Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3179 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Er merkjanlegur áherslumunur í fréttaflutningi milli fjölmiðla, svo sem dagblaða, útvarps og sjónvarps?

Segja má að miðlarnir hafi áhrif á fréttaflutning á tvennan hátt, annars vegar hvað er í fréttum og hins vegar hvernig fréttir eru settar fram. Í eðli sínu er prentmiðlarnir og ljósvakamiðlarnir mjög ólíkir miðlar sem gera þar af leiðandi ólíkar kröfur til notenda sinna. Prentmiðlarnir, dagblöð og tímarit, ha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig lýsir frost- og efnaveðrun sér á Íslandi?

Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun. Molnunin verður með ýmsum hætti, svo sem með frostveðrun, með svörfun jökla, með grjótburði straumvatna og af völdum úthafsöldunnar sem brotnar á ströndinni. Lesa má nánar um veðrun í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? Frostveðru...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kaldur/heitur samruni og er hægt að framkalla hann?

Með samruna er hér átt við kjarnasamruna. Hann felst í því að léttir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Hægt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis í vetnisspr...

category-iconHeimspeki

Hvernig er ekkert á litinn?

Við þessari spurningu koma mörg svör til greina. Við skulum skoða nokkur þeirra: Ekkert er væntanlega litlaust. Ef við gerum ráð fyrir að "ekkert" hljóti að vera það sem er ekki neitt, þá hefur það ekki lit. Þetta þýðir þó ekki að þetta ekkert sé gegnsætt, þar sem orðið gegnsætt felur í sér að til staðar sé ein...

category-iconFöstudagssvar

Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi?

Þrefalda samhljóða er að finna í öllum orðum sem eru samsett úr fyrri lið sem endar á tvöföldum samhljóða og seinni lið sem byrjar á þeim sama samhljóða. Samsetningin þarf að vera þeirrar gerðar sem málfræðingar kalla stofnsamsetningu, þannig að engin eignarfallsending komi í milli (samanber að við segjum hvorki þ...

category-iconVísindi almennt

Getur orðið sjálfsíkviknun í fólki, samanber móður Jakobs ærlega?

Í fyrsta kafla sögunnar Jakob ærlegur eftir enska rithöfundinn Frederick Marryat (1792-1848), segir frá drykkfelldri móður aðalsöguhetjunnar. Þegar yngri bróðir Jakobs drukknar huggar faðir Jakobs eiginkonu sína með því að færa henni stóran tebolla af gini. Eins og segir í sögunni þurfti hún að „fá nokkrum sinnum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?

Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...

category-iconHugvísindi

Hvert er elsta knattspyrnufélag í heimi?

Elsta fótboltalið í heimi er hið enska Sheffield FC sem var stofnað 24. október árið 1857 í Sheffieldborg. Sheffield FC hafði mikil áhrif á þróun knattspyrnunnar og meðal nýjunga sem félagar þess tóku upp og reyndust farsælar, má nefna hornspyrnur, aukaspyrnur og þverslár – áður hafði aðeins verið strengt reipi, e...

category-iconHeimspeki

Hver er heimspekileg notkun orðanna inntak og umtak?

Orðin inntak (e. intension) og umtak (e. extension) eru notuð í heimspeki til að gera grein fyrir tveimur mismunandi gerðum merkingar. Annars vegar er um að ræða það sem viðkomandi orð (eða setning) gefur í skyn eða lætur í ljós og hins vegar þann hlut í heiminum sem orðið táknar eða vísar til. Þannig gæti inntak ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur storknun blóðs?

Undir eðlilegum kringumstæðum helst blóð fljótandi á meðan það er innan æða. Ef blóð er tekið úr líkamanum og ekki meðhöndlað á viðeigandi hátt þykknar það aftur á móti og myndar kökk. Með tímanum skilst kökkurinn frá vökvanum. Gulleitur vökvinn kallast blóðvatn eða sermi og er blóðvökvi án storknunarprótína. Kökk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á PHP, ASP og JSP þar sem öll eiga víst að gera sama hlutinn?

PHP (PHP: Hypertext Preprocessor), ASP (Active Server Pages) og JSP (Java Server Pages) eru allt forritunarmál fyrir kvikar (e. dynamic) vefsíður. Fleiri forritunarmál, til dæmis Perl, eru einnig notuð í þessum tilgangi auk nýrrar útgáfu af ASP - ASP.net. Muninum á forritunarmálunum er hægt að líkja við muninn á b...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður blöðrubólgu?

Blöðrubólgu er skipt í annars vegar bráða blöðrubólgu og hins vegar langvinna (króníska, e. chronic) blöðrubólgu. Bráð blöðrubólga Bráð blöðrubólga er mjög algeng og fá konur hana mun oftar en karlar. Jafnvel er talið að allt að 70% kvenna hafi einhvern tíma fundið fyrir einkennum bráðrar blöðrubólgu. Sennile...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var upprunalegur tilgangur Netsins?

Uppruni Internetsins hefur stundum verið rakinn til kalda stríðsins og kjarnorkuvárinnar. Sagan segir að þegar líða tók á kalda stríðið hafi bandarísk hermálayfirvöld smám saman áttað sig á því að þau mundu eiga í erfiðleikum með að svara árás ef miðlægt tölvukerfi þeirra yrði eyðilagt í fyrstu sprengju í kjarnork...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau? (Jóna Lind)Hvað eru svampdýr, hver er tilgangur þeirra, hvaða þætti í vistkerfinu sinna þau, hvar lifa þau? (Elín Pálmadóttir) Fyrstu náttúrufræðingarnir sem skoðuðu svampdýr álitu að hér væri um plöntur að ræða vegna þess hversu greinóttir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru spóluormar og hvers vegna fá kettir þá?

Spóluormarnir í köttum, eða kattaspóluormar (Toxocara cati), eru af hópi þráðorma (Nematoda) sem er ein ætt spóluorma (Ascaridae). Til þráðorma teljast um 15.000 tegundir ormlaga hryggleysingja. Það merkilega við þennan hóp er gríðalegur fjöldi einstaklinga. Í einni lúku af frjósömum jarðvegi getur verið að finna ...

Fleiri niðurstöður