Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3262 svör fundust
Vinna bara menntaðir einstaklingar við Vísindavefinn (vísindamenn, prófessorar og slíkt)?
Stór hópur manna tekur þátt í að svara spurningum á Vísindavefnum. Langflestir þeirra eru vísindamenn eða háskólakennarar eins og spyrjandi ýjar að en einnig eru í hópnum háskólanemar, annað hvort í grunn- eða framhaldsnámi. Öll svör á vefnum eru lesin yfir áður en þau eru birt, bæði með tilliti til efnis, skýrlei...
Hvað er tölva?
Einföld skilgreining á hugtakinu tölva er á þá leið að tölvur séu forritanleg tæki. Vandamál við þá skilgreiningu er að mjög mörg tæki í dag eru forritanleg. Til að mynda er hægt að forrita þvottavélar upp að vissu marki en fæstir halda því líklega fram að þvottavélarnar þeirra séu tölvur. Með tölvum þarf að vera ...
Hvað þýðir oktantala í bensíni og hvaða máli skiptir hún?
Oktantala er mælikvarði á gæði bensíns með tilliti til minnkandi högghljóða (banks) í brennslustrokkum véla samfara bruna eldsneytisins. Í bensínknúnum vélum er eldsneytisúða blandað saman við loft í þar til gerðum strokkum. Gasblöndunni er því næst þjappað saman með bullum. Þegar hámarksþjöppun er náð er kveik...
Hvernig nýtast segulkraftar til að létta á lestum, minnka viðnám og auka hraðann? Hver er eðlisfræðin að baki?
Við höfum öll leikið okkur að seglum og komist að því að sumir málmar dragast að segli og sumir þeirra seglast. Þeir málmar sem seglast, það er að segja verka sem segull eftir að upphaflegi segullinn er tekinn í burtu, eru kallaðir járnseglandi (e. ferromagnetic). Málmar sem ekki halda segluninni en dragast þó að ...
Ef krókódílar voru uppi á sama tíma og risaeðlur af hverju dóu þeir þá ekki út?
Allmikið hefur verið rætt um útdauða dýra og plantna á mörkum Krítar- og Tertíertímabila, fyrir um 66 milljón árum. Margir telja að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla breytinga á landi og grunnhöfum hafi átt mestan þátt í þessum útdauða. Í lok Krítartímabilsins virðist hafa átt sér stað mikil afflæði (e. regres...
Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi?
Strúturinn (struthio camelus) er stærsti núlifandi fugl í heimi. Hann getur orðið allt að 155 kg á þyngd, og fullorðnir karlfuglar ná oft 250 cm hæð. Hálsinn er þó helmingurinn af þeirri hæð. Áður fyrr voru strútar um alla Afríku og mikinn hluta Vestur-Asíu en þeim fór fækkandi og eru nú flestir í sunnanverðri ...
Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?
Í því skyni að svara þessari spurningu er tilvalið að leita til franska heimspekingsins Henri Bergsons (1859-1941). Hann setti fram kenningar sínar um hlátur um aldamótin 1900, í frægri ritgerð sem einfaldlega heitir Hláturinn (Le Rire). Enn í dag eru hugmyndir hans mikilvægar, þó ekki sé nema vegna þess hversu mi...
Hvernig mælir maður magn nitursambanda í jarðvegi?
Algengustu mælingar á nitursamböndum (köfnunarefnissamböndum) í jarðvegi eru mælingar á heildarmagni niturs (N) og ólífræns niturs (ammóníum og nítrat). Auk þess eru margvísleg nitursambönd í lífrænum efnum í jarðvegi, allt frá plöntuleifum til moldarefna. Í stuttu máli er hér greint frá nokkrum algengum mæliaðfe...
Eru egg hollari hrá en soðin?
Spurningin í heild sinni hljóðar svona: Eru egg hollari hrá en soðin og er hrár og ferskur matur almennt hollari en eldaður?Almennt má segja að með tilliti til örverufræðilegra þátta séu elduð matvæli öruggari en fersk. Það stafar af því að hitameðhöndlun dregur mikið úr örverumagni í matvælum og minnkar þannig hæ...
Hvernig lifa slímálar?
Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna (Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gefur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum...
Hvers vegna eru ekki allir málmar seglanlegir?
Fullyrðingin sem felst í spurningunni er ekki nákvæmlega rétt: Allir málmar verða fyrir áhrifum af segulsviði en á þessum áhrifum er hins vegar bæði eðlismunur og stigmunur eftir því hver málmurinn er. Hjá flestum málmum hverfa áhrifin um leið og ytra segulsvið verður að engu, en hjá sumum er seglunin varanleg, óh...
Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?
Kattbelgir og kattarskinn eru nefnd í verðlagsskrá sem hefur verið samþykkt á Alþingi á miðöldum, líklega á 12. öld, og er varðveitt í öðru aðalhandriti lögbókarinnar Grágásar, Konungsbók. Þar er talið upp: „Kattbelgir af fressum gömlum tveir fyrir eyri. Af sumrungum þrír fyrir eyri.“ Með eyri er þarna átt við...
Hvað er járnblendi og hvernig er það framleitt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er gert í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga? Hvað er járnblendi, til hvers er það notað og hvernig er það framleitt?Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er framleitt kísiljárn (e. ferrosilicon). Meginafurðin er svokallað 75% kísiljárn, táknað FeSi75, sem innihe...
Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla?
Flökurleiki eða ógleði er óróleika- og óþægindatilfinning í maga. Þolanda finnst að hann muni kasta upp, þó svo að það gerist ekki alltaf. Flökurleiki einkennir margs konar ástand, allt frá ferðaveiki (bílveiki, sjóveiki, flugveiki) til morgunógleði kvenna á fyrstu mánuðum meðgöngu. Hann getur einnig stafað af ...
Hvernig varð höfuðlúsin til?
Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) og fatalúsin sem einnig er nefnd búklús (Pediculus humanus humanus) eru dæmi um útsníkla, en svo nefnast sníkjudýr sem lifa utan á öðrum lífverum. Ekki er mikill munur á þessum tveimur deilitegundum en vistfræði þeirra er nokkuð ólík. Eins og nafnið gefur til kynna lifa höfuð...