Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3179 svör fundust
Voru María Magdalena og María mey sama konan?
Nei þær voru ekki sama konan. Samkvæmt Nýja Testamentinu var María mey móðir Jesú og því oft kölluð guðsmóðir til að vísa í þá trú að Jesú væri hinn eilífi sonur guðs. Ekki er mikið fjallað um Maríu í guðsspjöllunum og lítið er vitað um ævi hennar. Hún á að hafa komið frá Nasaret og verið dóttir hjóna að nafni ...
Hvað er þroskasálfræði og hvað er fjallað um í greininni?
Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast...
Gilda einhverjar reglur um tattóveringu þjóðfánans?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Gilda reglur um tattóveringu íslenska fánann? Eru jafn strangar reglur um skjaldarmerkið og fánann?Um meðferð íslenska þjóðfánans og skjaldarmerkisins gilda lög nr. 34/1944 um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Reglur um notkun skjaldamerkisins eru mun strangari en ...
Af hverju heitir Geysir enn sama nafni þótt hann gjósi ekki lengur?
Við notum orð meðal annars til að tákna hluti og fyrirbæri í raunveruleikanum. Orðin hjálpa okkur að ná tökum á veröldinni. Tökum lítið dæmi: Gunni og Geir búa saman og hafa gagn af því að nota orðin til að ræða málin og framkvæma hluti. Gunni segir við Geir: "Farðu með ruslapokann í ruslatunnuna," og Geir ski...
Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?
Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt. Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólk...
Hver er skilgreiningin á epík, lýrik og dramatík?
Epík, lýrik og dramatík eru þrjár höfuðgreinar bókmennta. Hugtökin eru öll komin úr grísku. Hér verður einkum fjallað um upphaflega merkingu orðanna og tengsl hennar við síðari tíma, en auk þess hafa sum þeirra bætt við sig nýrri merkingu. Epík er dregið af gríska orðinu epos en frummerking þess er "það sem sag...
Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?
Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ...
Af hverju þarf að drepa kindina ef hún fær riðuveiki, er ekki hægt að lækna hana?
Riðuveiki eða riða í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til einkenna frá taugakerfi svo sem ótta, öryggisleysis og fælni. Oft sést og finnst hárfínn titringur eða skjálfti og tannagnístur heyrist nær alltaf í riðuveikum kindum. Fyrir kemur a...
Er hægt að deyja úr hlátri?
“Ég gæti dáið úr hlátri” - eitthvað þessu líkt hefur verið sagt í að minnsta kosti 400 ár því í Oxford English Dictionary frá árinu 1596 er að finna setningu sem þar sem talað er um að deyja úr hlátri. En getur hlátur raunverulega dregið fólk til dauða? Á Wikipedia og fleiri vefsíðum eru taldir upp nokkrir eins...
Hver er skilgreiningin á parodíu?
Orðið parodía er komið úr grísku og merkir bókstaflega 'hliðarsöngur'. Það er yfirleitt notað um eftirlíkingar á alvarlegum skáldverkum þar sem fyrirmyndin er skopstæld. Íslenska orðið skopstæling nær bæði yfir parodíu og hugtakið travestíu en það er dregið af ítalska orðinu travestire sem merkir að 'dulbúa'. E...
Hver verða endalok sólarinnar og hvert förum við í kjölfarið?
Sólin okkar varð til fyrir um 4,6 milljörðum ára. Sólin er gríðarstór og er orkuforði hennar nægjanlegur til þess að hún skíni skært næstu fimm milljarða ára eða svo. Þegar kemur að endalokunum mun sólin í fyrstu umbreyta helíni í þyngri frumefni á borð við kolefni, nitur og súrefni og þenjast við það út. Þega...
Eru einhverjar aðrar lífverur en menn sem éta evrópska broddgöltinn?
Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir. Annars vegar eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og hins vegar svokallaða rottugelti (Galericinae). Eins og nafnið ber með sér líkjast rottugeltir rottum og hafa ekki sams konar brodda á bakinu og hinir eiginlegu broddgeltir. Eiginlegir broddgeltir finnast...
Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon?
Það hefur áður verið fjallað um teflon í svari Arnars Halldórssonvar við spurningunni Hvað er teflon? Til upprifjunar er vert að nefna nokkur atriði sem fram koma í því svari. Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun svonefndra tetraflúoreten-sameinda. Fjölliður finnast til að mynda...
Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi?
Helsta ástæða þess að vindorka hefur lítið verið nýtt hérlendis er sú að kostnaður við að framleiða rafmagn með henni hefur verið mun meiri en fyrir vatnsafls- og jarðhitavirkjanir. Með hærra raforkuverði, þróun aðferða og bættri tækni, meðal annars betri nýtni vindmylla, verður vindorka sífellt raunhæfari valkost...
Hvers konar dýr eru vatnabirnir og hafa þeir verið notaðir í vísindalegum tilgangi og sendir í geimferðir?
Dýrin sem spyrjandi nefnir vatnabirni heita réttu nafni bessadýr á íslensku. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Innan fylkingarinnar Tardigrada hefur rúmlega 500 tegundum verið lýst. Það var þýski dýrafræðingurinn Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) sem lýsti fyrstu tegund bessadýra á vísindalegan hátt árið 1773...