Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2989 svör fundust
Hvar á Íslandi er hægt að búa til róbóta?
Spurt er hvar hægt sé að búa til róbóta á Íslandi og gæti svarið verið jafn margbrotið og sá fjöldi róbóta sem mögulegt er að smíða. Það almennasta og víðtækasta er þó: „Heima hjá þér“. Það er margt sem þarf að huga að ef smíða skal róbóta, en slíkar vélar eru misflóknar. Róbóta sem elt getur ljós má til dæmis ...
Hvert fer fólk þegar það deyr?
Það er hægt að svara þessari spurningu á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt að þegar við deyjum þá förum við ekki neitt, enda erum við dáin. Líkaminn sem tilheyrði okkur á meðan við vorum á lífi fer hins vegar í flestum tilvikum ofan í jörðina, stundum með viðkomu í brennsluofni og þá fer askan í duftker. Ein...
Hverjar eru fimm helstu borgir Frakklands?
Hér er gert ráð fyrir að þegar spurt er um helstu borgir sé átt við fjölmennustu borgir Frakklands. Höfuðborgin París er fjölmennasta borg Frakklands. Í borginni sjálfri búa tæplega 2,2 milljónir manna. Á Stór-Parísarsvæðinu, það er í París og nágrannasveitarfélögum, búa hins vegar næstum 12 milljónir og er þa...
Hvað er kulnun í starfi og hvað er helst til ráða?
Hugtakið kulnun í starfi, út-bruni (burn-out) kom fram í kringum árið 1974. Á undanförnum áratugum hefur verið mikil gróska í rannsóknum á kulnun í starfi og margar greinar birst um það efni. Það hefur þó staðið rannsóknum nokkuð fyrir þrifum að kulnun í starfi hefur verið skilgreind á nokkra mismunandi vegu, og e...
Hvað eru skattleysismörk?
Með skattleysismörkum er yfirleitt átt við hve miklar launatekjur má hafa án þess að að þurfa að greiða tekjuskatt og útsvar. Einfaldasta leiðin til að sjá hver skattleysismörkin eru er að deila með samanlögðu skatthlutfalli fyrir þessa skatta upp í svokallaðan persónuafslátt. Persónuafslátturinn er nú, árið 2008,...
Hvað er þoka og hvenær geta veðurathugunarmenn notað það hugtak til að lýsa veðrinu?
Veðurathugunarmönnum er ekki ætlað hverju sinni að senda nema eitt af hundrað veðurorðum sem þeir hafa úr að velja. Margt hefur forgang á þokuna. Þoku má aðeins nefna í veðurathugunum sé skyggni minna en 1 km eða hafi verið það undangengna klukkustund. Sé skyggnið meira verður veðrið að heita annað, langoftast þá ...
Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?
Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...
Hver er munurinn á loftfirrðri og loftháðri öndun?
Öndun er efnaferli í frumum þar sem lífrænum sameindum eins og glúkósa er sundrað til að fá orku. Þetta þurfa allar lífverur að stunda á einn eða annan hátt til að fá orku til að vaxa og viðhalda sér, fjölga sér og hreyfa sig (þær sem það geta). Orkan er geymd í efnatengjum sameindanna sem efnaorka. Með því að sun...
Hvers vegna verður vatn hvítt þegar það fellur niður, eins og í fossum?
Endurkasti ljóss frá flötum er skipt í tvo flokka: speglun og ljósdreifingu. Við speglun (e. spatial reflection) ræðst stefna endurvarpaðs ljósgeisla af stefnu upprunageisla miðað við endurvarpsflötinn. Til að flötur geti framkallað spegilmynd af ljósgjafanum þarf endurkastið að vera af þessu tagi. Endurkast...
Hvað er grue í tölvuleikjum?
Orðið grue er ensk sögn sem þýðir „að skjálfa“. Sögnin er nokkuð gömul, en hún barst inn í ensku úr skandinavískum málum á 13. öld. Í dag er sögnin lítið notuð, en orðið lifir meðal annars í lýsingarorðinu gruesome, sem þýðir „hryllilegur“ á íslensku. Sem nafnorð hefur grue gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu ár...
Hver er hæsti aldur sem Íslendingur hefur náð?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað hét (heitir) langlífasti Íslendingurinn og hversu gömul/gamall varð viðkoman? Á Íslandi, eins og í langflestum löndum heims, er langlífi meira hjá konum en körlum og endurspeglast það vel í kynjaskiptingu þeirra Íslendinga sem elstir hafa orðið. Í árslok 2016 höfðu alls 36...
Getur geislavirkni „smitast“ á milli manna?
Hugtakið smit er meðal annars notað um það þegar sýklar berast frá einum einstaklingi til annars. Smitið getur borist með beinni snertingu, andrúmslofti eða hlutum. Þessa orðanotkun er vel hægt að heimfæra upp á geislavirkni sem getur hæglega borist manna á milli. Orðið geislavirkni vísar annars vegar til geisl...
Hvað skal gera þegar synt er í sjónum og selir nálgast? Er eitthvað að óttast?
Höfundur þessa svars hefur ekki undir höndum neinar upplýsingar þess efnis að sjósundfólk hafi lent í hremmingum vegna sela. En hafi lesendur Vísindavefsins sögur af slíku væri fróðlegt að heyra þær. Kafarar hafa þó orðið fyrir lítils háttar aðkasti frá brimlum, það er karlkynsselum, en þeir hafa meðal annars nart...
Af hverju er margföldun framkvæmd á undan samlagningu?
Þetta er afar góð spurning og svarið við henni er ekki einhlítt. Mikilvægt er að röð aðgerða sé vel skilgreind og að eftir henni sé farið. Mörgum er röð reikningsaðgerða svo eiginleg að óhugsandi gæti virst að hún gerist á annan hátt, sérstaklega eftir að hafa setið undir þrástagli í grunnskóla um mikilvægi ...
Hvar er mest af geimskipum á Íslandi?
Í gegnum tíðina hefur Ísland fengið heilmikla athygli umheimsins vegna ýmiss konar yfirnáttúrulegra fyrirbæra sem talið er að fyrirfinnist hér á landi. Til að mynda hefur því verið haldið fram að einn frægasti svikari sögunnar, Júdas, sé geymdur í Heklu. Er þetta einungis ein af fjölmörgum sögum sem tengjast Hekl...