Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5287 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Éta ísbirnir mörgæsir?

Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einsta...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna stífna vöðvar upp við áreynslu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það?

Stutta svarið er að þetta stafar oftast af þreytu en einnig getur orsökin verið aukin taugavirkni. Hyggileg þjálfun, góð næring og vatnsdrykkja getur dregið verulega úr þessum einkennum og jafnvel eytt þeim alveg. Ýmsar orsakir geta verið fyrir því að vöðvi stífni við áreynslu og raunar er mismunandi hvaða mer...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fá klamydíu í munninn?

Klamydíusýking getur smitast við munnmök og einkenni hennar geta þá komið fram í munnholi. Tíðni smits við munnmök er óþekkt, en það er þó mikill misskilningur að munnmök séu öruggari leið til að stunda kynlíf. Margir kynsjúkdómar smitast við munnmök svo sem herpes, vörtur og klamydía. Klamydíusýking orsakast a...

category-iconNæringarfræði

Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?

Þeir sem eru mjög léttir, til dæmis með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 20 kg/m2, þurfa ekki endilega að þyngjast ef þeir eru að öðru leyti heilbrigðir. Hinsvegar er mögulegt að þyngdin eða undirþyngdin valdi hættu á sjúkdómum og í þeim tilfellum er æskilegt að viðkomandi reyni að þyngjast. Þeir sem vilja þyngjast...

category-iconNæringarfræði

Eru fæðubótarefni eins og prótínduft, kreatín og glútamín gagnslaus og peningasóun?

Aðrir spyrjendur eru: Einar Hauksson, Þórunn Heimisdóttir f. 1990, Steinar K. f. 1992, Guðrún Þóroddsdóttir og Andri Ásgrímsson f. 1988. Ágætt er að gera nokkurn greinarmun á prótíndufti og öðrum svokölluðum fæðubótarefnum, en prótínduft er í raun bara hreint prótín. Fullorðin manneskja þarf að jafnaði 0,8 g af...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru nanóþræðir eða nanóvírar?

Nanóþræðir eða nanóvírar eru grannir vírar, allt frá örfínum atómkeðjum upp í víra með þvermál mælt í hundruðum nanómetra. Þannig er nafn nanóþráða einmitt dregið af þvermáli þeirra. Nanóvírarnir geta orðið mjög langir, oft 1000 sinnum lengri en þvermálið. Nanóvírar koma fyrir sem málmar, hálfleiðarar og einangrar...

category-iconMannfræði

Hvað getið þið sagt mér um Chibcha, frumbyggja Kólumbíu?

Chibcha-fólkið er einn af frumbyggjahópum Kólumbíu í Suður-Ameríku. Í sumum heimildum gengur fólkið undir nöfnunum Muisca eða Mosca en hér verður heitið Chibcha notað og þá umritað sem Síbsjar. Á máli Síbsjar-búa þýðir síbsjar 'höfðingi samfélagsins'. Fyrir tíma landvinninga Spánverja í Suður- og Mið Ameríku bj...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna klæjar mann?

Kláði er tilfinning sem kemur fram á ákveðnu svæði á húðinni og vekur hjá fólki löngun til að klóra sér á þessu svæði. Kláði getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá þurri húð til krabbameins. Helsta efnasambandið sem kemur við sögu þegar mann klæjar er histamín. Það myndast í svokölluðum mastfrumum undir húðin...

category-iconLæknisfræði

Fylgja einhverjir taugasjúkdómar sýfilis eða sárasótt?

Sárasótt, öðru nafni syfílis, orsakast af bakteríu (Treponema pallidum). Fyrr á tímum var sárasótt mikill skaðvaldur hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Sjúkdómurinn er núorðið sjaldgæfur hérlendis og greinast einungis nokkur sárasóttartilfelli árlega. Sjúkdómurinn er enn til staðar í sumum Asíulöndum, s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Lifa einhverjar eitraðar dýrategundir á Íslandi?

Það er einfalt að svara þessari spurningu og svarið er já! Fjölmargar dýrategundir á Íslandi hafa í sér eitur einkum dýr úr hópi skordýra og köngulóa sem nota oft eitur til að lama bráð sína. Víða í skordýraheiminum er að finna ýmis efnasambönd sem hafa lamandi eða eyðileggjandi áhrif á líkamsvefi þess sem er stun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hríðarbylur?

Mikil áraskipti eru í tíðni hríðarveðra á landinu og mikill breytileiki er eftir landshlutum, eins og þeir sem ferðast á vegum landsins að vetrarlagi vita. Miklu meira er um slík veður á Kjalarnesi eða í Svínahrauni heldur en í Reykjavík. Og í flestum landshlutum má finna fáeina staði á þjóðvegum sem eru miklu ver...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er þjóðarhundur Frakka?

Það er rétt að fjölmörg ræktunarafbrigði hafa komið fram í Frakklandi á síðastliðnum öldum. Hundahald og hundaræktun byggir á afar gömlum merg í Frakklandi og hundar hafa til lengri tíma verið notaðir þar til veiða, skemmtunar eða til að verja eigur manna. Tegundir eins og franskur meistari (e. French Mastiff) eru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað myndi gerast ef við værum án heila?

Það liggur ekki beint fyrir hvernig eigi að svara þessari spurningu enda er hægt að skilja hana á ýmsa vegu. Það mætti til dæmis hugsa sér að spyrjandi eigi við hvað myndi gerast ef mannkynið allt myndi skyndilega verða heilalaust? Svarið við þeirri spurningu er alveg ljóst: Við myndum öll deyja, enda eru stjórnst...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað gerist ef maður er stunginn af geitungi?

Fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir eitri geitunga eða eru óvenjuhræddir við þá eru geitungar vágestir sem hafa óneitanlega áhrif á lífsgæði. Undanfarna tvo áratugi hefur geitungum fjölgað griðalega þökk sé hlýrri veðráttu og aukinni gróðurrækt. Flestir finna fyrir sviða strax eftir stungu geitunga og ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju hleypur stundum í mig svefngalsi?

Þegar orðið er framorðið, fólk á erfitt með einbeitingu og er jafnvel farið að haga sér kjánalega er það gjarnan kallað að vera í svefngalsa. Svefn er ein af grunnþörfum líkamans. Meðalsvefnþörf fullorðinna er um sjö og hálf klukkustund á nóttu en getur þó munað um 1-2 klukkustundum til eða frá milli manneskja....

Fleiri niðurstöður