Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2441 svör fundust
Geta vísindin sagt okkur hver sé besta leiðin til að byrja að hreyfa sig og viðhalda hreyfingu?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hver er besta leiðin til að byrja hreyfa sig og viðhalda hreyfingu? Núna dynja á okkur ýmiss konar gylliboð um einkaþjálfun og ótrúlegan árangur hjá millistjórnendum sem byrjuðu á einhverju hreyfingar- og/eða mataræðiprógrammi. En hvað segja vísindin, er einhver leið betri enn ö...
Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak?
Upphaflega voru spurningarnar þrjár og hljóðuðu svo: Hvort eru sígarettur eða vindlar hættulegri?Hefur verið athugað hvort það sé skaðlegra að reykja sígarettur en pípu?Er „hollara“ að taka í vörina frekar heldur en að reykja?Þegar fjallað er um skaðsemi tóbaksnotkunar er oftast talað um reykingar og þá yfirleit...
Hafa samsætur frumefna sömu efna- og eðlisfræðilegu eiginleika?
Upprunalega spurningin var: Eru til samsætur sem eru þannig að efnið verður allt öðruvísi þegar það bætast við nokkrar nifteindir eða ef efnið missir nokkrar nifteindir? Hvert frumefni (e. element) samanstendur af einni gerð frumeinda (e. atoms), það er frumeindum með sama fjölda róteinda (e. protons) í kja...
Er náttúrulegt hjarðónæmi ekki eina skynsamlega leiðin út úr faraldri COVID-19?
Það er til mjög einfalt og vel rökstutt svar við þessari spurningu: nei. Nýlega hefur talsvert borið á misvísandi umræðu um hjarðónæmi og eiginleikum þess, í þeim tilgangi að hvetja til slökunar á hörðum aðgerðum til sóttvarna víða um heim. Þann 4. október 2020 skrifaði hópur heilbrigðisstarfsmanna (meðal anna...
Í hvaða borgum og hvenær hafa nútímaólympíuleikarnir verið haldnir?
Um uppruna Ólympíuleikanna vísast til svars sama höfundar við spurningunni Hvenær voru fyrstu ólympíuleikarnir haldnir…? (Hér eru ekki taldir vetrarólympíuleikar.) Fyrstu Ólympíuleikar nútímans í Aþenu 1896. 1896 Aþenu, Grikklandi Fyrstu Ólympíuleikar í nútíma. 13 lönd tóku þátt. 1900 París, Frakklandi ...
Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?
Konungsríkið Sádí-Arabía gekk í gegnum miklar samfélagsbreytingar á síðustu öld og segja má að það hafi þróast frá því að vera vanþróað ríki þar sem meirihluti íbúanna lifðu hirðingjalífi, í það að vera eitt ríkasta land í heimi með tilheyrandi borgarlífi og neyslu. Kúvendingin varð þegar olía fannst í austurhlut...
Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?
Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með „fullkomið land“ en þegar spurt er um skoðanir Hitlers á Íslandi er líklegast að átt sé við hugmyndafræði hans um yfirburði kynstofns aría. En spurningin gæti einnig verið tilvísun til hernaðarlegrar lykilstöðu Íslands á Atlantshafinu í tilraunum Þjóðverja til að rjúfa hafnb...
Hverjir voru vitringarnir þrír og hvaðan komu þeir?
Heimsókn vitringanna þriggja til Betlehem, sem er að finna í 2. kafla Matteusarguðspjalls, er í hópi allra þekktustu sagna Biblíunnar. Nýja testamentið er upphaflega ritað á grísku og þar er orðið magoi notað um þessa ferðalanga. Í eintölu er það magos. Allt varðandi þessa menn er dálítið þokukennt, en orðið s...
Hvað var spánska veikin?
Spánska veikin var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Inflúensa orsakast af veirum sem smitast í gegnum öndunarfæri fólks. Þeir sem smitast mynda ónæmi en ef nýir stofnar myndast af veirum sem fólk hefur ekkert áunnið ónæmi við þá geta komið upp bráðsmitandi farsóttir eins og í tilfe...
Hver uppgötvaði rafmagnið?
Ein stærsta byltingin í nútímasamfélagi var uppgötvun og nýting rafmagnsins. Þó enn séu fjölmargir sem ekki búa við þau þægindi sem rafmagnið veitir væri nánast óhugsandi að ímynda sér lífið í hinum vestræna heimi án þess. Svo háð erum við rafmagninu að samfélag okkar lamast nánast algjörlega þegar þess nýtur ekki...
Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?
Herakleitos (um 540 – um 480 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Efesos í Jóníu í Litlu-Asíu (nú í Tyrklandi). Lítið er vitað með vissu um ævi Herakleitosar og flestar sögur um hann eru hæpnar. Samkvæmt einni á hann til dæmis að hafa látist í mykjuhaug (McKirahan: 128). Herakleitos ritaði eina bók s...
Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?
Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestræn...
Hvar var Ferdinand de Saussure og hvert var hans framlag til málvísinda?
Æviágrip Svissneski málfræðingurinn Ferdinand de Saussure fæddist 26. nóvember árið 1857 í borginni Genf í Sviss og lést þar 22. febrúar árið 1913. Faðir hans var náttúruvísindamaður og þegar Saussure hóf háskólanám í Genf 1875 lagði hann fyrst stund á efnafræði og eðlisfræði, en sótti einnig fyrirlestra í latínu...
Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?
Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...
Hver var al-Khwarismi og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Menning stóð með miklum blóma í Mið-Austurlöndum á áttundu og níundu öld e.Kr. Hún nefndist íslömsk menning, kennd við trúarbrögðin sem urðu til þar á sjöundu öld, íslam. Abū Abdallāh Mohamed ibn-Mūsā al-Khwārismī var íslamskur rithöfundur sem var uppi um það bil 780–850 e.Kr. Al-Khw&...