Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStærðfræði

Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?

Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...

category-iconLífvísindi: almennt

Er eyðing regnskóganna bara af mannavöldum eða á náttúran einhvern þátt í henni?

Náttúruöflin hafa alltaf haft áhrif á regnskóga. Eldar, þurrkar, stormar og eldgos, svo nokkuð sé nefnt, hafa mikil áhrif á vöxt og viðgang regnskóganna og geta valdið raski á stórum svæðum. Náttúrleg röskun er þó harla ólík röskun af mannavöldum. Eldar, þurrkar og stormar eyða skóginum ekki algjörlega. Hluti v...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefði það á loftslag í heiminum ef allir regnskógar jarðarinnar eyddust?

Það er mjög erfitt að spá fyrir um hvaða afleiðingar eyðing regnskóganna mundi hafa enda er enn mörgum spurningum ósvarað um hringrás kolefnis og súrefnis á jörðinni. Amasonregnskógurinn er uppspretta mikils hluta ferskvatns á jörðinni og hefur áhrif á veðrakerfi Norður- og Suður-Ameríku. Regnskógartré eru geysist...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru margir metrar á sekúndu í einum hnút, þegar mældur er vindstyrkur?

1 hnútur er 0,514 m/s og það telst vera logn.Hnútur er mælieining um hraða skips eða vinds. Einn hnútur samsvarar einni sjómílu á klukkustund, en sjómíla er upphaflega skilgreind sem ein mínúta á lengdarbaug og er samkvæmt því 111,1 km/60 = 1852 m. Vegna þess að jörðin er svolítið flatari við pólana er breiddar...

category-iconSálfræði

Hver er Antonio Damásio og hvernig hefur hann rannsakað áhrif tilfinninga á hegðun?

Antonio Damásio fæddist í Portúgal 1944 og starfar nú sem prófessor við taugavísindadeild Suður-Kaliforníuháskóla (University of Southern California) í Bandaríkjunum. Damásio rannsakar taugafræðilegan grunn tilfinninga, meðvitundar, ákvarðanatöku og tengslin þar á milli. Antonio Damásio.Damásio hefur lagt áher...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er oft lítið ljós á söfnum, þola fornleifar ekki mikið ljós?

Ljós og rakabreytingar eru meðal þeirra umhverfisþátta sem geta valdið skemmdum á safnkosti. Þar á meðal eru ýmsar litabreytingar af völdum ljóss: gripir geta upplitast, dökknað eða gulnað. Hiti frá ljósi getur einnig valdið ofþornun og stökknun ýmissa efna. Gripir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir ljósskemmdum ...

category-iconSálfræði

Hvaða áhrif getur ófrjósemi haft á andlega líðan og tilfinningar hjá báðum kynjum?

Þegar talað er um ófrjósemi þá er átt við pör sem hafa stundað kynlíf án getnaðarvarna í að lágmarki eitt ár án þess að konan verði barnshafandi.1 Ófrjósemi er ekki sú aðstaða sem fólk kýs sér2 og er talið að hérlendis eigi um 15% para við þetta vandamál að stríða.3 Orsakir má rekja jafnt til karla og kvenna og er...

category-iconLæknisfræði

Hver var Otto Warburg og hvert var framlag hans til rannsókna á krabbameinum?

Otto Heinrich Warburg fæddist í Freiburg í Þýskalandi árið 1883, sonur virts eðlisfræðings, Emil Warburg (1846-1931) og eiginkonu hans. Hann lagði stund á efnafræði í Berlín undir leiðsögn Emils Fischers (1852-1919) Nóbelsverðlaunahafa í efnafræði og lauk doktorsprófi árið 1906. Síðar hóf hann nám í læknisfræði hj...

category-iconHagfræði

Hvernig er hægt að lofa að minnsta kosti 10% ávöxtun á mánuði? - Myndband

Það er út af fyrir sig ekkert mál að lofa 10% ávöxtun á mánuði. Vandinn er að standa við loforðið! Það er auðvelt að leika sér með dæmi til að sjá hversu fjarstæðukennt það er að einhver geti boðið fjárfestum örugga 10% ávöxtun á mánuði yfir langan tíma. Ef ein milljón króna skilar til dæmis þessari ávöxtun í ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó?

Við segjum að vatn sé farið að sjóða þegar loftbólur eru teknar að myndast í vatninu og fljóta upp að yfirborði þess. Þetta gerist vegna þess að hluti vatnsins fer úr vökvaham (fljótandi vatn) yfir í gasham (vatnsgufa) og myndar þá loftbólurnar í vatninu. Þá er sagt að vatnið hafi náð suðumarki sínu, en það eru mö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir hafernir á Íslandi í dag og hvar eru þeir staðsettir?

Varpstofn hafarnarins (Haliaeetus albicilla) hér á landi er talinn 69 pör eða 138 fuglar. Sumarið 2012 komust 28 ungar á legg. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að hafernir á Íslandi séu um 250 talsins.Haförninn verður seint kynþroska eða á 5.-6. aldursári. Því má ætla að hér á landi sé nokkur fjöldi ókynþrosk...

category-iconLögfræði

Hvaða þýðingu hefur það að haka í reitinn „slysatrygging við heimilisstörf“ á skattframtali?

Þeir sem haka í reitinn „slysatrygging við heimilisstörf“ á skattframtali í byrjun árs teljast slysatryggðir við heimilisstörf. Kveðið er á um slysatryggingu við heimilisstörf í 30. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar. Þar segir að þeir sem stundi heimilisstörf geti tryggt sér rétt til slysabóta við þa...

category-iconOrkumál

Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi?

Helsta ástæða þess að vindorka hefur lítið verið nýtt hérlendis er sú að kostnaður við að framleiða rafmagn með henni hefur verið mun meiri en fyrir vatnsafls- og jarðhitavirkjanir. Með hærra raforkuverði, þróun aðferða og bættri tækni, meðal annars betri nýtni vindmylla, verður vindorka sífellt raunhæfari valkost...

category-iconVísindi almennt

Hvernig getur tilviljun eða heppni komið mönnum á rétt spor í vísindalegri uppgötvun?

Fjölmörg dæmi eru um uppgötvanir af hreinni tilviljun. Stundum eru menn fljótir að nýta sér nýfengna þekkingu og þróa nýjar aðferðir eða tæki. Þegar fyrirbærið virðist flóknara þá leita menn skilnings á því og beita þá vísindalegum aðferðum. Forvitnin er mikilvæg í þekkingarleitinni, löngunin til að vita og skilja...

category-iconJarðvísindi

Hvernig fara vísindamenn að því að mæla og fylgjast með jarðskjálftum á Íslandi?

Veðurstofa Íslands hefur starfrækt landsnet stafrænna jarðskjálftamæla síðan 1990. Það tók við af neti hliðrænna mæla sem Raunvísindastofnun Háskóla Íslands sá um. Veðurstofan hefur rekið jarðskjálftamæla í Reykjavík allt frá árinu 1925. Á árunum 1954 til 1968 varð fyrsta landsnetið smám saman til með stöðvum á Ak...

Fleiri niðurstöður