Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra?
Dýr hafa þróað með sér ýmsar „lausnir“ við öndun. Það fer mikið eftir stærð dýra hvort þau hafa sérstök líffæri til þess að fanga súrefni úr umhverfinu eða beita ósérhæfðum aðferðum eins og öndun gegnum húð. Öndunarfærum má skipta í fjóra meginflokka: húð, tálkn, loftgöng og lungu. Eftir því sem dýrið er s...
Hvað eru margir ljósastaurar í Reykjavík og hvað eyðir hver miklu rafmagni?
Í Reykjavík einni eru um 20.000 ljósastólpar í umsjón og rekstri Orkuveitu Reykjavíkur fyrir Reykjavíkurborg. Nokkrar tegundir ljóskerja eru á þessum ljósastólpum, sem sjálfir eru líka af ýmsum stærðum og gerðum. Algengustu ljósgjafastærðir til lýsingu gatna eru125 W kvikasilfurs,70 W natríum,150 W natríum og25...
Hvaða hljómplata er mest selda plata allra tíma og hvað seldist hún í mörgum eintökum?
Mest selda hljómplata allra tíma er 'Thriller' eftir Michael Jackson. Hún hefur selst í yfir 100 milljón eintökum á heimsvísu, sem er meira en tvisvar sinnum fleiri eintökum en næsta plata á eftir. Næstu plötur í röðinni eru 'Back in Black' með AC/DC sem hefur selst í um 45 milljón eintökum, plata Pink Floyd 'T...
Hver fann fyrstur risaeðlubein?
Steingerð risaeðlubein hafa fylgt manninum frá upphafi. Risaeðlur dóu út fyrir um 65 milljónum ára og talið er að sameiginlegur forfaðir manns og apa hafi komið fram fyrir um 5-6 milljónum ára. Vitað er að á forsögulegum tíma nýttu menn sér steingervinga til skraut- og listmunagerðar. Elsta lýsing á risaeðlubeini ...
Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum?
Lesa má um iglur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? Hér verður því einvörðungu sagt frá vampíruleðurblökum.Leðurblökur (Chiroptera) hafa þróað með sér afar mismunandi leiðir við fæðuöflun. Fjölmargar tegundir éta ávexti og fræ og gegna mikilvægu hlut...
Hverjir hafa hlotið Nóbelsverðlaun í bókmenntum frá upphafi?
Nóbelsverðlaun í bókmenntum hafa verið veitt árlega í rúma öld, eða frá árinu 1901 þegar franska ljóðskáldið Sully Prudhomme fékk þau. Undantekningar frá þessu eru árin 1914, 1918, 1935, 1940, 1941, 1942 og 1943. Þessi tilteknu ár var enginn Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum heldur var verðlaunaféð geymt í sjóði ti...
Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri?
Í Íslenskri orðabók frá 2002 er eftirfarandi skýring gefin á orðinu yfirnáttúrlegur:sem er (virðist) óháður lögmálum náttúrunnar – yfirskilvitlegur, sem samræmist ekki almennri þekkingu á náttúrulögmálumÞar sem lögmál náttúru og samfélags eru rauði þráðurinn í vísindum felst þannig nánast í orðunum að svokölluð yf...
Hvað getið þið sagt um árur og myndir af þeim?
Hér er svarað eftirfarandi tveimur spurningum: Eru áruljósmyndir viðurkenndar af vísindamönnum? (Hermann Helgason) Hvernig veit maður hvort maður sér árur eða ekki? (Hjördís Haraldsdóttir) Hér er spurt um yfirnáttúrlega hluti sem svo eru kallaðir og við bendum lesendum á að lesa almennt svar okkar um þá. ...
Hvað heita öll fylki Bandaríkjanna?
Í Bandaríkjunum eru fimmtíu ríki. Fjörutíu og átta af þeim liggja yfir samfellt landsvæði. Hawaii, sem er nýjasta ríkið (gekk í Bandaríkin 1959), er eyjahópur í Kyrrahafi suðvestan við Bandaríkin og Alaska, sem er næstnýjasta ríkið, er fyrir norðan Bandaríkin umkringt af vesturhluta Kanada. Margir Bandaríkjamenn e...
Hvers vegna svitnar maður?
Sviti er leið líkamans til þess að kæla sig. Sviti er vökvi sem myndast í svitakirtlum í húð okkar. Hann er að mestu leyti vatn en einnig eru uppleyst í honum ýmis sölt og mismikið af úrgangsefnum. Meginhlutverk svita er að taka þátt í stjórnun líkamshita, en einnig á hann þátt í þveiti líkamans, það er að segj...
Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar?
Sú Kleópatra sem flestir þekkja var í raun sjöunda í röð egypskra drottninga sem báru þetta nafn. Hún var drottning í Egyptalandi frá árinu 51 f.Kr. og þar til að hún lést árið 30 f.Kr. Hún er fræg fyrir tilraunir sínar að verja konungsríki sitt fyrir Rómverjum og fyrir kynni sín af Júlíusi Sesari og Markúsi Anton...
Er eitthvert mark takandi á spádómum og þess háttar?
Spurningin í heild var sem hér segir:Er eitthvert mark takandi á spádómum, draumaráðningum og þess háttar?en síðari hlutanum verða gerð sérstök skil í öðru svari um drauma. Fleiri spurningar um svipuð efni hafa borist og er þeim jafnframt svarað hér. Meðal þessara spurninga má nefna:Er hægt að spá fyrir um fram...
Hvers vegna eru sápuóperur kallaðar óperur?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Sápuóperur heita sápu-óperur vegna þess að sápufyrirtæki styrktu þær, en hvers vegna óperur? Fólk syngur ekki í þeim. Sögu sápuópera má rekja til ársins 1932 að fyrstu dramatísku þáttaraðirnar, sem kalla má sápuóperunafninu, voru sendar út í ljósvakann á bandarískum útvar...
Til hvers eru moskur og hvernig líta þær út?
Moskur eru fyrst og fremst bænahús. Þar fara venjulega ekki fram þær trúarlegu athafnir sem tíðkast í kristnum kirkjum, til dæmis brúðkaup og skírnir, en moskur gegna þó mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þær eru oft miðpunktur staðbundinna samfélaga og kringum þær eru reistir skólar, spítalar og verslanir, svo ei...
Getur orðið sjálfsíkviknun í fólki, samanber móður Jakobs ærlega?
Í fyrsta kafla sögunnar Jakob ærlegur eftir enska rithöfundinn Frederick Marryat (1792-1848), segir frá drykkfelldri móður aðalsöguhetjunnar. Þegar yngri bróðir Jakobs drukknar huggar faðir Jakobs eiginkonu sína með því að færa henni stóran tebolla af gini. Eins og segir í sögunni þurfti hún að „fá nokkrum sinnum ...