Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvaða áhrif hefði það á loftslag í heiminum ef allir regnskógar jarðarinnar eyddust?

Rannveig Magnúsdóttir

Það er mjög erfitt að spá fyrir um hvaða afleiðingar eyðing regnskóganna mundi hafa enda er enn mörgum spurningum ósvarað um hringrás kolefnis og súrefnis á jörðinni. Amasonregnskógurinn er uppspretta mikils hluta ferskvatns á jörðinni og hefur áhrif á veðrakerfi Norður- og Suður-Ameríku. Regnskógartré eru geysistórar kolefnisgeymslur, jafnvel á heimsmælikvarða. Í trjám Amasonregnskógarins er að finna um 1,2 x 1014 kg (120.000.000.000.000 kg) af kolefni.

Í heilbrigðum regnskógi er jafnvægi, það er að segja nokkurn veginn jafnmikið af koltvíildi (CO2) er bundið með ljóstillífun og losað er út með öndun og rotnun lífvera (árlega um 1,8 x 1013 kg af kolefni í Amasonregnskóginum). Þetta er meira en tvisvar sinnum það magn sem fer af mannavöldum út í andrúmsloftið vegna jarðefnaeldsneytis. Þegar þessu jafnvægi er raskað, eins og gerist nú, hefur það mikil áhrif á magn koltvíildis í andrúmslofti sem hraðar loftslagsbreytingum.

Regnskógareyðing er í öðru sæti yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.

Það er því ljóst að loftslagsbreytingar og eyðing regnskóganna haldast í hendur. Meiri loftslagsbreytingar valda þurrkum í regnskógunum og eftir því sem við eyðum meira af regnskógi, þeim mun meira kolefni er losað út í andrúmsloftið sem koltvíildi. Þetta er stigvaxandi víxlverkun sem veldur því að loftslagsbreytingar verða meiri og hraðari.

Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni. Skógareyðing á einum degi losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga milli Bandaríkjanna og Evrópu.

Tíðni fellibylja jókst árið 2005 vegna hlýnunar Atlantshafsins við miðbaug. Hlýnunin olli miklum þurrkum á vatnasviði Amasonregnskógarins og hafa vísindamenn miklar áhyggjur af áframhaldandi þurrkun regnskóganna. Hækkun á sjávarhita hefur neikvæð áhrif á hafstrauma sem flytja heitan sjó frá miðbaug til norðurskautsins og hafa rannsóknir sýnt fram á að það eru næstum helmingslíkur á því að þetta færiband hita-seltu hringrásar stöðvist. Ef færibandið stöðvast munu loftslagsbreytingar verða mjög hraðar, norðurskautið mun kólna og þurrkar aukast í Mið-Afríku og í Amasonregnskóginum. Þetta mundi hafa áhrif á Golfstrauminn og þá er einhver hætta á að Ísland verði óbyggilegt.

Heimildir:
  • Rainforest Action Network.
  • Phillips et al 2009. Drought sensitivity of the Amazon rainforest. Science, 323, 1344-1347.
  • The Independent - Leading article: Save the lungs of our planet.
  • Intergovernmental Panel on Climate Change 2007. Climate Change 2007—The Physical Science Basis: Contribution of Working Group I to the Fourth Assessment Report.
  • Bryden et al 2005. Slowing of the Atlantic meridional overturning circulation at 25 degrees N. Nature, 438 (7068), 655-657.
  • Hakkinen and Rhines 2004. Decline of subpolar North Atlantic circulation during the 1990s. Science, 304 (5670), 555-559.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

6.2.2012

Spyrjandi

Stefanía Reynisdóttir, f. 1995

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvaða áhrif hefði það á loftslag í heiminum ef allir regnskógar jarðarinnar eyddust?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2012. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57417.

Rannveig Magnúsdóttir. (2012, 6. febrúar). Hvaða áhrif hefði það á loftslag í heiminum ef allir regnskógar jarðarinnar eyddust? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57417

Rannveig Magnúsdóttir. „Hvaða áhrif hefði það á loftslag í heiminum ef allir regnskógar jarðarinnar eyddust?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2012. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57417>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefði það á loftslag í heiminum ef allir regnskógar jarðarinnar eyddust?
Það er mjög erfitt að spá fyrir um hvaða afleiðingar eyðing regnskóganna mundi hafa enda er enn mörgum spurningum ósvarað um hringrás kolefnis og súrefnis á jörðinni. Amasonregnskógurinn er uppspretta mikils hluta ferskvatns á jörðinni og hefur áhrif á veðrakerfi Norður- og Suður-Ameríku. Regnskógartré eru geysistórar kolefnisgeymslur, jafnvel á heimsmælikvarða. Í trjám Amasonregnskógarins er að finna um 1,2 x 1014 kg (120.000.000.000.000 kg) af kolefni.

Í heilbrigðum regnskógi er jafnvægi, það er að segja nokkurn veginn jafnmikið af koltvíildi (CO2) er bundið með ljóstillífun og losað er út með öndun og rotnun lífvera (árlega um 1,8 x 1013 kg af kolefni í Amasonregnskóginum). Þetta er meira en tvisvar sinnum það magn sem fer af mannavöldum út í andrúmsloftið vegna jarðefnaeldsneytis. Þegar þessu jafnvægi er raskað, eins og gerist nú, hefur það mikil áhrif á magn koltvíildis í andrúmslofti sem hraðar loftslagsbreytingum.

Regnskógareyðing er í öðru sæti yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.

Það er því ljóst að loftslagsbreytingar og eyðing regnskóganna haldast í hendur. Meiri loftslagsbreytingar valda þurrkum í regnskógunum og eftir því sem við eyðum meira af regnskógi, þeim mun meira kolefni er losað út í andrúmsloftið sem koltvíildi. Þetta er stigvaxandi víxlverkun sem veldur því að loftslagsbreytingar verða meiri og hraðari.

Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni. Skógareyðing á einum degi losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga milli Bandaríkjanna og Evrópu.

Tíðni fellibylja jókst árið 2005 vegna hlýnunar Atlantshafsins við miðbaug. Hlýnunin olli miklum þurrkum á vatnasviði Amasonregnskógarins og hafa vísindamenn miklar áhyggjur af áframhaldandi þurrkun regnskóganna. Hækkun á sjávarhita hefur neikvæð áhrif á hafstrauma sem flytja heitan sjó frá miðbaug til norðurskautsins og hafa rannsóknir sýnt fram á að það eru næstum helmingslíkur á því að þetta færiband hita-seltu hringrásar stöðvist. Ef færibandið stöðvast munu loftslagsbreytingar verða mjög hraðar, norðurskautið mun kólna og þurrkar aukast í Mið-Afríku og í Amasonregnskóginum. Þetta mundi hafa áhrif á Golfstrauminn og þá er einhver hætta á að Ísland verði óbyggilegt.

Heimildir:
  • Rainforest Action Network.
  • Phillips et al 2009. Drought sensitivity of the Amazon rainforest. Science, 323, 1344-1347.
  • The Independent - Leading article: Save the lungs of our planet.
  • Intergovernmental Panel on Climate Change 2007. Climate Change 2007—The Physical Science Basis: Contribution of Working Group I to the Fourth Assessment Report.
  • Bryden et al 2005. Slowing of the Atlantic meridional overturning circulation at 25 degrees N. Nature, 438 (7068), 655-657.
  • Hakkinen and Rhines 2004. Decline of subpolar North Atlantic circulation during the 1990s. Science, 304 (5670), 555-559.

Mynd:...