Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vaxa krækiber annars staðar en á Íslandi?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „já“.

Krækiber eru ber plöntutegundar sem kallast krækilyng (Empetrum nigrum) en það er útbreitt um allt norðurheimskautið, aðallega fyrir norðan 60. breiddargráðu. Krækilyng finnst þó einnig á hálendum svæðum sunnar á jörðinni. Fræ berjanna berast auðveldlega langar leiðir með fuglum og þannig hefur tegundin breiðst út um allt norðurheimskautið.

Krækilyng er útbreitt um allt norðurheimskautið eins og sést á þessu korti. Græni liturinn sýnir útbreiðsluna.

Krækilyng er ein af algengari jurtum Íslands og finnst næstum alls staðar á Íslandi. Það vex frekar á berangri heldur en á skjólríkum stöðum. Krækilyng skiptist í tvær deilitegundir. Önnur (ssp. nigrum) vex bara á láglendi og hefur einkynja blóm en hin deilitegundin (ssp. hermaphroditum) er miklu algengari og finnst bæði á láglendi og upp til fjalla. Blóm þeirrar deilitegundar eru tvíkynja.

Kort sem sýnir útbreiðslu krækilyngs á Íslandi.

Krækilyng barst til Ísland löngu fyrir landnám. Í Geitkarlsvötnum í Skagahreppi hafa fundist frjókorn krækilyngs í um 10.000 ára gömlum setlögum.

Heimildir:

Myndir:

Útgáfudagur

22.2.2019

Spyrjandi

Þorgrímur Erik Rodríguez

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Vaxa krækiber annars staðar en á Íslandi? “ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2019. Sótt 5. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=77162.

JGÞ. (2019, 22. febrúar). Vaxa krækiber annars staðar en á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77162

JGÞ. „Vaxa krækiber annars staðar en á Íslandi? “ Vísindavefurinn. 22. feb. 2019. Vefsíða. 5. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77162>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorvaldur Gylfason

1951

Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði í HÍ. Rannsóknir Þorvalds spanna allbreitt svið: þjóðhagfræði, hagþróun, náttúruauðlindir og auðlindastjórn og stjórnskipun og stjórnarskrár.