Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru tíkur oftast með marga spena?

Jón Már Halldórsson

Eitt helsta einkenni spendýra er að ungviðið er alið á mjólk sem drukkin er úr spenum. Nefdýr eru reyndar undantekning þar sem kvendýrin hafa ekki spena heldur er op mjólkurkirtlanna við þykk hár sem ungviðið sýgur. Fjöldi spena er afar mismunandi á milli tegunda en er gjarnan nokkuð nálægt þeim meðalfjölda afkvæma sem búast má við hjá hverri tegund. Sem dæmi þá eru flestir prímatar með tvo spena en gyltur með 18. Þetta er leið náttúrunnar til að reyna að tryggja að öll afkvæmin hafi aðgang að næringu.

Algengast er að tíkur hafi átta til tíu spena.

Hundar tilheyra allir sömu tegundinni (Canis familiaris) en hún greinist hins vegar í fjölmörg ólík kyn. Fjöldi spena er mismunandi eftir því af hvaða kyni tík er. Algengast er að spenarnir séu átta eða tíu en þeir geta verið allt niður í sex og upp í tólf. Jafnvel er þekkt að þeir séu oddatala. Stundum eru einhverjir spenar óvirkir og á það sérstaklega við þegar tík hefur marga. Einnig er vel þekkt að spenar geti verið staðsettir svo nálægt öðrum spenum að þeir nýtast ekkert.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.4.2019

Spyrjandi

Daðey Arna Sheng Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru tíkur oftast með marga spena?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2019, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77063.

Jón Már Halldórsson. (2019, 24. apríl). Hvað eru tíkur oftast með marga spena? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77063

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru tíkur oftast með marga spena?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2019. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77063>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru tíkur oftast með marga spena?
Eitt helsta einkenni spendýra er að ungviðið er alið á mjólk sem drukkin er úr spenum. Nefdýr eru reyndar undantekning þar sem kvendýrin hafa ekki spena heldur er op mjólkurkirtlanna við þykk hár sem ungviðið sýgur. Fjöldi spena er afar mismunandi á milli tegunda en er gjarnan nokkuð nálægt þeim meðalfjölda afkvæma sem búast má við hjá hverri tegund. Sem dæmi þá eru flestir prímatar með tvo spena en gyltur með 18. Þetta er leið náttúrunnar til að reyna að tryggja að öll afkvæmin hafi aðgang að næringu.

Algengast er að tíkur hafi átta til tíu spena.

Hundar tilheyra allir sömu tegundinni (Canis familiaris) en hún greinist hins vegar í fjölmörg ólík kyn. Fjöldi spena er mismunandi eftir því af hvaða kyni tík er. Algengast er að spenarnir séu átta eða tíu en þeir geta verið allt niður í sex og upp í tólf. Jafnvel er þekkt að þeir séu oddatala. Stundum eru einhverjir spenar óvirkir og á það sérstaklega við þegar tík hefur marga. Einnig er vel þekkt að spenar geti verið staðsettir svo nálægt öðrum spenum að þeir nýtast ekkert.

Heimildir og mynd:

...