Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7658 svör fundust
Hvernig er hægt að sjá hvort læður séu kettlingafullar?
Fyrstu 10-20 daga meðgöngunnar er nærri ómögulegt að sjá hvort læða sé kettlingafull. Til þess að skera úr um það þyrfti kattareigandinn að fara til dýralæknis og láta framkvæma þungunarpróf á henni. Á annarri eða þriðju viku meðgöngunnar koma fyrstu ytri einkennin í ljós. Geirvörtur læðunnar stækka nokkuð og ...
Hvaðan er orðasambandið 'það kemur allt með kalda vatninu' upprunnið og hvað merkir það?
Orðasambandið það kemur allt með kalda vatninu er vel þekkt í nútíma máli en erfiðlega hefur gengið að ákvarða aldur þess. Engin dæmi er að finna í söfnum Orðabókarinnar og engin dæmi eru í nærtækum orðabókum eins og Íslenskri orðabók Eddu eða Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal. Það er notað um að eitthv...
Hver er stærsti kaupstaður á Íslandi fyrir utan Reykjavík?
Eins og fram kemur í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hver er stærsti kaupstaður á landinu? er með góðri samvisku hægt að kalla Reykjavík kaupstað. Hið sama gildir um Kópavog en það er annað fjölmennasta sveitarfélag landsins. Þann 1. desember 2003 voru íbúar í Kópavogi alls 25.291. Konur voru aðeins fleiri...
Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ?
Orðasambandið að vísa einhverju á bug er notað um að 'hafna e-u, mótmæla e-u, reka e-ð burt' og er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Ekki er fullvíst hvað bugur merkir hér. Orðið kemur fyrir í öðrum samböndum skyldrar merkingar eins og að aka e-m á bug 'reka e-n burt', sem þekkt er í fornu máli, fara í bug við e...
Hvort verpa slöngur eggjum eða fæða lifandi afkvæmi?
Langflestar slöngutegundir verpa eggjum eins og önnur skriðdýr, fuglar og froskdýr. Á fræðimáli nefnist þannig fæðing oviparous. Þó eru til slöngutegundir sem fæða lifandi eða „kvika unga“, á fræðimáli heitir sú fæðing viviparous. Þá hafa slöngurnar þróað einhvers konar legköku sem miðlar næringu og súrefni ti...
Hvað eru til margar tegundir af mömbum?
Mömbur (Dendroaspis eða Dendraspis) tilheyra ætt kóbraslanga (Elapidae) og eru stórir, baneitraðir og mjög árásargjarnir snákar. Lesa má meira um kóbraslöngur í svari Klöru J. Arnalds við spurningunni Hvað er kóbraslanga? Mömbur lifa í Afríka, sunnan Sahara og þær veiða meðal annars smádýr í trjám. Vitað er um...
Hvaðan kemur nafnið Garður á byggðarlagi á Suðurnesjum?
Garður. Garðurinn dregur nafn af Skagagarði, fornum garði sem liggur frá túngarðinum á Útskálum beint yfir að túngarði á Kirkjubóli í Miðneshreppi og girðir af tána á Garðskaga. Ýmislegt bendir til þess, meðal annars örnefni eins og Akurhús og Gerðahverfi, að þar hafi verið akuryrkja og garðurinn hlaðinn t...
Af hverju snýst jörðin í kringum sjálfa sig?
Sólkerfið okkar myndaðist fyrir um fimm milljónum ára þegar gríðarstórt gas- og rykský féll saman og myndaði sól og reikistjörnur. Áður en þetta gerðist var snúningur á skýinu og slíkur snúningur eða hverfiþungi, eins og hann er kallaður í eðlisfræði, varðveitist þegar skýið umbreytist. Þess vegna hefur sólin dálí...
Var Zorro raunverulega til?
Zorro er skáldsagnapersóna sem fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1919. Þá skrifaði rithöfundurinn Johnston McCulley um Zorro í tímaritið All-Story Weekly. Síðan þá hefur Zorro lifað góðu lífi í bókmenntum og bíómyndum. Síleanski rithöfundurinn Isabel Allende hefur meðal annars skrifað eins konar skáldaða ævisögu ...
Hvaðan koma hvítu blettirnir á nöglunum?
Hvítir blettir á nöglum eru kalkútfellingar í nöglinni sem gefa til kynna að naglmassinn hafi orðið fyrir einhverju hnjaski þegar nöglin var að myndast. Eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru neglur?, myndast neglur þegar yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. ...
Hvað eru ljósleiðarar?
Ljósleiðarar eru grannir þræðir úr gleri eða plasti sem geita leitt ljós frá einum stað til annars. Um miðja 19. öld sýndu menn fram á að hægt væri að leiða ljósið, til dæmis inni í vatnsbunu eða bognum glerstaut. Ljósleiðarar eru þess vegna ekki nýir af nálinni. Það var þó ekki fyrr en eftir miðja 20. öld sem ...
Hvað þýðir tilvitnunin 'animula vagula blandula' sem meðal annars sést í upphafi Nafns rósarinnar?
Spurningin í heild var: Hvað þýðir 'animula vagula blandula'? Ég hef séð þessa tilvitnun víða, til dæmis í upphafi Nafns rósarinnar, en ekki séð þýðingu. Orðin animula vagula blandula eru latnesk og þýða „litla sál, reikandi og þokkafull“. Þau eru upphafið að kvæði sem Aelius Spartianus (líklega uppi á 3. eða...
Hvernig geta ský orðið að mönnum?
Ef ég skil spurninguna rétt á spyrjandi við af hverju okkur finnst oft að ský séu í laginu eins og manneskjur, sérstaklega andlit. Líklegasta ástæðan er að aðrar manneskjur skipta okkur miklu máli. Það er til dæmis mikilvægt að við getum hratt og vel lesið í andlitsdrætti fólks til að vita hvernig því liður og hva...
Eiga heimsálfurnar eftir að koma saman aftur?
Risameginlandið Pangea varð til seint á perm-tímabilinu sem stóð yfir frá 285-225 milljónum ára. Pangea náði milli heimskauta og tók yfir alla meginlandsfleka jarðar sem nú eru til. Í svari við spurningunni Af hverju brotnaði Pangea upp? segir Sigurður Steinþórsson að það sé ólíklegt að meginlöndin sameinis...
Hvar er hagamúsin stödd í fæðukeðjunni?
Það er ekki einfalt mál að staðsetja hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í fæðukeðjunni. Hagamúsin hefur mjög fjölbreytt fæðuval þó meginuppistaðan sé úr plönturíkinu svo sem ber, grasfræ og fræ ýmissa blómplantna. Miðað við þetta fæðuval væri hægt að staðsetja þær í næstneðsta þrepi fæðukeðju vistkerfisins. Ha...