Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var lax í ám á Íslandi við landnám?

Arnar Pálsson

Stutta svarið við spurningunni er að það er ekki vitað með vissu en rannsóknir á svonefndu umhverfiserfðaefni (e. environmental DNA) gætu skorið úr því.

Á kuldaskeiðum ísaldar var Ísland þakið þykkum ís. Á hápunkti síðasta kuldaskeiðs fyrir meira en 17.000 árum er talið að 1.500 (±500) metra þykkur ís hafi hulið landið. Flóra og fána landsins hefur verið fábreytt á þeim tíma. Mögulega voru straumvötn undir ísnum en engin frumframleiðni hefur verið í slíkum jökulvötnum vegna skorts á beinu sólarljósi og ljóstillífun þörunga og plantna. Undantekningin frá þessu voru líklega búsvæði í ferskvatnskerfum í jarðskorpunni, þar sem efnatillífandi örverur hafa haldið til og einnig grunnvatnsmarflær. Því voru engar tegundir ferskvatnsfiska á Íslandi þegar ísöldin stóð sem hæst.

Jarðfræðingar hafa lýst því hvernig jöklar hopuðu af Íslandi fyrir um 15 til 17 þúsund árum og sérstaklega hratt fyrir um 11 þúsund árum. Þá opnaðist strandlengja og undirlendi og árfarvegir mynduðust.

Atlantshafslax (Salmo salar).

Eins og rakið er í svari við spurningunni Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni? er líklegast að bleikjan hafi numið árnar fyrst laxfiska, síðan urriði og loks laxinn. Ef til vill skaut hornsílið þeim öllum ref fyrir rass og nam ár og vötn á undan þeim.

Ómögulegt er að staðhæfa hversu langt leið frá landnámi fyrstu bleikjunnar til fyrstu hrygningar og fótfestu atlantshafslaxins hérlendis. Á vesturströnd Grænlands eru svipaðir hlutir að gerast núna, jöklar að hopa og ár og vötn að opnast fiskum, og þar ryður bleikjan sér til rúms. Á meðan er lax lítið þekktur á Grænlandi. Best þekktur er smár (erfðafræðilega einsleitur) stofn á vesturströndinni í á sem nefnist Kapisillit. Kapisillit þýðir reyndar lax á grænlensku þannig að líklega hafa innfæddir þekkt og nýtt fiskinn um aldir. Þetta bendir til þess að árhundruð gætu hafa liðið frá því að bleikjan nam íslensk straumvötn og þar til laxinn fylgdi í kjölfarið. Nema vitanlega að hlýnunin hafi verið mjög hröð eftir lok ísaldar og ljóstillífun í ánum og fæðuvefir þeirra hafi náð nægri framleiðni til að standa undir laxastofnum.

Líklega væri besta leiðin til að svara spurningunni með einhverri vissu að greina svokallað umhverfiserfðaefni (e. environmental DNA) þessara tegunda úr seti, helst úr árkerfum eða vötnum sem ekki hafa orðið fyrir mikill röskun á setlögum undanfarin 11 þúsund ár. Það gæti sagt til um hvenær þessar tegundir, og aðrar mikilvægar lífverur í vistkerfum íslenskra straumvatna, námu árnar og áttu sín blómaskeið.

Samantekt

  • Ísöld lauk hérlendis fyrir um 11 þúsund árum.
  • Ekki er ljóst hversu löngu síðar laxinn nam íslenskar ár.
  • Atlantshafslax var seinastur laxfiska til að nema íslenskar ár.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

23.10.2023

Spyrjandi

Gunnar Marel Eggertsson

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Var lax í ám á Íslandi við landnám?“ Vísindavefurinn, 23. október 2023, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85520.

Arnar Pálsson. (2023, 23. október). Var lax í ám á Íslandi við landnám? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85520

Arnar Pálsson. „Var lax í ám á Íslandi við landnám?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2023. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85520>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var lax í ám á Íslandi við landnám?
Stutta svarið við spurningunni er að það er ekki vitað með vissu en rannsóknir á svonefndu umhverfiserfðaefni (e. environmental DNA) gætu skorið úr því.

Á kuldaskeiðum ísaldar var Ísland þakið þykkum ís. Á hápunkti síðasta kuldaskeiðs fyrir meira en 17.000 árum er talið að 1.500 (±500) metra þykkur ís hafi hulið landið. Flóra og fána landsins hefur verið fábreytt á þeim tíma. Mögulega voru straumvötn undir ísnum en engin frumframleiðni hefur verið í slíkum jökulvötnum vegna skorts á beinu sólarljósi og ljóstillífun þörunga og plantna. Undantekningin frá þessu voru líklega búsvæði í ferskvatnskerfum í jarðskorpunni, þar sem efnatillífandi örverur hafa haldið til og einnig grunnvatnsmarflær. Því voru engar tegundir ferskvatnsfiska á Íslandi þegar ísöldin stóð sem hæst.

Jarðfræðingar hafa lýst því hvernig jöklar hopuðu af Íslandi fyrir um 15 til 17 þúsund árum og sérstaklega hratt fyrir um 11 þúsund árum. Þá opnaðist strandlengja og undirlendi og árfarvegir mynduðust.

Atlantshafslax (Salmo salar).

Eins og rakið er í svari við spurningunni Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni? er líklegast að bleikjan hafi numið árnar fyrst laxfiska, síðan urriði og loks laxinn. Ef til vill skaut hornsílið þeim öllum ref fyrir rass og nam ár og vötn á undan þeim.

Ómögulegt er að staðhæfa hversu langt leið frá landnámi fyrstu bleikjunnar til fyrstu hrygningar og fótfestu atlantshafslaxins hérlendis. Á vesturströnd Grænlands eru svipaðir hlutir að gerast núna, jöklar að hopa og ár og vötn að opnast fiskum, og þar ryður bleikjan sér til rúms. Á meðan er lax lítið þekktur á Grænlandi. Best þekktur er smár (erfðafræðilega einsleitur) stofn á vesturströndinni í á sem nefnist Kapisillit. Kapisillit þýðir reyndar lax á grænlensku þannig að líklega hafa innfæddir þekkt og nýtt fiskinn um aldir. Þetta bendir til þess að árhundruð gætu hafa liðið frá því að bleikjan nam íslensk straumvötn og þar til laxinn fylgdi í kjölfarið. Nema vitanlega að hlýnunin hafi verið mjög hröð eftir lok ísaldar og ljóstillífun í ánum og fæðuvefir þeirra hafi náð nægri framleiðni til að standa undir laxastofnum.

Líklega væri besta leiðin til að svara spurningunni með einhverri vissu að greina svokallað umhverfiserfðaefni (e. environmental DNA) þessara tegunda úr seti, helst úr árkerfum eða vötnum sem ekki hafa orðið fyrir mikill röskun á setlögum undanfarin 11 þúsund ár. Það gæti sagt til um hvenær þessar tegundir, og aðrar mikilvægar lífverur í vistkerfum íslenskra straumvatna, námu árnar og áttu sín blómaskeið.

Samantekt

  • Ísöld lauk hérlendis fyrir um 11 þúsund árum.
  • Ekki er ljóst hversu löngu síðar laxinn nam íslenskar ár.
  • Atlantshafslax var seinastur laxfiska til að nema íslenskar ár.

Heimildir og mynd:

...