Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvenær gaus Hekla fyrst?

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson

Ekki er vitað hvenær gos hófust í eldstöðvakerfi Heklu, en sögu þess má rekja aftur á ísöld sem móbergshryggi og fell.[1] Á fyrstu árþúsundum eftir ísöld runnu allmörg basalthraun fram á láglendið suðvestan Heklu. Víkingslækjarhraun komst þeirra lengst að jökulöldum Búðaraðar við Gunnarsholt og Ytri-Rangá við Geldingalæk. Hraunin hafa ekki verið rakin til upptaka, en eru vafalítið ættuð úr gígaröðum á suðvesturhluta Heklu- og Vatnafjallakerfis.

Ekki er vitað hvenær gos hófust í eldstöðvakerfi Heklu, en sögu þess má rekja aftur á ísöld. Fyrir rúmlega 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum nú. Myndin er málverk af Heklu frá því um 1836.

Fyrir rúmlega 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum nú. Elsta gjóskulag sem með vissu má rekja til Heklu, er gulhvítt, súrt gjóskulag sem kallast Hekla-5 og féll fyrir um 7100 árum.[2] Að minnsta kosti eitt eldra ísúrt gjóskulag virðist þó eiga upptök í Heklu. Þá þegar hafði kvikuhólf með súrri (og ísúrri) kviku myndast undir megineldstöðinni. Gjóskulagið Hekla-5 var líklega um þrír rúmkílómetrar nýfallið . Gjóskan barst til norðlægra átta yfir um 62.000 ferkílómetra lands, og mesta mælda þykkt er um 160 sentimetrar í um átta kílómetra fjarlægð frá Heklutindi.

Tilvísanir:
  1. ^ Sveinn P. Jakobsson, 1979. Petrology of Recent Basalts of the Eastern Volcanic Zone, Iceland. Náttúrfræðistofnun Íslands, Acta Naturalia Islandica, 26, 1-103.
  2. ^ Guðrún Larsen og Sigurður Þórarinsson, 1977. H-4 and other acid Hekla tephra layers. Jökull, 27, 28-46. Elsa G. Vilmundardóttir og Ingibjörg Kaldal, 1982. Holocene sedimentary sequence at Trjáviðarlækur basin, Þjórsárdalur, Southern Iceland. Jökull, 32, 49-59.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum.

Upprunalega spurningin var: Hvað er vitað að Hekla hafi gosið oft og á hvaða árum?

Höfundar

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Guðrún Sverrisdóttir

sérfræðingur við Jarðvísindastofnun HÍ

Haukur Jóhannesson

jarðfræðingur

Árni Hjartarson

jarðfræðingur

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.4.2023

Spyrjandi

Viktor Már Sigurðsson

Tilvísun

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson. „Hvenær gaus Hekla fyrst?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2023. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84946.

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson. (2023, 27. apríl). Hvenær gaus Hekla fyrst? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84946

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson. „Hvenær gaus Hekla fyrst?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2023. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84946>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær gaus Hekla fyrst?
Ekki er vitað hvenær gos hófust í eldstöðvakerfi Heklu, en sögu þess má rekja aftur á ísöld sem móbergshryggi og fell.[1] Á fyrstu árþúsundum eftir ísöld runnu allmörg basalthraun fram á láglendið suðvestan Heklu. Víkingslækjarhraun komst þeirra lengst að jökulöldum Búðaraðar við Gunnarsholt og Ytri-Rangá við Geldingalæk. Hraunin hafa ekki verið rakin til upptaka, en eru vafalítið ættuð úr gígaröðum á suðvesturhluta Heklu- og Vatnafjallakerfis.

Ekki er vitað hvenær gos hófust í eldstöðvakerfi Heklu, en sögu þess má rekja aftur á ísöld. Fyrir rúmlega 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum nú. Myndin er málverk af Heklu frá því um 1836.

Fyrir rúmlega 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum nú. Elsta gjóskulag sem með vissu má rekja til Heklu, er gulhvítt, súrt gjóskulag sem kallast Hekla-5 og féll fyrir um 7100 árum.[2] Að minnsta kosti eitt eldra ísúrt gjóskulag virðist þó eiga upptök í Heklu. Þá þegar hafði kvikuhólf með súrri (og ísúrri) kviku myndast undir megineldstöðinni. Gjóskulagið Hekla-5 var líklega um þrír rúmkílómetrar nýfallið . Gjóskan barst til norðlægra átta yfir um 62.000 ferkílómetra lands, og mesta mælda þykkt er um 160 sentimetrar í um átta kílómetra fjarlægð frá Heklutindi.

Tilvísanir:
  1. ^ Sveinn P. Jakobsson, 1979. Petrology of Recent Basalts of the Eastern Volcanic Zone, Iceland. Náttúrfræðistofnun Íslands, Acta Naturalia Islandica, 26, 1-103.
  2. ^ Guðrún Larsen og Sigurður Þórarinsson, 1977. H-4 and other acid Hekla tephra layers. Jökull, 27, 28-46. Elsa G. Vilmundardóttir og Ingibjörg Kaldal, 1982. Holocene sedimentary sequence at Trjáviðarlækur basin, Þjórsárdalur, Southern Iceland. Jökull, 32, 49-59.

Mynd:


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar (2013) og birt með góðfúslegu leyfi. Það er lítillega aðlagað Vísindavefnum.

Upprunalega spurningin var: Hvað er vitað að Hekla hafi gosið oft og á hvaða árum?...