Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9409 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær telst dýr útdautt?

Dýrategund telst vera útdauð þegar síðasti einstaklingur tegundarinnar deyr. Áður en að þeim sorglegu tímamótum kemur er dýrategundin þó tæknilega séð dæmd til aldauða. Þegar aðeins mjög fáir einstaklingar eru eftir verður innræktun það mikil og erfðafjölbreytni það lítil að tegundin hefur tapað getunni til að fjö...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig fer nautaat fram?

Nautaat er athöfn sem tíðkast í sumum löndum Suður-Evrópu og Suður-Ameríku þar sem nautum og mönnum er att saman á leikvöngum og í hringleikahúsum. Til eru nokkur afbrigði nautaata sem eru breytileg eftir löndum og héruðum; til dæmis eru nautaöt í Portúgal, sumum héruðum Suður-Frakklands og í Baskalandi ekki sami ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er sagan á bak við Leníngradsinfóníuna og flutning hennar í umsátri Þjóðverja um borgina?

Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin hinn 22. júní 1941 og þremur mánuðum síðar var Leníngrad umkringd á alla vegu. Umsátur Þjóðverja um borgina varði í 900 daga og afleiðingarnar voru hörmulegar. Alls er talið að um milljón manns – þriðjungur borgarbúa – hafi látið lífið í sprengjuárásum, eldsvoðum, úr hungri, smit...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig lýstu landnámsmenn Íslandi?

Norrænir landnámsmenn Íslands kunnu yfirleitt ekki að skrifa, nema hvað þeir munu hafa klappað stuttar rúnaristur í stein eða tré, en ekkert af slíku hefur varðveist. Meðal kristinna landnámsmanna frá Skotlandi og Írlandi hafa sjálfsagt verið menn sem kunnu að skrifa, en engir textar eftir þá eru varðveittir. Það...

category-iconHeimspeki

Hver ber ábyrgð á framkomu íslenskra einkafyrirtækja gagnvart stjórnkerfum eða almenningi í fátækari ríkjum?

Flestar spurningar um ábyrgð búa yfir töluverðu flækjustigi. Ástæður þess eru fyrst og fremst af tvennu tagi. Annars vegar er ábyrgðarhugtakið á íslensku býsna margslungið og ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir hvað spurt er um. Seinni flækjan á sér rætur í því að ábyrgðin sem spurt er um liggur oft á illa...

category-iconJarðvísindi

Hvaða gastegundir koma upp úr gosinu í Geldingadölum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn, hvaða gastegundir eru að koma upp úr gosinu á Fagradalsfjalli. Hvaða gastegundir berast til höfuðborgarsvæðisins, er það flúoríð, klóríð? Hvaða áhrif hafa slíkar lofttegundir á mannfólkið? Eru þær krabbameinsvaldandi etc.? Eru slík gös mæld í loftgæðamælistöðvum á höfu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp ljósaperuna?

Að því marki sem réttmætt er að benda á einn tiltekinn einstakling, þá er það bandaríski uppfinningamaðurin Thomas Alva Edison. Eins og flestar aðrar uppgötvanir átti ljósaperan sér aðdraganda. Breski efnafræðingurinn Sir Humphry Davy gerði fyrstur manna tilraunir með svokallaða ljósboga þar sem rafstraumur er ...

category-iconTrúarbrögð

Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?

Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eldveggur eða netvörn og hvernig gagnast hann? Hverjir eru kostir hans og gallar?

Eldveggur eða netvörn (e. firewall) er búnaður sem gerir hvort tveggja að tengja innri net við Alnetið (Lýðnetið; Internetið) og takmarka samskipti milli innra netsins (enska: intranet) og Alnetsins. Eldveggurinn er á innra netinu og hefur bein samskipti bæði við tölvur á innra netinu og við tölvur á Alnetinu, uta...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað heitir hesturinn hennar Línu Langsokks?

Þessi spurning setti ritstjórnina í mikinn vanda. Starfsmenn ritstjórnar mundu ekki í fljótu bragði hvað hestgarmurinn hét en hölluðust helst að því að hann hlyti að heita eitthvað fyrst apinn hennar Línu hefur nafn. En eins og Línuaðdáendur muna heitir apinn hennar Línu Herr Nilsson á frummálinu, sænsku, en Herra...

category-iconHugvísindi

Hvað heitir píramídinn sem er kallaður Píramídinn mikli?

Keops-píramídinn Píramídinn mikli er einn af þremur stórum píramídum í Giza í Egyptalandi. Píramídarnir þrír eru kenndir við faraóanna sem létu reisa þá, konunga Fornegypta, en þeir tilheyrðu allir 4. konungsættinni sem ríkti á árunum 2575-2465 f.Kr. Píramídinn mikli er kenndur við Keops (eg. Khufu) og hann er el...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að ýmsu þarf að huga, til að mynda hæð hótelanna, stærð þeirra í fermetrum, herbergjafjölda og sum hótelin eru margar samliggjandi byggingar á meðan önnur eru einn stór skýjakljúfur. Þrjú hótel má þó nefna sem eru talin vera þau allra stærstu í heiminum í dag. MGM Grand ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru LIBOR-vextir?

Skammstöfun LIBOR stendur fyrir London Interbank Offered Rate. Hún vísar til þeirra vaxta sem bjóðast á lánum á millibankamarkaði í London. Reiknaðir eru LIBOR-vextir fyrir nokkra af helstu gjaldmiðlum heims. Sem dæmi má nefna að þann 24. febrúar 2005 voru LIBOR-vextir til eins mánaðar í evrum 2,10%, í pundum 4,85...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er áfengi lengi að fara úr líkamanum?

Þegar áfengis er neytt er um 20% alkóhólsins tekið upp í gegnum magavegginn og þaðan berst það hratt um allan líkamann með blóðrásinni. Þau 80% sem eftir standa eru hins vegar tekin upp í smáþörmunum og berast þaðan með portæðinni til lifrarinnar, en þar er alkóhólinu brennt. Aðeins lítill hluti alkóhólsins fe...

category-iconVeðurfræði

Hvar snjóar mest hér á landi?

Hér er einnig svar við spurningunni: Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi og hvar? Á Íslandi snjóar mest í suðurhlíðum Mýrdalsjökuls, á Öræfajökli og sunnan til á Vatnajökli. Snjókomutíðni er mjög háð hæð yfir sjó og hitafari. Snjór er mun meiri og þrálátari á hálendi en láglendi. Ísland í vetrarbún...

Fleiri niðurstöður