Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:06 • Síðdegis: 24:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:53 • Síðdegis: 18:06 í Reykjavík

Hvaða spendýr verpa eggjum?

Eva Rós Anh Phuong Le, Helga Sóley Hallgrímsdóttir og Katrín Alda Ámundadóttir

Ýmislegt einkennir spendýrin. Þar mætti nefna loðinn feld sem veitir skjól en þó hafa margar tegundir misst hann í gegnum þróunarsöguna. Auk þess tengist neðri kjálkinn beint við höfuðkúpuna, þau hafa bein í miðeyra, það er hamar, steðja og ístað. En það sem flestum dettur í hug þegar talað er um spendýr er að þau fæða afkvæmi sín með mjólk.

Spendýr eru fjölbreyttur hópur dýra en talið er að fyrsta spendýrið hafi verið megazostrodon sem var eins konar mús með langt nef en hún er talin lík snjáldrum nútímans. Dýr þetta kom fram í lok tríastímabilsins, fyrir um 215 milljónum ára, en það verpti einmitt eggjum.

Spendýr sem verpa eggjum tilheyra ættbálki sem kallast Monotremata. Það eru annars vegar breiðnefir og hins vegar mjónefir en á myndinni má sjá mjónef.

Spendýr sem verpa eggjum tilheyra ættbálki sem kallast Monotremata. Í þeim ættbálki er að finna tvær ættir dýra sem verpa eggjum. Það eru annars vegar breiðnefir (Ornithorhynchidae) og hins vegar mjónefir (Tachyglossidae).

Ein tegund tilheyrir ætt breiðnefja en það er tegundin Ornithorhynchus anatinus. Landnemar Ástralíu kölluðu hana vatnamoldvörpuna. Breiðnefurinn hefur enga spena heldur fæðir hann afkvæmi sín á mjólk sem smitast út um húðina. Breiðnefir lifa einungis í Austur-Ástralíu.

Tvær tegundir tilheyra ætt mjónefja en mjónefir finnast í Ástralíu og á Nýju-Gíneu. Mjónefur er þakinn feldi og broddum og hefur hann sérhæfða tungu til að veiða skordýr.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

15.7.2013

Spyrjandi

Þuríður Jónasardóttir

Tilvísun

Eva Rós Anh Phuong Le, Helga Sóley Hallgrímsdóttir og Katrín Alda Ámundadóttir. „Hvaða spendýr verpa eggjum?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2013. Sótt 29. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=29208.

Eva Rós Anh Phuong Le, Helga Sóley Hallgrímsdóttir og Katrín Alda Ámundadóttir. (2013, 15. júlí). Hvaða spendýr verpa eggjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29208

Eva Rós Anh Phuong Le, Helga Sóley Hallgrímsdóttir og Katrín Alda Ámundadóttir. „Hvaða spendýr verpa eggjum?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2013. Vefsíða. 29. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29208>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða spendýr verpa eggjum?
Ýmislegt einkennir spendýrin. Þar mætti nefna loðinn feld sem veitir skjól en þó hafa margar tegundir misst hann í gegnum þróunarsöguna. Auk þess tengist neðri kjálkinn beint við höfuðkúpuna, þau hafa bein í miðeyra, það er hamar, steðja og ístað. En það sem flestum dettur í hug þegar talað er um spendýr er að þau fæða afkvæmi sín með mjólk.

Spendýr eru fjölbreyttur hópur dýra en talið er að fyrsta spendýrið hafi verið megazostrodon sem var eins konar mús með langt nef en hún er talin lík snjáldrum nútímans. Dýr þetta kom fram í lok tríastímabilsins, fyrir um 215 milljónum ára, en það verpti einmitt eggjum.

Spendýr sem verpa eggjum tilheyra ættbálki sem kallast Monotremata. Það eru annars vegar breiðnefir og hins vegar mjónefir en á myndinni má sjá mjónef.

Spendýr sem verpa eggjum tilheyra ættbálki sem kallast Monotremata. Í þeim ættbálki er að finna tvær ættir dýra sem verpa eggjum. Það eru annars vegar breiðnefir (Ornithorhynchidae) og hins vegar mjónefir (Tachyglossidae).

Ein tegund tilheyrir ætt breiðnefja en það er tegundin Ornithorhynchus anatinus. Landnemar Ástralíu kölluðu hana vatnamoldvörpuna. Breiðnefurinn hefur enga spena heldur fæðir hann afkvæmi sín á mjólk sem smitast út um húðina. Breiðnefir lifa einungis í Austur-Ástralíu.

Tvær tegundir tilheyra ætt mjónefja en mjónefir finnast í Ástralíu og á Nýju-Gíneu. Mjónefur er þakinn feldi og broddum og hefur hann sérhæfða tungu til að veiða skordýr.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....