Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Getið þið sagt mér allt um hundakynið tosa inu sem er bannað á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Tosa inu (einnig kallað japanskur mastiff) er afbrigði sem upphaflega var ræktað sem bardagahundar í Tosa-héraði (sem í dag nefnist Köchi) á japönsku eyjunni Shikoku. Afbrigðið er frekar sjaldgæft en þetta eru einu hundarnir sem löglegt er að nota í hundaati í Japan í dag.

Talið er að þetta ræktunarafbrigði hafi komið fram á seinni hluta 19. aldar og þá ræktað frá ævagömlu japönsku afbrigði sem nefnist shikoku inu, í bland við þekkt evrópsk hundakyn svo sem gamla enska bolabítinn (e. old english bulldog), enskan mastiff, stórdana og sankti bernharðs-hund. Hinn japanski shikuku-hundur er ekki nema um 25 kg að þyngd og 55 cm á herðakamb en með því að blanda honum við þessi evrópsku kyn öflugra hunda var hægt að ná fram stærð og styrk sem sóst var eftir. Stærð tosa inu er nokkuð breytileg, hundar ræktaðir í Japan eru gjarnan 35-60 kg en utan Japan eru þeir yfirleitt stærri eða 60-90 kg.

Tosa inu eru stórir og öflugir hundar sem eru bannaðir í sumum löndum, þar með talið á Íslandi.

Tosa inu eru bannaðir hér á landi. Sama gildir um ýmis önnur lönd þar sem þeir eru ólöglegir eða um þá gilda sérstakar reglur. Það á meðal annars við um í Noregi, Danmörku, Ástralíu, Nýja –Sjálandi, Möltu, Írlandi og Bretlandseyjum, en einnig á Fiji-eyjum, Malasíu, Singapore, Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ástæðan fyrir banni eða hörðum reglum er sú að þessir hundar geta verið hættulegir mönnum og ekki hæfir í þau not sem við höfum af hundum í dag. Vissulega er hægt að ala þá upp sem blíða heimilishunda en valræktunin á þeim hefur beinst að því að rækta upp bardagahunda, þeir eru afar öflugir, geta valdið fólki miklu líkamstjóni og teljast ekki öruggir á heimilum. Þeir eru krefjandi, þurfa mikinn aga og það er ekki á færi hvers sem er að eiga slíkan hund. Vandamál geta einnig skapast þegar þeir umgangast aðra hunda. Þeir sýna mikla árásarhneigð og geta stórskaðað aðra hunda enda eiga fæstir hundar roð í tosa inu.

Hægt er að lesa meira um tosa inu í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða hundar eða hundakyn eru bönnuð á Íslandi?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.8.2021

Spyrjandi

Sigtryggur Einar Sævarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um hundakynið tosa inu sem er bannað á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2021. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80802.

Jón Már Halldórsson. (2021, 3. ágúst). Getið þið sagt mér allt um hundakynið tosa inu sem er bannað á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80802

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um hundakynið tosa inu sem er bannað á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2021. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80802>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um hundakynið tosa inu sem er bannað á Íslandi?
Tosa inu (einnig kallað japanskur mastiff) er afbrigði sem upphaflega var ræktað sem bardagahundar í Tosa-héraði (sem í dag nefnist Köchi) á japönsku eyjunni Shikoku. Afbrigðið er frekar sjaldgæft en þetta eru einu hundarnir sem löglegt er að nota í hundaati í Japan í dag.

Talið er að þetta ræktunarafbrigði hafi komið fram á seinni hluta 19. aldar og þá ræktað frá ævagömlu japönsku afbrigði sem nefnist shikoku inu, í bland við þekkt evrópsk hundakyn svo sem gamla enska bolabítinn (e. old english bulldog), enskan mastiff, stórdana og sankti bernharðs-hund. Hinn japanski shikuku-hundur er ekki nema um 25 kg að þyngd og 55 cm á herðakamb en með því að blanda honum við þessi evrópsku kyn öflugra hunda var hægt að ná fram stærð og styrk sem sóst var eftir. Stærð tosa inu er nokkuð breytileg, hundar ræktaðir í Japan eru gjarnan 35-60 kg en utan Japan eru þeir yfirleitt stærri eða 60-90 kg.

Tosa inu eru stórir og öflugir hundar sem eru bannaðir í sumum löndum, þar með talið á Íslandi.

Tosa inu eru bannaðir hér á landi. Sama gildir um ýmis önnur lönd þar sem þeir eru ólöglegir eða um þá gilda sérstakar reglur. Það á meðal annars við um í Noregi, Danmörku, Ástralíu, Nýja –Sjálandi, Möltu, Írlandi og Bretlandseyjum, en einnig á Fiji-eyjum, Malasíu, Singapore, Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ástæðan fyrir banni eða hörðum reglum er sú að þessir hundar geta verið hættulegir mönnum og ekki hæfir í þau not sem við höfum af hundum í dag. Vissulega er hægt að ala þá upp sem blíða heimilishunda en valræktunin á þeim hefur beinst að því að rækta upp bardagahunda, þeir eru afar öflugir, geta valdið fólki miklu líkamstjóni og teljast ekki öruggir á heimilum. Þeir eru krefjandi, þurfa mikinn aga og það er ekki á færi hvers sem er að eiga slíkan hund. Vandamál geta einnig skapast þegar þeir umgangast aðra hunda. Þeir sýna mikla árásarhneigð og geta stórskaðað aðra hunda enda eiga fæstir hundar roð í tosa inu.

Hægt er að lesa meira um tosa inu í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða hundar eða hundakyn eru bönnuð á Íslandi?

Heimildir og mynd:

...