Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7658 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Getur regnbogi sést að nóttu til?

Einnig hefur verið spurt:Hversu algengt er að regnbogi myndist að nóttu til við tunglsljós? Regnbogar sjást alloft í tunglskini og rigningu, þeirra er helst að vænta í hvössu veðri þar sem vindur ber regn inn undir glugga sem myndast í skýjaþykkni hlémegin fjalla, svipað og rissið á myndinni sýnir. Rigningin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast kleggjar eða hestaflugur á Íslandi?

Í stuttu máli þá lifa kleggjar ekki á Íslandi. Kleggi (ft. kleggjar) er íslenska heitið á ætt tvívængja sem kallast Tabanidae á latínu. Þær hafa líka verið kallaðar hestaflugur á íslensku, væntanlega vegna enska heitisins 'horse fly'. Meðal margra annarra enskra heita sem notuð eru yfir þessar flugur eru 'deer ...

category-iconVísindi almennt

Eru stjörnuspár sannar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er fylgni milli hegðunar eða persónuleika við fæðingardag? (Albert Teitsson)Hvað er til í stjörnumerkjafræði; að þessi sé svona eða hinsegin eftir því hvenær hann er fæddur? (Sigurlaug Jónasdóttir)Í stuttu máli: nei. Stjörnuspeki virkar ekki og spárnar eru því ek...

category-iconHagfræði

Hvernig virkar bitcoin og aðrar rafmyntir?

Spurningin var upphaflega: Hvernig virkar bitcoin og aðrar rafmyntir og má eiga þær á Íslandi þrátt fyrir gjaldeyrishöftin? Hver er munurinn á rafmynt eins og bitcoin og venjulegum peningum? Tæknin sem rafmyntir byggja á er oft kennd við ‘blockchain’ á ensku. Engin íslensk þýðing á þessu hugtaki hefur ná...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru kynin bara tvö?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru kynin bara tvö og hver er munurinn á þeim? Stutta svarið við spurningunni er nei. Fjölbreytileiki er mikill í stofni manna og annarra dýra. Eðlilegast er að hugsa um fjölbreytt róf kyntengdra einkenna, frekar en tvö aðgreind kyn. Lengra svar Líffræði kyns er flókin. ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er minnsta mælieiningin?

Minnsta mælieiningin er ekki til svo að okkur sé kunnugt, frekar en minnsta stærðin. Flestir vita hvernig við skiptum metranum í sentímetra og millímetra en millímetrinn er þúsundasti partur úr metra. Míkrómetrinn, sem táknaður er með µm, er síðan milljónasti hluti metrans og nanómetrinn, nm, er milljarðasti partu...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig gat Guð skapað heiminn?

Flest trúarbrögð eiga sögur af sköpun veraldarinnar. Í Biblíunni segir Guð: 'Verði ljós' og það varð ljós. Síðan sagði hann 'Verði' hitt og þetta og þá urðu hlutar heimsins til. 'Guð' er orð sem hefur meðal annars verið notað yfir það sem menn skilja ekki og vekur þeim furðu. Það skilur í raun enginn hvernig þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru ljóseindir í öllu ljósi og er hægt að nota ljóseindir sem orkugjafa?

Þessi spurning virðist byggja á þeirri hugmynd að ljós og ljóseindir séu tvennt aðskilið. Svo er ekki. Segja má að ljós sé straumur ljóseinda, þótt í sumum tilvikum sé betra að lýsa því sem bylgju (sjá nánar í þessu svari eftir Kristján Leósson). Varðandi seinni hluta spurningarinnar má benda á að í grunninn er...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir Sigillum Universitatis Islandiae?

Þessi áletrun er á latínu og þýðir, orð fyrir orð: 'Innsigli Háskóla Íslands', enda stendur hún á innsigli skólans. Latneska málfræðin í þessu er frekar einföld. Sigillum er hvorugkynsorð í nefnifalli og þýðir sem sagt 'innsigli'. Universitatis er eignarfall af universitas sem þýðir 'háskóli' í hefðbundinni mer...

category-iconNæringarfræði

Fita og kolvetni eru gerð úr sömu frumefnum, en hvað er ólíkt með þeim?

Kolvetni eru gerð úr frumefnunum kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O), rétt eins og fita. Uppröðun frumefnanna og innbyrðis hlutföll eru aftur á móti mismunandi. Kolvetni eru gerð úr kolefnishring sem á hanga vetnis- og súrefnisfrumeindir. Fituefnið þríglýseríð, sem er algengasta fæðufitan, er gert úr þremur f...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju er þotuliðið kallað svo?

Orðið þotulið er þýðing á jet set úr ensku. Á 6. áratug 20. aldar fór fólk að nota orðasambandið jet set um hóp ríks fólks sem lifði hátt og flaug gjarnan með þotum milli dvalarstaða sinna hér og þar um heiminn. Á þessum tíma voru þotuferðir ekki eins tíðar og útbreiddar og nú og ákveðinn ljómi var yfir slí...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Er vitað um tilvist geimvera?

Eins og fram kemur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni "Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?" hafa menn ekki enn fundið nein dæmi um líf annars staðar í geimnum en á jörðinni. Vísindamenn gera hins vegar fyllilega ráð fyrir því að það sé líf utan jarðar, en galdurinn er bara að finna það....

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að búa til svart ljós?

Litur venjulegra hluta ræðst af ljósinu sem þeir endurkasta eins og nánar er lýst í nýlegu svari okkar við spurningunni Af hverju varpast skuggar ekki í lit? Þannig eru hlutir svartir af því að þeir senda ekkert ljós frá sér. Í fyrrnefndu svari er líka bent á að allir hlutir verða svartir í myrkri. Við tölum of...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt ryksuga en ekki ryksjúga?

Bæði nafnorðið ryksuga og sögnin að ryksuga eru fengin að láni úr dönsku. Þegar Íslendingar kynntust verkfærinu støvsuger og verknaðinum að støvsuge þýddu þeir fyrri liðinn støv réttilega sem ‘ryk’ en síðari liðurinn var aðeins aðlagaður með því að skipta á -e og -a í sögninni og -er og -a í nafnorðinu. Þannig var...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er rót nafnorða?

Rót er minnsti orðhluti sem ber orðasafnsmerkingu, það er merkingu sem geymd er í minninu í eins konar orðasafni. Sem dæmi má nefna að í orðunum glaður, glaðlegur, glaðna, glaðvær er rótin glað-. Lýsingarorðið glað-ur er þá myndað af rót ásamt beygingarendingu, glað-legur af rót ásamt viðskeyti, sögnin glað-n-a af...

Fleiri niðurstöður