Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jakobsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Páll Jakobsson er prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið viðriðinn fjölmörg rannsóknarverkefni sem flest snúa að svokölluðum gammablossum, en þeir eru björtustu og orkumestu sprengingar í alheimi, tengdar þyngdarhruni massamestu stjarnanna og eru blossarnir sýnilegir úr órafjarlægð. Ein mikilvægasta niðurstaða þeirra rannsókna var mæling á blossa sem reyndist fjarlægasta fyrirbæri sem nokkurn tímann hefur sést í alheimi. Atburðurinn varð fyrir 13 milljörðum ára, einungis 600 milljónum árum eftir Miklahvell og er sönnun þess hversu mikilvægir gammablossar eru í rannsóknum á hinum unga alheimi.

Páll (til hægri) ásamt doktorsnema sínum, Kasper Heintz.

Páll hefur einnig lagt áherslu á að nota blossana sem verkfæri til að rannsaka myndun og þróun vetrarbrauta í alheiminum. Til þess hefur hann meðal annars yfirumsjón með öllum gammablossamælingum á Norræna sjónaukanum og leiðir þar stóran hóp alþjóðlegra stjörnufræðinga. Nýlega hefur Páll beint sjónum sínum að þyngdarbylgjum og er hluti af alþjóðlegum samstarfshópi sem mældi ljós frá þyngdarbylgjulind í fyrsta sinn. Uppgötvunin varpaði nýju ljósi á uppruna þungra frumefna eins og gulls og platínu. Hún markaði jafnframt þáttaskil í stjarnvísindum því í fyrsta sinn tókst að sameina hefðbundin stjarnvísindi, byggð á rafsegulgeislun, og hin nýju þyngdarbylgjuvísindi.

Páll fæddist 1976 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1996. Hann lauk BS-prófi í eðlisfræði við Háskóla Íslands 1999, MS-prófi í stjarneðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 2002 og doktorsprófi frá sama skóla 2005. Á árunum 2006-2008 var hann Marie Curie-nýdoktor við Háskólann í Hertfordshire í Englandi. Páll hefur starfað við Háskóla Íslands frá 2008 og gegnt stöðu prófessors frá 2010. Hann hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2012 og er núverandi kennslustjóri námsbrautar í eðlisfræði og formaður Stjarnvísindafélags Íslands.

Mynd:

Útgáfudagur

29.8.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jakobsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2018, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76213.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 29. ágúst). Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jakobsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76213

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jakobsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2018. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76213>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jakobsson rannsakað?
Páll Jakobsson er prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið viðriðinn fjölmörg rannsóknarverkefni sem flest snúa að svokölluðum gammablossum, en þeir eru björtustu og orkumestu sprengingar í alheimi, tengdar þyngdarhruni massamestu stjarnanna og eru blossarnir sýnilegir úr órafjarlægð. Ein mikilvægasta niðurstaða þeirra rannsókna var mæling á blossa sem reyndist fjarlægasta fyrirbæri sem nokkurn tímann hefur sést í alheimi. Atburðurinn varð fyrir 13 milljörðum ára, einungis 600 milljónum árum eftir Miklahvell og er sönnun þess hversu mikilvægir gammablossar eru í rannsóknum á hinum unga alheimi.

Páll (til hægri) ásamt doktorsnema sínum, Kasper Heintz.

Páll hefur einnig lagt áherslu á að nota blossana sem verkfæri til að rannsaka myndun og þróun vetrarbrauta í alheiminum. Til þess hefur hann meðal annars yfirumsjón með öllum gammablossamælingum á Norræna sjónaukanum og leiðir þar stóran hóp alþjóðlegra stjörnufræðinga. Nýlega hefur Páll beint sjónum sínum að þyngdarbylgjum og er hluti af alþjóðlegum samstarfshópi sem mældi ljós frá þyngdarbylgjulind í fyrsta sinn. Uppgötvunin varpaði nýju ljósi á uppruna þungra frumefna eins og gulls og platínu. Hún markaði jafnframt þáttaskil í stjarnvísindum því í fyrsta sinn tókst að sameina hefðbundin stjarnvísindi, byggð á rafsegulgeislun, og hin nýju þyngdarbylgjuvísindi.

Páll fæddist 1976 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1996. Hann lauk BS-prófi í eðlisfræði við Háskóla Íslands 1999, MS-prófi í stjarneðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 2002 og doktorsprófi frá sama skóla 2005. Á árunum 2006-2008 var hann Marie Curie-nýdoktor við Háskólann í Hertfordshire í Englandi. Páll hefur starfað við Háskóla Íslands frá 2008 og gegnt stöðu prófessors frá 2010. Hann hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2012 og er núverandi kennslustjóri námsbrautar í eðlisfræði og formaður Stjarnvísindafélags Íslands.

Mynd:

...