið tvíkynja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72321

Jón Már Halldórsson. „Geta hýenur verið tvíkynja?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2016. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72321>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta hýenur verið tvíkynja?
Víða í dýraríkinu má finna dýr sem eru tvíkynja (e. hermaphrodite). Slíkt þekkist meðal annars hjá sniglum og fiskum. Hýenur (Hyaenidae), líkt og önnur spendýr, eru þó ekki tvíkynja.

Víða í dýraríkinu má finna dýr sem eru tvíkynja en hýenur, líkt og önnur spendýr, eru þó ekki tvíkynja. Myndin sýnir blettahýenu (Crocuta crocuta).

Vangaveltur um að blettahýenur (Crocuta crocuta) væru tvíkynja komu fram á 19. öld hjá breskum nýlendumönnum í Afríku. Töldu þeir að blettahýenur sem greinilega voru mjólkandi, væru einnig með getnaðarlim. Rannsóknir á felldum tíkum leiddu í ljós að þær voru með vel þroskaða og heilbrigða eggjastokka og leg en óvenjustórvaxinn sníp. Snípur blettahýenanna getur auk þess risið, líkt og getnaðarlimur, og minnir því óneitanlega á getnaðarlim.

Dýrafræðingar kalla þetta gervigetnaðarlim (e. pseudo-penis). Aðeins er þó um að ræða stórvaxinn sníp en ekki getnaðarlim og nýtist hann því ekki sem slíkur.

Mynd:...