Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Hildigunnur Ólafsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Hildigunnur Ólafsdóttir er afbrotafræðingur og félagi í ReykjavíkurAkademíunni. Viðfangsefni hennar eru á sviði afbrotafræði og áfengisrannsókna. Hún hefur fengist við rannsóknir á ofbeldi gegn konum eins og heimilisofbeldi og meðferð nauðgunarmála í refsivörslukerfinu, breytingum á neysluvenjum áfengis, félagslegu tjóni af völdum áfengisneyslu, AA-samtökunum og meðferðarkerfum, stefnumörkun áfengismála og þjóðfélagslegum afleiðingum þeirra og sögu áfengisverslunar. Hún hefur ein eða í samstarfi við aðra skrifað bækur, birt greinar og bókarkafla á sérsviði sínu.

Hún tók þátt í fjölþjóðlegri rannsókn á AA-samtökunum Alcoholics Anonymous as a Mutual-Help Movement. A Study in Eight Societies (1996) þar sem sjónarhorninu er beint að samtökunum sem einstakri félagslegri hreyfingu og hvernig þau starfa á ólíkum menningarsvæðum. Í doktorsritgerð sinni Alcoholics Anonymous in Iceland. From Marginality to Mainstream Culture (2000) greindi Hildigunnur hvernig hugmyndir og aðferðir samtakanna hafa aðlagast íslensku samfélagi.

Viðfangsefni Hildigunnar eru á sviði afbrotafræði og áfengisrannsókna.

Bókina Engin venjuleg verslun: saga Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í 90 ár (2018) skrifaði Hildigunnur ásamt Sumarliða Ísleifssyni og Sverri Jakobssyni. Í ritinu er fjallað um það samfélagslega samhengi sem fyrirtækið sjálft er sprottið úr, uppbyggingu þess og hlutverk. Hildigunnur skrifar síðasta hluta bókarinnar sem hefst með afnámi bjórbannsins 1989 og breytingu Áfengisverslunarinnar úr hefðbundnu ríkisfyrirtæki í þjónustustofnun með samfélagslega ábyrgð.

Hildigunnur hefur verið virk í norrænu og fjölþjóðlegu rannsóknarstarfi. Hún hefur tekið þátt í mörgum fjölþjóða samanburðarrannsóknum og setið í norrænum og alþjóðlegum stjórnum og ritstjórnum á sviði áfengisrannsókna og afbrotafræði.

Hildigunnur er fædd árið 1944. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1964, útskrifaðist með cand. polit.-gráðu með afbrotafræði sem aðalgrein frá Háskólanum í Osló árið 1971 og varð dr. philos. þaðan 1998. Hildigunnur vann lengi við áfengisrannsóknir á geðdeild Landspítalans og var seinna sjálfstætt starfandi fræðimaður með starfsstöð í ReykjavíkurAkademíunni. Hún var gestavísindamaður við Addiction Research Foundation í Toronto í Kanada 1992, Statens institutt for alkohol- og narkotikaforskning í Osló og Institutt for kriminologi, Háskólanum í Osló 1994. Hún var stundakennari við Háskóla Íslands í mörg ár.

Mynd:

Útgáfudagur

31.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hildigunnur Ólafsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 31. október 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76550.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 31. október). Hvaða rannsóknir hefur Hildigunnur Ólafsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76550

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hildigunnur Ólafsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76550>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Hildigunnur Ólafsdóttir stundað?
Hildigunnur Ólafsdóttir er afbrotafræðingur og félagi í ReykjavíkurAkademíunni. Viðfangsefni hennar eru á sviði afbrotafræði og áfengisrannsókna. Hún hefur fengist við rannsóknir á ofbeldi gegn konum eins og heimilisofbeldi og meðferð nauðgunarmála í refsivörslukerfinu, breytingum á neysluvenjum áfengis, félagslegu tjóni af völdum áfengisneyslu, AA-samtökunum og meðferðarkerfum, stefnumörkun áfengismála og þjóðfélagslegum afleiðingum þeirra og sögu áfengisverslunar. Hún hefur ein eða í samstarfi við aðra skrifað bækur, birt greinar og bókarkafla á sérsviði sínu.

Hún tók þátt í fjölþjóðlegri rannsókn á AA-samtökunum Alcoholics Anonymous as a Mutual-Help Movement. A Study in Eight Societies (1996) þar sem sjónarhorninu er beint að samtökunum sem einstakri félagslegri hreyfingu og hvernig þau starfa á ólíkum menningarsvæðum. Í doktorsritgerð sinni Alcoholics Anonymous in Iceland. From Marginality to Mainstream Culture (2000) greindi Hildigunnur hvernig hugmyndir og aðferðir samtakanna hafa aðlagast íslensku samfélagi.

Viðfangsefni Hildigunnar eru á sviði afbrotafræði og áfengisrannsókna.

Bókina Engin venjuleg verslun: saga Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í 90 ár (2018) skrifaði Hildigunnur ásamt Sumarliða Ísleifssyni og Sverri Jakobssyni. Í ritinu er fjallað um það samfélagslega samhengi sem fyrirtækið sjálft er sprottið úr, uppbyggingu þess og hlutverk. Hildigunnur skrifar síðasta hluta bókarinnar sem hefst með afnámi bjórbannsins 1989 og breytingu Áfengisverslunarinnar úr hefðbundnu ríkisfyrirtæki í þjónustustofnun með samfélagslega ábyrgð.

Hildigunnur hefur verið virk í norrænu og fjölþjóðlegu rannsóknarstarfi. Hún hefur tekið þátt í mörgum fjölþjóða samanburðarrannsóknum og setið í norrænum og alþjóðlegum stjórnum og ritstjórnum á sviði áfengisrannsókna og afbrotafræði.

Hildigunnur er fædd árið 1944. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1964, útskrifaðist með cand. polit.-gráðu með afbrotafræði sem aðalgrein frá Háskólanum í Osló árið 1971 og varð dr. philos. þaðan 1998. Hildigunnur vann lengi við áfengisrannsóknir á geðdeild Landspítalans og var seinna sjálfstætt starfandi fræðimaður með starfsstöð í ReykjavíkurAkademíunni. Hún var gestavísindamaður við Addiction Research Foundation í Toronto í Kanada 1992, Statens institutt for alkohol- og narkotikaforskning í Osló og Institutt for kriminologi, Háskólanum í Osló 1994. Hún var stundakennari við Háskóla Íslands í mörg ár.

Mynd:

...