Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3376 svör fundust
Í hvaða landi lifa flestar dýrategundir?
Það þarf ekki að koma á óvart að þau lönd, þar sem flestar dýrategundir finnast, eru víðlend og liggja á regnskógasvæðum. Ríkið sem hefur flestar tegundir lífvera (bæði úr dýra- og plönturíkinu) innan sinna landamæra er Brasilía. Til að mynda vex ein af hverjum fjórum tegundum plantna sem fundist hafa á jörðinni í...
Hvað er exem og hver eru einkenni þess?
Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og einnig algengast hjá börnum. Orsök þess er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt. Mörg börn fá fyrstu einkenni um exem á fyrsta ári og talið er að um 80% greinist fyrir f...
Hvaða spendýr verpa eggjum?
Ýmislegt einkennir spendýrin. Þar mætti nefna loðinn feld sem veitir skjól en þó hafa margar tegundir misst hann í gegnum þróunarsöguna. Auk þess tengist neðri kjálkinn beint við höfuðkúpuna, þau hafa bein í miðeyra, það er hamar, steðja og ístað. En það sem flestum dettur í hug þegar talað er um spendýr er að þau...
Hvað eru babúskur og hvenær urðu þær til?
Babúskur eru rússneskar dúkkur eða tréfígúrur í mismunandi stærðum sem raðast saman hver inn í aðra. Þær eru málaðar, venjulega sem konur í skrautlegum klæðum en einnig eru til aðrar útfærslur svo sem fjölskylda, ævintýrapersónur eða stjórnmálamenn. Einnig geta þær verið skreyttar til dæmis með kúlum eða gleri. ...
Af hverju tala dýrin ekki?
Lífríki jarðar hefur orðið til við þróun á óralöngum tíma, um það bil þremur og hálfum milljarði ára (3.500.000.000 árum). Þessi þróun byrjaði með afar einföldum lífverum en hefur síðan leitt til þess gríðarlega fjölda og fjölbreytileika tegunda og lífvera sem við sjáum í kringum okkur á jörðinni. Sumar lífverur e...
Getið þið frætt mig um klaufhala?
Klaufhalar (Dermaptera) eru ættbálkur skordýra. Þeir eru meðalstór skordýr og fremra vængjapar þeirra hefur ummyndast í litlar plötur sem hylja samanbrotna afturvængi. Klaufhalar hafa langa, þráðlaga, margliða fálmara. Á afturenda eru tveir harðir kítínstafir sem mynda nokkurs konar griptöng. Á henni þekkjast klau...
Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?
Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...
Hver var heimsmynd ásatrúarmanna?
Margt er á huldu um heimsmynd norrænna manna en þó bendir ýmislegt til þess að þeir hafi talið jörðina vera hnöttótta. Samkvæmt norrænu goðafræðinni var jörðin sköpuð af goðunum Óðni, Víla og Vé úr líkama jötunsins Ýmis. Í upphafi var ekkert nema Ginnungagap en um það segir í Völuspá: Ár var alda, það er ekk...
Var Frankenstein til í alvörunni?
Frankenstein var ekki til í alvörunni. Bæði vísindamaðurinn Victor Frankenstein og skrímslið sem hann skapaði eru persónur í skáldsögunni Frankenstein sem var fyrst gefin út árið 1818 og er eftir breska rithöfundinn Mary Shelley (1797–1851). Algengur misskilningur er að skrímslið í sögunni heiti Frankenstein, en í...
Hvað getur þú sagt mér um kameljón?
Kameljón (Chamaeleonidae) eru eðlur af undirflokknum Iguania en til eru um 160 tegundir af þeim. Þau finnast í Afríku, á Spáni, í Suður-Asíu og á Indlandi. Þau lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum en þó einkum í regnskógum. Fæætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám. Mörgum f...
Er hægt að matreiða og borða kaktus?
Kaktusar eru svonefndar safaplöntur af kaktusætt (Cactaceae). Orðið kaktus kemur upprunalega úr forngrísku. Þeófrastos (um 371-287 f. Kr.), sem var fyrsti grasafræðingurinn, notaði það um þyrnótta plöntu sem ekki er vitað hver er. Það má grilla kaktusblöð en nauðsynlegt er að fjarlægja þyrnana fyrst. Til eru...
Eru til íslensk nöfn á rússnesku borgirnar sem verður spilað í á HM 2018?
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla verður haldið í Rússlandi sumarið 2018. Íslenska karlalandsliðið keppir þar í fyrsta sinn á lokamóti HM. Rússneska er rituð með kyrillísku letri eða stafrófi en ekki latnesku eins og til að mynda íslenska. Umrita þarf því rússnesk heiti og nöfn yfir á íslenskt staf...
Hvað hafði megalodon margar tennur?
Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon (stundum Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon). Yfirleitt er talið að megalodon hafi verið kominn fram fyrir að minnsta kosti 16 milljón árum, jafnvel fyrr, en horfið af sjónarsviðinu fy...
Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld?
Orðið „atómskáld“ á uppruna sinn í skáldsögu Halldórs Laxness, Atómstöðinni, sem kom út árið 1948. Orðið birtist fyrst á prenti í íslenskum blöðum og tímaritum árið 1950 og virðist undraskjótt hafa öðlast nokkuð skýra merkingu sem á sér algerlega tvær hliðar. Þannig virðist það hafa lifað allt til dagsins í dag. A...
Hvernig virka lífeyrissjóðir?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig virkar lífeyrissjóður? Eins og staðan er í dag þá borga ég og atvinnurekandi 15,5% af launum í lífeyrissjóð. Miðað við það tekur 6,5 ár að safna fyrir einu ári af launum. (15,5%*6,5ár=100.75%). Starfsævin miðað við að viðkomandi fari í skóla er kannski 45 ár. Þannig þ...