Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að vera með ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni?

Davíð Gíslason

Eins og fram kemur í öðru svari á Vísindavefnum þá geta fuglar valdið ofnæmi, bæði bráðaofnæmi og svokölluðu fuglavinafári. En þá vaknar sú spurning hvort fólk geti fengið ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni.

Fuglar geta valdið ofnnæmi og koma ofnæmisvakarnir úr fiðrinu eða driti fuglanna.

Nokkrar greinar hafa birst um þetta efni, sú fyrsta árið 2003,[1] þar sem lýst er einu tilfelli af fuglavinafári sem kallað var „Feather duvet lung.“ Síðan hafa birst fleiri greinar sem lýsa fuglavinafári af dúnsængum, þar sem sængurnar innihalda dún frá öndum eða gæsum. Var fjallað um þetta í blaðinu Guardian í nóvember 2019, eftir að British Medical Journal hafði birt frásögn af einum slíkum sjúklingi. Það þarf því að hafa þennan möguleika í huga þegar grunur er um að sjúklingur sé með ofnæmislungnabólgu og raunar einnig ef grunur er um bráðaofnæmi. Eigi að síður hlýtur þetta að vera afar sjaldgæft, þar sem dúnsængur skipta sjálfsagt hundruðum milljóna, en þekktir sjúklingar vegna þeirra eru ekki margir.

Afar ólíklegt er að sængur úr æðardún geti valdið ofnæmi, þar sem dúnninn er hitaður upp fyrir 100°C í nokkrar klukkustundir áður en hann er hreinsaður og það breytir þannig öllum prótínum sem í honum kunna að finnast. Frá árinu 1978 hef ég aðeins séð einn einstakling sem virtist hafa ofnæmi fyrir óhreinum dún, en það kann að hafa verið ofnæmi fyrir fló eða maurum.

Dúnsængur geta mögulega valdið ofnæmi en það hlýtur að teljast afar sjaldgæft.

Það hefur lengi verið trú manna að dúnsængur væru varasamar fyrir þá sem eru með rykmítlaofnæmi, vegna þess að rykmítlar tímguðust betur í dúnsængum en sængum úr gerviefnum. Þessu er þó alveg öfugt farið. Rykmítlar tímgast miklu betur í sængum úr gerviefnum.[2] Ekki er vitað í hverju það er fólgið, en rykmítlar tímgast ekki nema við 45% raka eða meira. Líklega eru dúnsængur léttari og lofta betur en sængur úr gerviefnum og gæti það þýtt lægra rakastig í rúminu hjá þeim sem sofa með dúnsæng.

Tilvísanir:
  1. ^ Naohiko Inase, Yoshioi Ohtan, Junji Endo o.fl. Feather duvet lung. Med Sci Monit. 2003 May; 9(5): S. 37-40.
  2. ^ Sarah Mills, Robert Sieberts, Kristin Wickens o.fl. House dust mite allergen in individual bedding components in New Zealand. N Z Med J. 2002 Apr 12; 115 (1151): 151-3.

Myndir:

Höfundur

Davíð Gíslason

sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum

Útgáfudagur

6.9.2022

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Davíð Gíslason. „Er hægt að vera með ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni?“ Vísindavefurinn, 6. september 2022, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83959.

Davíð Gíslason. (2022, 6. september). Er hægt að vera með ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83959

Davíð Gíslason. „Er hægt að vera með ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni?“ Vísindavefurinn. 6. sep. 2022. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83959>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að vera með ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni?
Eins og fram kemur í öðru svari á Vísindavefnum þá geta fuglar valdið ofnæmi, bæði bráðaofnæmi og svokölluðu fuglavinafári. En þá vaknar sú spurning hvort fólk geti fengið ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni.

Fuglar geta valdið ofnnæmi og koma ofnæmisvakarnir úr fiðrinu eða driti fuglanna.

Nokkrar greinar hafa birst um þetta efni, sú fyrsta árið 2003,[1] þar sem lýst er einu tilfelli af fuglavinafári sem kallað var „Feather duvet lung.“ Síðan hafa birst fleiri greinar sem lýsa fuglavinafári af dúnsængum, þar sem sængurnar innihalda dún frá öndum eða gæsum. Var fjallað um þetta í blaðinu Guardian í nóvember 2019, eftir að British Medical Journal hafði birt frásögn af einum slíkum sjúklingi. Það þarf því að hafa þennan möguleika í huga þegar grunur er um að sjúklingur sé með ofnæmislungnabólgu og raunar einnig ef grunur er um bráðaofnæmi. Eigi að síður hlýtur þetta að vera afar sjaldgæft, þar sem dúnsængur skipta sjálfsagt hundruðum milljóna, en þekktir sjúklingar vegna þeirra eru ekki margir.

Afar ólíklegt er að sængur úr æðardún geti valdið ofnæmi, þar sem dúnninn er hitaður upp fyrir 100°C í nokkrar klukkustundir áður en hann er hreinsaður og það breytir þannig öllum prótínum sem í honum kunna að finnast. Frá árinu 1978 hef ég aðeins séð einn einstakling sem virtist hafa ofnæmi fyrir óhreinum dún, en það kann að hafa verið ofnæmi fyrir fló eða maurum.

Dúnsængur geta mögulega valdið ofnæmi en það hlýtur að teljast afar sjaldgæft.

Það hefur lengi verið trú manna að dúnsængur væru varasamar fyrir þá sem eru með rykmítlaofnæmi, vegna þess að rykmítlar tímguðust betur í dúnsængum en sængum úr gerviefnum. Þessu er þó alveg öfugt farið. Rykmítlar tímgast miklu betur í sængum úr gerviefnum.[2] Ekki er vitað í hverju það er fólgið, en rykmítlar tímgast ekki nema við 45% raka eða meira. Líklega eru dúnsængur léttari og lofta betur en sængur úr gerviefnum og gæti það þýtt lægra rakastig í rúminu hjá þeim sem sofa með dúnsæng.

Tilvísanir:
  1. ^ Naohiko Inase, Yoshioi Ohtan, Junji Endo o.fl. Feather duvet lung. Med Sci Monit. 2003 May; 9(5): S. 37-40.
  2. ^ Sarah Mills, Robert Sieberts, Kristin Wickens o.fl. House dust mite allergen in individual bedding components in New Zealand. N Z Med J. 2002 Apr 12; 115 (1151): 151-3.

Myndir:...