Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9410 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fjarlægja ör án skurðaðgerðar?

Örvef er ekki hægt að fjarlægja en það er hægt að lagfæra ör með leysigeislameðferð. Ef roði er til staðar hverfur hann við slíka meðferð og örið hvítnar. Ef örið er ofholdgað þá hefur ljósgeislinn þau áhrif að örvefurinn mýkist, húðin þynnist og verður sléttari. Húðin dregur sig líka örlítið saman svo örið minnk...

category-iconLandafræði

Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá?

Eyjarvað á Norðurá hefur ýmist verið talið það sama og Hólmavað eða Hábrekknavað (sjá Íslenzk fornrit V (1934), bls. 184nm.; Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags 1839-1873. Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir sáu um útgáfuna. Sögufélag og Örnefnastofnun Íslan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið krummafótur komið?

Spurningarnar voru upphaflega þessar: Ég er nýbyrjuð að vinna á leikskóla og var þess vegna að velta fyrir mér hvaðan í ósköpunum orðið krummafótur er komið. (Guðjóna Björk) Þegar maður fer með hægri fót í vinstri skó, þá segir maður oft að maður hafi farið í krummafót. Af hverju er það kallað krummafótur? (St...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hve langt erum við komin með súrefni á Mars?

Spyrjandi á líklega við það að uppi hafa verið hugmyndir um að súrefni geti bæst við lofthjúpinn á Mars og þannig gæti orðið lífvænlegra þar en nú er. Súrefnið í loftthjúpi jarðar er einmitt komið til á svipaðan hátt, löngu eftir að hún og lofthjúpur hennar urðu til. Það fór að vaxa í lofthjúpnum eftir að plöntur ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er hlutdeild sjávarútvegsins í íslenska hagkerfinu og að hvaða leyti hefur hún breyst á síðustu 15 árum?

Hægt er að skoða hlutdeild sjávarútvegs í hagkerfinu með ýmsum hætti. Svarið við spurningunni fer því nokkuð eftir því hvaða sjónarhorn er valið. Niðurstaðan er þó alltaf svipuð að því leyti að ótvírætt er að hlutdeildin hefur minnkað. Árið 1991 unnu um 10,4% landsmanna við fiskveiðar og vinnslu en 15 árum síða...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hefur veðurfar áhrif á úthald þitt? Er til dæmis munur á úthaldi í rigningu og sólskini?

Áður en þessari spurningu er svarað er nauðsynlegt að gera sér nánari grein fyrir hvað átt er við með orðinu 'úthald'. Er til dæmis átt við hvað ég get hlaupið langt eða hvað ég get hlaupið lengi? Hugsum okkur að átt sé við hlaupalengd. Þá má fullyrða að ég nota til dæmis meiri orku ef ég hleyp sömu vegalengd á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifa hvalir aðallega og við hvaða veðurskilyrði?

Þessari spurningu verður vart svarað með afgerandi hætti þar sem hvalir finnast í öllum heimshöfum en dreifing þeirra er þó árstíðabundin. Þegar haustar á norðurhveli jarðar halda flest stórhveli suður í hlýrri sjó á heittempruðum hafsvæðum en þar bera kýrnar. Á veturna er því mun minna um hvali á norðurslóðum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju stinga geitungar?

Geitungar, líkt og margar aðrar dýrategundir, eru búnir vopnum sem þeir beita bæði til fæðuöflunar og varnar. Þessi vopnabúnaður getur verið af ýmsum toga svo sem broddar eða eiturframleiðsla. Hjá geitungum eru það eingöngu kvendýrin sem geta stungið, það er drottningar og þernur, enda er broddurinn að uppruna til...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju koma hvítir deplar þegar ég er búin að horfa lengi á ljós?

Hvítu deplarnir sem við sjáum eftir að hafa horft á einhvern bjartan flöt eru örlitlir klumpar af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi augans. Ef menn reyna að horfa beint á þá skjótast þeir oft undan manni. Það er ýmislegt sem getur valdið þessum blettum í glæruhlaupinu. Þegar við eru...

category-iconHugvísindi

Gerðu Rómverjar heilaskurðaðgerðir á fólki?

Í stuttu máli er svarið nei, þeir gerðu ekki eiginlegar heilaskurðaðgerðir á fólki eins og við þekkjum þær í dag. Á hinn bóginn gerðu Rómverjar og Forngrikkir á undan þeim aðgerðir á höfði, þar á meðal aðgerðir þar sem gat var borað á höfuðkúpu sjúklings, án þess þó að krukka í heilanum sjálfum. Tilgangur slíkra a...

category-iconHugvísindi

Hvernig fara menn að því að ríða baggamun?

Orðasambandið að ríða baggamuninn er sótt til þess tíma þegar baggar voru fluttir á reiðingshestum. Baggamunur er þá sá munur sem er á stærð bagganna. Hann var óæskilegur, og reynt var að hafa baggana sem jafnasta. Ef munur var á þyngd þeirra héldu baggarnir illa jafnvægi, vildu síga til þeirra hliðar á hestinum þ...

category-iconMannfræði

Hvernig varð fyrsti maðurinn til?

Einfalt svar við þessari spurningu er að það var aldrei til neinn fyrsti maður! Tegundir þróast mjög hægt og þess vegna hefði aldrei verið hægt að benda á einhvern tiltekinn mann og segja að hann hefði verið fyrsti maðurinn. Hér má bera saman höfuðkúpur simpansa (lengst til vinstri), hins upprétta manns (Hom...

category-iconLæknisfræði

Hvort er hættulegra að leika fótbolta eða handbolta?

Í svari Árna Árnasonar við spurningunni Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga? er sagt frá svissneskri rannsókn sem kannaði meiðslatíðni í nokkrum algengum íþróttagreinum hjá unglingum á aldrinum 14-20 ára. Þá kom í ljós að hún var hæst í ísknattleik, því næst kom handbolti og svo fótbolti. Samkvæmt þe...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er Everestfjall svona hátt?

Everestfjall er hæsta fjall jarðar, nánar tiltekið 8.850 metrar yfir sjávarmáli. Fjallið tilheyrir Himalajafjallgarðinum en hann er í 6 löndum sem heita: Bútan, Kína, Indland, Nepal, Pakistan og Afganistan. Myndun fellingafjalla getur orðið með þrennum hætti: Hafsbotnsskorpa sekkur undir aðra hafsbotnssk...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er svart fólk svart?

Húðlitur okkar, og reyndar háralitur líka, ræðst af litarefni sem kallast melanín. Því meira litarefni sem er í húðinni því dekkra er fólk á hörund. Magn melaníns í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Ástæðan fyrir því að einstaklingur er „svart...

Fleiri niðurstöður